Bankastjóri gerir Alþingsmann kjaftstopp

Sigurjón ÁrnasonÞað er ekki sem maður sér Ögmund Jónasson, Alþingismann, verða orðlausan og kjaftstopp eins og þegar hann mætti Sigurjóni Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, í Kastljósinu í kvöld. 

Sigurjón, með allar staðreyndir á hreinu, hrakti nánast allt, sem Ögmundur sagði, hvort sem um var rætt vaxtamun, lántökugjöld, álagningu á lán, eða okurþjónustugjöld og hafði allar tölur á hraðbergi eins og honum var einum lagið.

Hvet alla til að gefa sér 15 mínútur og horfa á þennan hluta Kastljósins.

Ótrúlegt en sagt.  Ögmundur kjaftstopp!  Já, það er margt sktrýtið...............W00t



Skákakademía Reykjavíkur stofnuð!

VilhjalmurSamkvæmt hádegisfréttum RÚV í dag er búið að stofna Skákakademíu Reykjavíkur.  Samkvæmt viðtali við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóra, er akedemínunni ætlað að auka skákkennslu í skólum, og síðast en ekki síst að hafa Reykjavíkurskákmótið árlega.  Gott framtak!  

Og eftir 10 ár á svo Reykjavík að vera skákhöfuðborg heims, hvorki meira né minna!

Við forráðamenn taflfélaganna í Reykjavíkur bíðum spenntir eftir næstu skrefum enda ánægjulegt þegar menn eru svo stórhuga.    

Meðfylgjandi er greinargerð, sem lögð var fyrir borgarráð.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sigurbjörn með fullt hús á Meistaramóti Hellis

SigurbjörnHellisbúinn, Sigurbjörn Björnsson, hélt áfram sigurgöngu sinni á Meistaramóti Hellis er hann lagði félaga sinn úr Helli, Ingvar Þór Jóhannesson í fimmtu umferð, sem fram fór í kvöld.   Sigurbjörn hefur verið í miklu stöði en eins og kunnugt sigraði hann á Skákþingi Reykjavíkur í janúar.  Í 2.-5. sæti eru Ingvar Þór, Snorri Bergsson, Davíð Ólafsson og hinn ungi og efnilegi skákmaður Helgi Brynjarsson, sem teflir ef geysimiklu öryggi þessa dagana.   

Draumfærir Ingvars rættust því ekki en hann dreymdi fyrir mótið að hann ynni Sigurbjörn.  Í draumnum lék Ingvar reyndar 1. e4 en lék svo 1. d4 í skákinni sjálfri.  Kannski hefði verið betra að fylgja draumnum út í ystu æsar!

Snorri tefldi mjög góða skák þar sem hann fórnaði drottningunni gegn Jóhanni Ingvasyni.   Davíð þurfti töluvert að hafa fyrir sigrinum á Þóri Benediktssyni.  Helgi Brynjarsson sigraði annan ungan og efnilegan Dag Andra Friðgeirsson. 

Einni skák var frestað eða skák Björns Þorfinnssonar og Ingvar Ásbjörnssonar vegna veikinda þess síðarnefnda.  Skákin verður tefld á morgun og að henni lokinni verður birt pörun 6. umferðar.

Annars uppgötvaðist það í dag að afi þeirra Þorfinnsbræðra var samstúdent afa mínum úr MR árið 1918 svo heimurinn er enn að smækka! 

Skákir og úrslit má finna á Skák.is og heimasíðu Hellis


Skákmeistari í framboði!

Jón Viktor GunnarssonAlþjóðlegi skákmeistarinn, Jón Viktor Gunnarsson, er í framboði fyrir VG í Reykjavíkurkjördæmi suður, reyndar aðeins í 19. sæti svo möguleikarnir á þingsæti eru heldur litlir!

Jón Viktor er reyndar ekki eini skákmeistarinn í framboði fyrir VG, því Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambandsins er í 2. sæti VG í Kraganum og hefur veika von um þingsæti.  

Ekki minnist ég þess að það sé algengt að sterkstu skákmenn þjóðarinnar hafi verið á framboðslistum.  Þó minnist ég þess að hafa séð nafn Ingvars Ásmundssonar á framboðslista Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna á sínum tíma sem og nafn Margeirs Péturssonar á lista Sjálfstæðisflokksins.

 

 


Stefanía 60 ára

StefaniaÞann 4. febrúar eru 60 ár síðan ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, iðulega kölluð Stefanía, tók við völdum á Íslandi.   Ríkisstjórnin, sem var stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sat í nærri 3 ár eða til 6. desember 1949.  Ríkisstjórnin er merkilegt fyrir ýmislegt.  Þetta er eina meirihlutastjórnin á lýðveldistímanum sem ekki var undir forystu Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks en tvær minnihlutastjórninir undir forystu Alþýðuflokksins hafa einnig setið við völd í skamman tíma. 

Einnig verður það að teljast merkilegt að stjórnin var undir forsæti Alþýðuflokks þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefðu hér rúman meirihluta og hefðu vel getað myndað stjórn án Alþýðuflokksins.  Hvorki Hermann né Ólafur Thors sátu í henni en þeir voru svarnir óvinir á þessum tíma sem rekja má til deilna um kjördæmisskipan.  Í ríkisstjórninni voru ásamt Stefáni Jóhanni, Emil Jónsson úr Alþýðuflokknum, Bjarni Benediktsson og Jóhann Þ. Jósefsson, Sjálfstæðisflokki og Eysteinn Jónsson og Bjarni Ásgeirsson, Framsóknarflokki.

Ríkisstjórnin hefur fengið blendna dóma í gegnum tíðina enda átti hún sinn þátt í því að koma hér á haftakerfi.  Reyndar e.t.v. ósanngjarnt að kenna ríkisstjórninni um það eingöngu enda tókst Nýsköpunarstjórninni, sem sat á árunum 1944-1947, að eyða stríðsgróðanum á undraskömmum tíma, en þjóðin sem hafði grætt flestra þjóða mest á stríðinu fékk fyrst allra landa Marshall-aðstoðina, sem var ætluð stríðshrjáðum þjóðum.   Í tímum Stefaníu gekk landið í Atlantshafsbandalagið.  Ríkisstjórnin lét af völdum í árslok 1949 og við tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Ólafs Thors enda voru forystumenn bæði í Sjáfstæðis- og sérstaklega Framsóknarflokknum ekki of hrifnir af stjórninni.  

Málið er mér nokkuð skylt enda var Stefán Jóhann afi minn.  Stefán tók við sem formaður Alþýðuflokksins árið 1938 þegar Jón Baldvinsson lést en skömmu áður hafði þáverandi varaformaður flokksins, Héðinn Valdimarsson, gengið til liðs við kommúnista.   Afi tók við flokknum á mjög erfiðum tíma þegar flokkurinn var í nokkurri upplausn, hafði verið kosinn formaður án hans vitundar, er hann var á heimleið til Íslands með Gullfossi.  Hann var síðar felldur sem formaður flokksins árið 1952 af Hannibal Valdimarssyni og kom ný forysta í veg fyrir að hann næði endurkjöri til Alþingis ári síðar.  Afi gerðist svo sendiherra í Danmörku árið 1957 og gegndi því starfi þar til lét af störfum sökum aldurs.  

Afi lést 1980 þegar ég var 13 ára.  Ég kynnist honum því nokkuð, enda átti hann heima í næsta húsi, og er mér það minnisstætt hversu mikið hann fagnaði kosningasigrinum 1978.   Nokkuð var gestkvæmt hjá honum á hans elliárum og komu margir ungir stjórnmálamenn í heimsókn til hans.  Til dæmis komu bæði Vilmundur Gylfason og Davíð Oddsson í heimsókn.   

Mér er líka minnisstætt að einu sinni var þátturinn Maður er nefndur um Brynjólf Bjarnason sýndur í Sjónvarpi.  Haft var viðtal við afa heima hjá honum í Grænuhlíðinni þar sem ég var viðstaddur en mátti ekki segja orð.  Afi talaði þar fremur mildilega um Brynjólf, sem hafði ávallt verið svarinn andstæðingur hann, enda afi innilega hataður af kommunum í gegnum tíðina, það mildilega að Brynjólfur hringdi í hann degi eftir þáttinn og þakkaði honum fyrir en þeir höfðu þá ekki ræðst við í mörg ár.  Að sögn kunningja míns, sem er sagnfræðingur, hafði Brynjólfur sagst ætlað að skjóta SJS, myndi byltingin sigra, en sjálfsagt hefur þetta verið til gamans sagt!

Stúdentar 1918
Afi og Brynjólfur voru samstúdentar úr MR árið 1918 og man ég vel eftir 60 ára stúdentsafmæli, sem haldið var heima hjá afa, en þá hittust þessir fornu fjandar og fór bara vel á þeim! Þessi mynd úr því boði birist í Morgunblaðinu. Gömlu erjurnar gleymdar og grafnar en þeir höfðu reyndar verið samherjar 1918 en síðar skyldu leiðir.   

Flokkar þeirra voru svo sameinaðir tæpum 30 ára seinna þrátt fyrir að sumir gömlu kommanna hafi kosið að halda jafnaðarmönnum enn sundruðum enda margt skrýtið í kýrhausnum!

 


Verður Geir meyr?

Geir HaardeNokkuð hefur verið um það að menn hafi óskað eftir því að forsætisráðherra biðjist afsökunar á Byrgis- og Breiðavíkurmálum sem og ummælum sínum um óléttar konur í Byrginu.

Nú er stóra spurningin.  Mun Geir biðjast afsökunar?  Verður Geir meyr?    


Rætist draumur Ingvars?

SigurbjörnFIDE-meistararnir og Hellisbúarnir Sigurbjörn Björnsson og Ingvar Þór Jóhannesson eru efstir, með fullt hús, að loknum fjórum umferðum.   Þeir mætast einmitt í fimmtu umferð, sem fram fer á morgun, og stjórnar Ingvar hvítu köllunum.     

Það er athyglisvert að Ingvar Þór skráði sig í mótið mjög seint, hafði ekki ætlað að vera með.  Hann sofnaði hins vegar eftir og dreymdi þá að hann ynni Sigurbjörn með hvítu og dreif sig á mótsstað til að freista gæfurnar og hefur gengið mjög vel!

Sigurbjörn hefur verið sjóðheitur og greinilegt að sigur hans á Skákþingi Reykjavíkur var engin tilviljun en Sigurbjörn tók Snorra G. Bergsson vann Snorra Bergsson nokkuð örugglega í mjög vel tefldri skák í 4. umferð.  Running Riot!

Margir keppendur eru í 3-.9. og þar geta hæglega bæði Davíð Ólafsson og Björn Þorfinnsson blandað sér í baráttuna um meistaratitil Hellis 2007.

Mikið var óvænt úrslit í 4. umferðinni.  Ingvar Ásbjörnsson gerði jafntefli við Braga Þorfinnsson, Helgi Brynjarsson, sem hefur verið á mikilli siglingu síðustu mánuði, og er nú í 3.-9. sæti vann Hrannar Baldursson og Gísli Hólmar Jóhannesson vann Hjörvar Stein Grétarsson.

Hjörvar er að upplifa það sem allir ungir og efnilegir skákmenn hafa gengið í gegnum, þ.e  eiga að sinn slæma kafla.  Þetta er vonandi síðasta slæma mótið í bili hjá Hjörvari.Ingvar Þór

Fimmta umferð, fer fram í á morgun.  Þá mun línur væntanlega enn skýrastog e.t.v. verða enn fleiri óvænt úrslit!

Áhorfendur velkomnir!  Boðið upp á kaffi og kók í boði Hellis! 

Skákir og úrslit má nálgast á Skák.is og heimasíðu Hellis.  


Sætasta stelpan ólétt?

Geir HaardeHefði sætasta stelpan á ballinu ekki orðið ólétt hvort sem er? 

Kemur meir, Geir?


Næsti þingflokkur Framsóknarflokksins?

ValgerðurGuðni Ágústsson

Hvað gera forystumennirnir?

Samfylkingin er uppleið aftur eftir miklar hrakfarir í síðustu skoðanakönnunum.  Framsókn að hverfa, SjálfstæðisflokkurIngibjörg Sólrúninn með slakt skoðanakannafylgi, það lélegasta í 2,5 ár, VG enn með sterka stöðu og Frjálslyndir komnir niður í kosningafylgið aftur.   Hvaða munu forystumennirnir gera í kjölfar könnuninnar?

  • Sjallar: Mun Geir koma í leitirnar?
  • Framsókn: Mun Jón byrja að tala skiljanlega?
  • Samfó: Mun Ingibjörg halda áfram að auglýsa?
  • VG: Vill Steingrímur ennþá verða forsætisráðherra í stað Ingibjargar?
  • Frjálslyndir: Mun Guðjón finna nýja flokksmenn?  Vantar ekki enn fyrrverandi VG-mann í flokkinn til að klára hringinn?

mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband