5.4.2008 | 22:22
Wenger eða Whiner?
Eftir hvern einasta leik kvartar Wenger yfir einhverju og yfirleitt eru dómarnir á móti honum. Ég held að allir sem sáu leikinn í sjónvarpi í dag eru sammála að það meint brot á Fabregas var ekki víti.
Væri ekki rétt að hann óskaði þess fyrir frönsku mannanafnanefndinni að fá að breyta nafninu sínum í Whiner?
Wenger: Þetta er ekki búið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Enski boltinn | Aukaflokkur: Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:33 | Facebook
Athugasemdir
Ef að maðurinn er spurður þessara spurninga eftir leikinn og hann svarar þá er hann UNDANTEKNINGARLAUST kallaður vælari. Hvað annað getur hann gert? sleppt því að svara öllum spurningum? Væri skemmtilegt ef að öll vitleysa sem að íslenskir stuðningsmenn létu útúr sér fyrir og eftir leik kæmist í heimspressuna, hver væri þá kallaður væler?
Aron Daði Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 02:00
áfram leeds.
sá ekki leikinn....
arnar valgeirsson, 6.4.2008 kl. 23:33
rosalega er þetta þroskað og málefnalegt hjá þér.... leyfi mér þó að giska á að þessi skrif þín eru lituð af uppáhalds liði þínu. Eðlilegt þó að hann kvarti þegar tölfræðilegar staðreyndir sýna að lið einsog Manchester Utd fá varla á sig á heimavelli og sama með Chelsea... Lampard og Terry komast upp með brot sem enginn annar kæmist upp með enda óskadrengir Bretlands
Tryggvi Vidarsson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 09:37
Hvað hitti ég á viðkvæman blett? ;-).
Wenger (eða Whiner) hefur náð stórkostlegum árangi en þetta sífellda væl er það eina sem má setja á hann. Fótbolti er karlaíþrótt og alvöru karlar væla ekki út í eitt!
Hann ætti að líta sér nær í stað þess að kenna dómaranum sífellt um. "Ekki benda á mig, þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn".
Kveðja,
Gunnar
Gunnar Björnsson, 7.4.2008 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.