15.5.2007 | 00:06
Hatur virðist ríkja á milli VG og Framsóknar
Eftir kosningar þótti mér möguleiki að úr þeim kynni að koma "R-lista stjórn" það er að Framsókn kynna að kjósa að skipta um hest í miðri á enda hefur flokkurinn tapað 9 af 16 þingmönnum sínum frá því að þeir hófu stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum árið 1995. En á því eru engar líkur því á milli Framsóknar og VG virðist ríkja hatur.
Það mátti t.d. sjá á orðræðu Steingríms Joðs til Jóns Sigurðssonar, þar sem hann krafði hann um afsökunarbeiðni, í uppgjöri stjórnmálamannanna í RÚV í gær og svo í nokkuð furðulegum Kastljósþætti í kvöld þar sem mjög köldu andaði á milli Guðna og Ögmundar og í raun óskiljanlegt að þeir hafi látið til leiðast að mæta í þennan þátt því hvorugur þeirra virtist vera í góðu formi, Guðni fúll yfir fylgi flokksins, og Ögmundur fúll yfir því að vera ekki sætasta stelpan!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.