3.6.2007 | 19:10
Furðuleg hegðun 365
Ég er gáttaður á hegðun 365. Augljóst er að Egill vill vinna annars staðar og það hlýtur að vera öllum ljóst að það þjónar ekki neinum tilgangi að þvinga menn til þess að vinna á vinnustað ef þeir það ekki vilja og gerir meira ógagn en gagn.
Ég skora því á 365 að láta málið niður fjalla áður fyrirtækið hlýtur meiri ímyndunarskaða en nú þegar.
365 miðlar hóta Agli lögbanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
gaman að sjá að þú ert vaknaður félagi. Hinsvegar veit ég ekki meira um málið annað en það sem komið hefur fram í fjölmiðlum og staðhæfingar stangast á. Það er rétt að maður ætti að fá að ráða hvar maður vinnur en svo er samningur jú alltaf samningur. Svo finnst mér svolítið skrýtið að menn geti flutt þætti milli stöðva. En þar sem ég hef ekki stöð tvö er þetta í góðu lagi mín vegna..
arnar valgeirsson, 3.6.2007 kl. 19:54
Já, ég biðst afsökunar á bloggleti minni!
Ég bara fatta ekki þann hugsanargang að freista þess að þvinga mann til að vinna á vinnustað sem hann vill ekki vinna á, burtséð frá einhverjum tölvupóstssamskiptum og samtölum.
Hugur Egils er skýr. Hann vill vinna hjá RÚV og það eiga Stöðvar menn barasta að sætta sig við og reyna að svara útspili á Egils og RÚVs á annan hátt en með einhverjum hótunum. Svoleiðis hittir yfirleitt menn sjálfa fyrir.
Gunnar Björnsson, 3.6.2007 kl. 20:15
Íslenska sjónvarpsfélagið er skráð fyrir vörumerkinu Silfur Egils þannig að hann ætti ekki að geta verið með Silfur Egils á RÚV, amk. yrðu hann að kalla þáttinn öðru nafni (http://www.els.is/focal/webguard.nsf/key2/br294-2000.html )
Ríkharður Sveinsson (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 20:50
Íslenska sjónvarpsfélagið er reyndar (eða var) eigandi Skjás eins svo sú kenning gengur varla upp því þá hefði þáttturinn væntanlega ekki hafa mátt heita þessu nafni á Stöð 2.
Gunnar Björnsson, 3.6.2007 kl. 20:56
Furðuleg hegðun Egils, kann maðurinn ekki mannleg samskipti og hvernig á að koma sér undan samningum.
Hann fer aldrei að vinna aftur fyrir 365, þeir vilja bara fá bætur og setja á hann lögbann. Þeim finnst þeir sviknir sem ég skil vel. Maðurinn er náttúrulega ekki með réttu ráði, lesiði bara bréfið.
Alvy Singer, 3.6.2007 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.