Að loknu N1-móti

 

Liðið

Þá er loks komið að lokauppgjöri N1-mótsins en ég var eitthvað lengi að komu þessu frá mér.   Liði stráksins gekk vel.  Slysalegt tap reyndar gegn Stjörnunni en síðan góðir sigrar gegn FH og ÍBV og fimmta sætið raunin.   Liðið fékk aðeins fjögur mörk á sig og aðeins 1 lið af 144 fékk á sig færri mörk!  Frábær árangur hjá strákunum og með smáheppni hefði verðlaunasæti geta náðst.

 

Sama lið hefur svo verið að brillera og er efst á Íslandsmótinu í sínum flokki og þar hefur GVG staðið vel síðustu leiki, reyndar eins og allt liðið, og raðað inn mörkum, 3 gegn ÍR í gær og 2 gegn KR í dag. 

Nokkrar myndir eru komnar til viðbótar.  Má þar finna mynd af koddaslag, Stefáni Már gítarleikara og nokkrar góðar myndir af liðinu!

Myndasafnið má nálgast efst til vinstri  

Lifi Þróttur! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

gott að ykkur gekk vel, nú og auðvitað syninum. sjálfur var ég með hóp framara, reyndar alla sem höfðu tök á að koma og rétt slapp það í fjögur lið, báðir árgangar. fram er ekki eins stórt félag og hér áður og reyndar eru valsarar í sömu sporum, en þróttur er að taka yfir allstórt svæði og ætti að eiga framtíðina fyrir sér. einu liði gekk vel hjá okkur, c liði sem varð í fimmta sæti, b liðið stóð sig fínt en hin voru býsna aftarlega á þessari ka meri...

veit að þið voruð með allavega sex lið og svo eru það blikar, fjölnir og fleiri sem eru með svona tíu, enda vel yfir hundrað strákar að æfa.

sjálfur er ég ka maður í húð og hár og finnst þetta flott mót hjá þeim. en úbbs hvað maður er þreyttur eftir svona reisu, finídó bara. en fyrstur til að bjóða sig fram í fararstjórn ári síðar enda er þetta nú lúmskt gaman ha...

arnar valgeirsson, 18.7.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband