Mikið fylgi VG styrkir Sjálfstæðisflokkinn!

Slagorð VGÁstæðan er ekki sú að menn séu svo hrifnir af Sjálfstæðisflokknum heldur miklu frekar sú að menn óttist mjög mikið þá forsjárhyggju, sem sumir VG-manna hafa talað fyrir hvort um sé að ræða að senda bankana úr landi, stofna netlögreglu, banna sölu áfengis í verslunum, eða banna tilteknar auglýsingar.

Með auknum styrk VG hefur sjálfstraust þeirra sem langlengst eru til vinstri aukist og nú heyrir maður sjónarmið, sem einhvern tíma hefðu þótt algjört tabú, en þú þykja eðlileg úr ranni vinstrimanna. 

Fólk, sem óttast um sig hag, komist VG til að valda, og að öllu venjulega myndu kjósa Samfylkingu og Framsóknarflokk eru því í umvörpun að fylgja sér á bak Geir H. Haarde og félaga í Sjálfstæðisflokknum til að forðast vinstri stjórn undir forystu Steingríms, með Ögmund jafnvel sem viðskipta- eða fjármálaráðherra. 

Það er því ekki skrýtið að Geir kjósi að nefna Steingrím í ræðu sinni en minnast ekki á Samfylkinguna því Sjálfstæðismenn hafa uppgötvað þessa staðreynd.  Það er þeirra hagur að hagur VG aukist því þá mun miðjufylgið streyma til Sjálfstæðisflokksins.  Framboð Ómars styrkir einnig stöðu Sjálfstæðisflokkins, því þótt Ómar og Margrét segi Íslandshreyfinguna vera hægri flokk fær hreyfinginn vinstri stimpilinn og “glundroðinn” eyks á vinstri kantinum og Sjálfstæðisflokkurinn fitnar eins og púkinn á fjósbitanum.  Tilgangur Ómars hefur gjörsamlega mistekist og verður framboð hans mjög líklega til þess að “stóriðjuflokkarnir” haldi völdum. 

En hvað er til ráða fyrir þá sem vilja ekki áfram sömu stjórn?  Jú væntanlega er besti kosturinn að kjósa Samfylkinguna, og styrkja stöðu hennar á kostnað VG.     


mbl.is Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

Þeir sem fíla samfylkinguna kjósa hana. Þeir sem fíla VG kjósa þau. Ég er hinsvega sammála að þessi tvö nýju framboð eru að taka mest frá Samfó og ekki síður VG. Sé ekki þetta hægrigræna lið sem Ómar er að tala um. Þetta er vatn á myllu Sjallana, því miður. Annars er Jón frammari farinn að synda í sjónvarpinu og fer að brosa bráðum. Farinn að lofa upp á nýtt því sem hann og hans lið hefur ekki staðið við á sl fjórum árum. Geir reyndar líka.

Jebb, sama gamla lummutuggan og liðið kýs eins og það hafi gullfiskaminni. Gerum eitthvað í þessu.

Fram til sigurs..

arnar valgeirsson, 15.4.2007 kl. 21:35

2 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Sammála þér í þessu, held að D sé að taka fylgið reyndar aðallega frá B, því þeir sem vilja hafa sömu stjórn áfram kjósa þá frekar D svo þeir komist örugglega inn, gæti endað með því að þeir verði einir í stjórn með þessu áframhaldi

Jóhanna Fríða Dalkvist, 21.4.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband