12.5.2008 | 12:42
Afar bitur Stuðmaður
Horfði á Jakob Frímann Magnússon, Stuðmann með meiru, vera að kalla Dag B. Eggertsson afar bitran lækni í Mannamáli á Stöð 2. Jakob nefnir að hann hafi stutt Dag í prófkjörinu og telur að vera á skipulagðan hátt vera að vinna gegn sér.
Nú er það þannig að fæstir hafa gagnrýnt ráðningu Jakobs beint. Heldur fremur framkvæmd hennar og það pukur sem henni fylgir. Borgarstjóranum og skrifstofustjóranum ber ekki saman. Auk þess hefur ferill Ólafs Effs borgarstjóra verið með þeim ósköpum að öll hans verk eru skoðuð ítarlega.
Sé Ólafur Eff gagnrýndur svarar hann ekki gagnrýninni heldur segir menn ómálefnalega. Hversu málefnalegt er það? Hann segist vera heiðarlegur stjórnamálamaður, heiðarlegri en aðrir. Allir muna þegar hann fór í mat í miðjum meirihlutaviðræðum og þegar hann hló með Degi B og sagðist ekki vera í neinum meirihlutaviðræðum nokkrum klukkutímum áður en nýr meirihluti var myndaður. Er hann eitthvað betri en aðrir pólitíkusar?
Jakob hvet ég til standa sig í starfinu. Hann á ekki vera í pólitík sem miðborgarstjóri. Það að hann hafi stutt Dag í prófkjöri þýðir ekki að ráðning hans og framkvæmd hennar sé yfir gagnrýni hafin.
Ástandið veldur sjálfstæðismönnum áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
heyr heyr...alveg rétt. fólk er held ég ekkert óánægt með jakob, enda mikill forkur og vel tengdur. held hann sé alveg góður í þessu. en þegar liðið sem hefur unnið þarna í tólf ár og er búið að lufsast hægt og rólega í rúmar 300 þús á mánuði fær svona yfir sig verður það fúlt.
ólafur er pínu kjánalegur þessa dagana kallanginn.
helvítis íhaldið maður. helvítis íhaldið..
arnar valgeirsson, 12.5.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.