Samkvæmt frétt Vísis birtist ný könnun í Mannlíf á morgun. Samkvæmt henni er ríkisstjórnin fallinn, hefur 31 þingmann. Samfylkingin hefur 23,4% og VG 17,8% og hafa heldur misst dampinn. Frjálslyndir rétt hanga inni, með 5,8% og Framsóknarmenn hafa 10,7%. Einnig kom ný könnun í Reykjavík norður þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins 4% forskot á Samfylkinguna sem virðist vera í stórsókn. Athyglisvert er hversu slakt fylgi flokkurinn virðist hafa í Reykjavíkurkjördæmunum miðað við sterka stöðu flokksins á landsvísu.
Jón Sigurðsson er fallinn af þingi og virðist hafa töluvert minna fylgi en Björn Ingi Hrafnsson hafði í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Niðurstaðan:
Mannlífskönnunin (landið allt):
B: 10,2% (7)
D: 36,0% (24)
F: 5,8% (4)
Í: Ekki gefið upp (0)
S: 23,4% (16)
V: 17,9% (12)
Stöð 2 (Reykjavík norður):
B: 4,5 (0)
D: 34,5% (4)
F: 6,1% (0)
Í: 2,8% (0)
S: 29,8% (3)
V: 22,3 (2)
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Íslandshreyfingin er með 4,6% (mannlíf) samkvæmt kosningavefnum hjá Vísi, ef ég hef tekið rétt eftir
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 23:14
Frábært, eins gott að fólk skipti ekki um skoðun í kjörklefanum
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 2.5.2007 kl. 23:21
sjallarnir komnir slatta undir 40% sem þarf nú ekki að koma á óvart. En af fenginni reynslu veit maður að það leynist lítill frammari meðal margra, svona rétt innan við bein!. Þeir fá eitthvað meira. maður mátti vita að samfylking myndi hækka sig eitthvað en ég vona að VG hafi það vel yfir 20% sem er jú eiginlega stórsigur miðað við síðast og miðað við að koma ekki með loforð sem þau vita að ekki verður hægt að standa við... sem aðrir hika nú eiginlega við. Þess má geta að ríkisstjórnin var að grobba sig af að hafa staðið við 17 kosningaloforð á tímabilinu. Af 40. algjörlega frábært - ha.
arnar valgeirsson, 2.5.2007 kl. 23:42
átti auðvitað að vera ; sem aðrir hika nú eiginlega ekki við.
Smá misskræflgi...
arnar valgeirsson, 2.5.2007 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.