16.7.2007 | 16:49
Okrað á boltaþyrstum
Ég hef verið áskrifandi á Sýn um nokkurn tíma. Ég færði símann yfir til Vogafone og gekk í OG1 eingöngu vegna þess að þar boðið upp á Sýn á 2.000 kr. og var auk þess með enska boltann. Nú fékk ég kurtleislegt bréf frá Vodafone og mér tjáð að þessi díll væri ekki lengur í boði og framvegis þyrfti ég að borga fullt gjald fyrir Sýn. Ég hringdi niður í þjónustumiðstöð 365 enda hvergi hægt að finna verðið á vefnum og var þar sagt að fullt verð væru á milli 4000 og 5000 kr.
Fái maður sér Sýn2 kostar pakkinn rúmar 7.000 kr. og þá aðeins svo "ódýrt" að maður gangi í M12. Semsagt nærri 90.000 á ári!
Ég hef fengið nóg og sagði upp Sýn. Þetta verð er ekki boðlegt. Sennilega er eina vitið að fá sér SKY-lykil.
Athugasemdir
í fyrsta lagi er gaman að sjá að þú ert lifandi, kæri vin. en ég er sammála þér með verðlagið á þessu. hroðalegt helvíti. er ekki bara hægt að kaupa áskrift af deildinni þarna sem Leeds er í núna. nóg fyrir mig sko.
arnar valgeirsson, 16.7.2007 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.