Farsakennd Framsókn - fylgi Samfylkingar nálægt kjörfylgi

Jón SigurðssonLíklegt verður að segja að fylgi Framsóknar hafi verið ofmælt í könnunum Capasents þótt ég haldi reyndar að flokkurinn sé á uppleið.  Formaður Framsóknar stóð sig sennilega verst allra í formannafundi Stöðvar 2.  Hálf farsakennt að hlusta á hann eða kannski frekar frasakennt Wink

Fyrst um góðan þátt Stöðvar 2: 

Geir og Ingibjörg stóðu sig bæði afskaplega vel og ótrúlegt hvað Ingibjörg hefur unnið á í kosningabaráttunni og geislaði af sjálfsöryggi.  Geir traustur að vanda.  Steingrímur hreint ótrúlega mælskur en virkaði nokkuð pirraður og þá sérstaklega við Egil Helgason sem hann virðist eiga eitthvað sökótt við.   Guðjón Arnar var góður og einkar athyglisvert að hann nefndi ekki innflutningsmál á nafn þegar hann var spurður um þrjú atriði sem hann myndi fyrst framkvæma kæmist hann í ríkisstjórn.  Hvað segja Jón og Magnús Þór?  Ómar var með frekar einhæfan málflutning.

  • Sigurvegarar kvöldsins: Geir, Ingibjörg og Stöð 2!
  • Tapari kvöldsins: Jón

Svo um skoðanakönnunina

Skoðanakönnunin hlýtur að gleða bæði Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk.  Fall VG heldur áfram og er nú flokkurinn nú aðeins hálfdrættingur Samfylkingar.  Framsóknamenn þurfa svo sannarlega að hafa áhyggjur og flest sem bendir til þess að einhver skekkja sé í könnunum Capacent í dag.  

Fyrri spá stendur óbreytt. 

Spá:

  • B 12% - 8 þingmenn
  • D 36% - 23 þingmenn
  • F   6% - 4 þingmenn
  • I    3% - 0 þingmenn
  • S 29% - 19 þingmenn
  • V 14% - 9 þingmenn

mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband