Húrra fyrir Kastljósi!

Jónína BjartmarzKastljós hefur legið undir ámæli Framsóknarbloggara síðustu daga og verið sakað um óeðlilega umfjöllun um veitingu á ríkisborgararétti til verðandi tengdadóttur hennar. Nú hefur komið í ljós að heldur voru ástæður fyrir veitingunni klénar í samanburði við ýmsa þá sem hafa fengið neitun.

Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Bjarna Benediktssyni, og talið hann einn albesta þingmann Sjálfstæðisflokksins, hann var t.d. sá þingmaður Flokksins, sem best hélt í haus í  fjölmiðlafrumvarpshasarnum hér um árið á meðan ýmsir aðrir flokksbræður hans misstu sig algjörlega. Einhvern veginn grunar manni að hann hafi ekki alveg komið hreint fram í þessu máli. Í besta falli kynnti hann sér ekki málið vel.Bjarni Benediktsson

Mér fannst Össur ganga of langt í fréttatíma í gær þegar hann sakaði Bjarna og Guðjón Ólaf að hafa eitthvað að fela en eftir uppljóstrun kvöldsins á "upphlaup" Össurar mun meiri rétt á sér. Kannski vissi Össur meira en hann gaf þá upp?

Í Kastljósþættinum fræga þegar Helgi og Jónína rifust eins og hundur og köttur dró Jónína upp skjal sem átti að sýna mannréttindarbrot í Guatmala og ýjaði þar með að því, þótt hún segði það aldrei berum orðum, að það væru ástæðurnar fyrir veitingunni. Come on!

Þórhallur, Helgi, Sigmar og aðrir Kastljósmenn eiga heiður skilið fyrir góða umfjöllun um málið. Meira svona Kastljósfólk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Mér finnst Helgi Seljan góður spyrill og undirbýr sig vel.  Hann veit alveg hvað hann er að gera.  Það er talað um að hann hafi verið ókurteis við Jónínu en það verður að vera í lagi að þjarma að stjórnmálamönnum.  Helgi var líka góður í Kastljósinu í kvöld.  

Þórdís Bára Hannesdóttir, 30.4.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég verð nú að segja að mér fannst Jónina var eins og frekur krakki í þessu kastljósi. Kon sem vill að borin sé virðing fyrir sér hagar sér ekki svona eins og hún gerði.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 2.5.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband