Var Geir svekktur?

Mér fannst nokkuð athyglisvert að horfa á aukafréttatímanna, sem ég gerði rétt áðan á netinu þar sem ég var upptekinn í kvöld.  Þar hafði ég á tilfinningunni eins og Geir væri ekki alveg sáttur.  Kannski hann hafi viljað gera meiri breytingar en ekki séð sér fært?  Kemur eflaust mörgum á óvart að Björn skuli taka sæti í "Baugsstjórninni" en að mínu mati hefði verið rétt að hleypa Bjarna frænda hans að. 

Ég hefði kosið að Sjálfstæðisflokkur hefði gert meiri breytingar og hleypt yngra liði inn en aðeins einum ráðherra var skipt út en ég átti von á 2-3 breytingum á þeim bænum. 

Í Samfylkingunni kemur nokkuð á óvart að Ágúst Ólafur yrði ráðherra en að öðru leyti kemur þar fátt á óvart. Mér finnst Ágúst taka þessum tíðindum vel þótt hann væri ekki fullsáttur.  Hans tími mun án efa koma en þar er framtíðarleiðtogi þar á ferð. Tími Jóhönnu er hins vegar kominn og er það vel!


 


mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

skil nú ekki afhverju geir ætti að vera svekktur. Þeir breyttu viðskipta og iðnaðarráðuneyti í tvö stykki þannig að samfó tók tvö með tveim í stað eins. Einar k fær tvö stykki, aleinn og sjallarnir tóku heilbrigðisdæmið. koma bara vel út og samfylkingin ekki svo glæsilega. hins vegar ér ég sáttur við Össur og Björgvin og auðvitað Jóhönnu. og Möllerinn verðu fínn held ég.

Þetta ríður okkur samt að fullu, ekki bjartsýni á mínum bæ...........

arnar valgeirsson, 23.5.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: arnar valgeirsson

ætlarðu að hafa mánuð milli blogga, kæri yfirmaður skákmála. hvusslax frammistaða..

arnar valgeirsson, 29.5.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband