Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG

Nú hefur ekki farið fram hjá neinum samhljómur Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.  Ég hef verið velta fyrir mér líklegri stjórn flokkanna beggja og gef mér sem forsendu að VG fái sömu embætti og Framsóknarflokkurinn nú.

  • Forsætisráðherra: Geir H. Haarde
  • Utanríkisráðherra: Steingrímur Joð
  • Fjármálaráðherra: Árni Mathiesen
  • Dómsmálaráðherra: Guðlaugur Þór
  • Landbúnaðarráðherra: Jón Bjarnason
  • Samgönguráðherra: Kristján Júlíusson
  • Heilbrigðis- og tryggingaráðherra: Kolbrún Halldórsdóttir
  • Menntamálráðherra: Þorgerður Katrín
  • Sjávarútvegsráðherra: Einar K.
  • Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Ögmundur Jónasson
  • Umhverfisráðherra: Guðfríður Lilja
  • Félagsmálaráðherra: Katrín Jakobsdóttir
Aðrar hugmyndir?  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Sigurður Ásbjörnsson, 12.3.2007 kl. 00:05

2 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

úúúbbbssss, ekki lítur þetta vel út

Jóhanna Fríða Dalkvist, 12.3.2007 kl. 10:25

3 identicon

Þessi listi gerir mann bara þunglyndan.  Reyndar ertu þekktur grínari. Ég held reyndar að Guðlaugur Þór verði aldrei dómsmálaráðherra.  Annað hvort verður Björn Bjarnason áfram eða Þorgerður Kartrín.  Það er næstum regla að dómsmálaráðherra sé lögfræðimenntaður en Gulli er bara með stjórnmálafræði eins og reyndar Ögmundur. Svo má nefna að Atli Gíslason verður trúlega þingmaður frekar en Guðfríður Lilja og hann er lögfræðingur og gæti orðið afbragðs ráðherra.  Reyndar er hann orðinn svo femínískur að hann gæti verið byrjaður að borða bananann sinn þversum eins og einhver sagði.!!

Ögmundur verður líklegast frekar gerður að félagsmálaráðherra.  Gulli verður viðskipta og iðnaðarráðherra.

Kolbrún verður menntamálaráðherra ne Þorgerður Katrín frekar heilbrigðisráðherra.

Þorfinnur Björnsson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 13:22

4 Smámynd: arnar valgeirsson

Mér finnst þetta nú barasta ekkert líta afleitlega út, herra Gunnar og þið hin. Það er nú margt vitlausara en að þessir tveir flokkar myndi stjórn. Þó ólíkir séu þá vita þeir nokkurnveginn hvar þeir hafa hvorn annan og það er plús. Ekki svo viss um að VG myndi taka við embættum Framsóknar. En miðað við þetta upplegg þá vildi ég fá Lilju í félagsmálaráðuneyti, Katrínu í menntamálin og Þorgerði þá sem Dómsmálaráðherra eins og bent var á hér að ofan. Sem kostar auðvitað enn frekara púsl því ekki viljum við Guðlaug í umhverfismálin, þó hann sé ágætispiltur að mörgu leyti, áhugamaður bæði um fótbolta og skák...

arnar valgeirsson, 18.3.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband