19.5.2007 | 09:09
Að gefnu tilefni: Ég er ekki að hætta að blogga
Vegna fjöld fyrispurna, er rétt að það komi fram að ég er ekki með bloggleiða, og ég er ekki að fara að skrifa á nýja DV-vefinnn, ég hef ekki verið kærður fyrir skrif mín og er því ekki að hætta vegna þess. Reyndar finnst mér bara ágætt að blogga og satt best að segja er ég ekkert á leiðinni að hætta.
Mér finnst bara rétt að koma þessu á framfæri við aðdáendur mína.
Virðingarfyllst,
Gunnar Björnsson
Athugasemdir
Gott að vita, takk fyrir það
Jóhanna Fríða Dalkvist, 19.5.2007 kl. 10:01
það er nú gott, gunnar, enda þarf maður á fólki að halda hér í heimum til að rífast við um pólítik næstu misseri (ef stjórnin þín heldur út svo lengi) he he. Svo væri gott að fá vel framkvæmdar upplýsingar um helstu byrjanir og ekki síst endatöfl, myndræn og ljóðræn...
arnar valgeirsson, 19.5.2007 kl. 12:58
Nú, áttu ekki að skrifa á DV-vefinn? Jæja, þá aukast líkurnar á því, að stafsetningarvillur verði í lágmarki! (local húmor)
Snorri Bergz, 21.5.2007 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.