Sendir úr landi þar sem þeir voru ekki orðnir 24 ára!

Björn BjarnasonÉg horfði á Kastljósið í kvöld og var nokkuð brugðið þegar það rifjaðist upp fyrir mér að tveir erlendir menn, giftir íslenskum konum, hafa verið sendir af landi brott á þeim forsendum að þeir væru ekki orðnir 24 ára.   Þegar ég heyri slíkt verð ég alltaf hálf sorgmæddur og skammast mín fyrir að vera íslenskur.  

Ein forsendan í úrskurði dómsmálaráðuneytisins var sú að ekki væri verið að stía hjónukornunum í sundur þar sem konan gæti flutt til Jórdaníu!   Ótrúlegt!

Dómsmálráðherra vildi ekki koma í þáttinn þar sem hann vildi ekki ræða mál einstaklinga.  Nokkuð sérkennilegt þegar rifjuð er upp ræða hans um þessi mál frá 9. febrúar 2005 í þinginu (bútur úr ræðinni sýndur í Kastljósinu) en þar sagði Björn m.a.:

"Annar þeirra var tekinn með heróín í fórum sínum þegar hann var fluttur úr landi … (Gripið fram í.) Nei, en hvað var verið að tala um? Þegar verið er að ræða málið, á þá ekki að segja alla söguna? Á ekki að ræða málið eins og það er? Ég get farið lengra. Ef menn vilja ræða málefni þessara tveggja einstaklinga get ég hiklaust gert það hér á þinginu. Ég held að þingmenn verði að hafa það í huga, þegar þeir ræða þessi alvarlegu mál, að það sé gert á þeim forsendum sem lagt er upp með. Það var gert hér af þessum fyrirspyrjanda eins og áður er lýst og ég svaraði á réttum forsendum."

Gilda önnur lögmál á Alþingi í skjóli þinghelgi heldur en í Kastljósinu? 

Sem betur er búið að leiðrétta þessi mistök varðandi mennina tvo.  Þökk sé umboðsmanni Alþingis sem greip inn í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

ohhhhhh hvenær hættir Björn?

Tómas Þóroddsson, 13.3.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband