Skákkennsluvefur - VideoChess.net

HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen hafa sett upp einkar glæsilegan skákvef, Videochess.net, sem er getur nýst til skákkennslu um allan heim hvort sem það er í Namibíu, en þar fengu þeir einmitt hugmyndina þegar þeir voru að útbreiða skákboðskapinn þar árið 2005, á Grænlandi, eða hvar sem er í heiminum!

Flott framtak hjá sem vonandi gengur sem best!  

Fréttatilkynningu frá þeim félögum má finna hér:

Dear Friend.

Just a quick note to tell you about our new webpage – www.videochess.net – a place on the Internet where everyone can get free chess lessons. This page contains everything; from elementary lessons, for beginners, to advanced lectures of the very best quality.

So, if you are a chess enthusiast, whether you are a beginner, intermediate or an advanced player, you will always find something of interest. The page is updated daily, and furthermore, we are already experimenting with live chess lessons.

We are always adding new languages to our catalog and we also have a fun area containing cartoons and other entertaining videos.

The idea for this page was conceived in the year 2005 when we were teaching chess to
children in Namibia, Africa. Already we knew that chess can help children, and all individuals for that matter, to build their character, their self-esteem and develop their initiative and decision-making skills. We then saw how visual learning can be utilized, and so we started to film our own teachings. These lessons will gradually be brought onto VideoChess.Net

It is our vision that all children, regardless of ethnic origin and personal background, will be given an opportunity to learn how to maximize their potentials to the fullest. A lot of skills can be picked up through learning the game of chess. Therefore, everyone can gain from looking at our everexpanding material. Using VideoChess.Net is free of charge.

Yours Sincerely,
Henrik Danielsen
Kristian Guttesen

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skákakademía Reykjavíkur

skákÍ Fréttablaðinu í gær var að finna frétt um Skákakademíu Reykjavíkur og ætli að leggja í þetta 3 mkr. og að safna eigi allt að 20 mkr. í pakkann.  Akademían á meðal annars að vera í samvinnu við skákfélögin í Reykjavík og ráða á verkefnisstjóra til 6 mánaða til að koma þessu af stað.  S

Í fundargerð borgarráðs segir:

"30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 5. þ.m. um stofnun Skákakademíu Reykjavíkur:
Lagt er til að borgarráð samþykki að sett verði á laggirnar sjálfseignarstofnun, Skákakademía Reykjavíkur, sem vinni að eflingu skáklistarinnar í borginni með það að markmiði að Reykjavík verði orðin Skákhöfuðborg heimsins árið 2010. Skákakademía Reykjavíkur annist stefnumótun og framkvæmd í samráði við Skáksamband Íslands, skákfélögin í Reykjavík, grunnskóla í borginni, félagasamtök, einstaklinga og fyrirtæki. Framlag Reykjavíkurborgar til undirbúnings og stofnunar Skákakademíu Reykjavíkur verði kr. 3.000.000 en leitað verði þátttöku annarra þannig að heildarstofnfé nemi um kr. 20.000.000. Kostnaði Reykjavíkurborgar verði mætt með framlagi af #GLStyrkjum á vegum borgarráðs 09301#GL. Þá samþykkir borgarráð að verkefnisstjóri verði ráðinn til 6 mánaða til þess að undirbúa stofnun Skákakademíu Reykjavíkur ásamt starfshópi skipuðum fulltrúum menntaráðs og ÍTR, fulltrúa frá Skáksambandi Íslands og einum stórmeistara. Borgarstjóra verði falið að ráða verkefnisstjóra, skipa starfshópinn og leita eftir stofnframlögum frá samtökum og fyrirtækjum.

Greinargerð fylgir tillögunni. R07020021
Frestað."

Gott framtak hjá Villa, Binga og nýja meirihlutanum! Strax farið að ráðstafa hluta af 600 milljónum hans Björgólfs sem VG vildi ekki fá!  

Ég bíð spenntur eftir því að heyra meira.


Fjör á Meistaramóti Hellis

Ingvar ÞórÓvænt úrslit urðu í þriðju umferð Meistaramóts Hellis sem fram fór í gærkvöldi.  Ingvar Þór Jóhannesson vann góðan sigur á stigahæsta keppandanum Braga Þorfinnssyni og virðist til alls líklegur á mótinu og Jóhann Ingvason sigraði Davíð Ólafsson í góðri skák.   

Snorri Bergsson vann Björn Þorfinnsson þar sem allt var upp í loft eins og svo oft hjá Birni.  Sigurbjörn Björnsson, skákmeistari Reykjavíkur, vann svo góðan sigur á Hrannari Baldurssyni og var þar riddari í aðalhlutverki svo það minnti helst á riddarameistarann Þröst Þórhallsson!

Ingvar, Snorri, Sigurbjörn og Jóhann eru efstir með fullt hús.  Ingvar Ásbjörnsson er fimmti með 2,5 vinning.   Í fjórðu umferð, sem fram fer á mánudag mætast Sigurbjörn og Snorri, Ingvar Þór og Jóhann og Bragi og Ingvar Ásbjörnsson. 

Sjálfur var ég ekki viðstaddur í gær enda var ég að fagna góðri afkomu Landsbankans ásamt Halldóri, Sigurjóni og Björgólfi.


VG á móti - auðvitað!

Vinstri grænirVinstri grænir hafa verið nokkuð þekktir fyrir að vera móti öllu og svo er einnig nú.  Auðvitað er tóm vitleysa að fá 600 mkr. inn í borgarkerfið enda ekki hægt að nota peninginn í neitt vitrænt heldur yrði þetta notað í einhverja vitleysu eins og t.d. að borga niður skuldir borgarinnar, já eða lækka útsvarið, fasteignagjöldin eða sorphirðugjaldið.

Já það á miklu frekar á að halda húsinu í eigu borgarinnar.  Björgúlfur er einkaaðili og slíkum aðilum er ekki treystandi fyrir slíku sloti.  Hann gæti endurbætt húsið og gert það enn glæsilegra en það er.  

Slíkt gengur ekki!


mbl.is Borgarráð samþykkti að taka tilboði Novators í Fríkirkjuveg 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Níu efstir á Meistaramóti Hellis

Hrannar BaldurssonNíu skákmenn eru efstir og jafnir að lokinni 2. umferð Meistaramót Hellis en úrslit urðu hefðbundin, þ.e. stigahærri unnu iðulega hina stigahærri.  Sjá nánar úrslit á Skák.is

Í fyrstu færslu minni um Meistaramótið eyddi ég nokkru púðri á fyrri sigurvegara.  Mér ljáðist að nefna Hrannar Baldursson sem er enn einn keppandinn, sem nú tekur þátt, og hefur sigrað á Meistaramóti Hellis en hann vann árið 1997, þá nokkuð óvænt enda langt frá því að vera stigahæstur.  Þá fékk Björn Þorfinnsson titilinn eftir að hafa sigrað Vigfús Ó. Vigfússon í einvígi en þeir urðu efstir Hellisúa.  Kannski að ártöl sem endi á sjö séu happatala Hrannars?

Athyglisvert er að skoða í hvaða félögum keppendur eru.  Þar er skiptingin sem hér segir (með fyrirvara um að ég einhverjir þeirra, sem eru skráðir utan félaga séu í félagi.

  • Hellir 18
  • Fjölnir 4
  • SR 3
  • TR 3
  • TG 2
  • Utan félaga 6

Hellsmenn eru semsagt ríflega helmingur keppenda.  Athygli vekur hins að Fjölnismenn séu næst fjölmennastir og að Reyknesingar séu jafn fjölmennir og TR-ingar, sem er fjölmennasta taflfélag landsins en keppendur úr TR eru aðeins þrír.   

Það hefur lengi loðað við TR-inga að þeir séu sjálfum sér nægir og tefli helst bara á mótum eigin félags á meðan félagar annarra félaga setji ekki fyrir sig hvar mótin fara fram.    Til samanburðar skoðaði ég Skeljungsmótið - Skákþing Reykjavíkur og athugaði skiptinguna þar.  Þó sé vil ég setja vissa fyrirvara við þessa samantekt því ekki var skráð í mótstöflu í hvaða félagi skákmennirnir þar eru og er þetta því gert eftir bestu vissu minni.  Þar kom niðurstaðan mér töluvert á óvart.

  • Hellir 20
  • TR 15
  • Fjölnir 3
  • Haukar 3
  • SR, TG, TV og UMFB 2 

Það kemur mér mjög á óvart að Hellismenn hafi verið töluvert fjölmennari en TR-ingar á Skákþingi Reykjavíkur, mót sem TR heldur og út af fyrir sig athyglisvert að fleiri Hellismenn tóku þátt í Skákþingi Reykjavíkur heldur en á Hellismótinu. 

Mér kæmi hreinlega ekki á óvart þótt þetta sé einsdæmi að TR-ingar séu ekki fjölmennastir á mótinu.  Málið er að það hefur lengi loðað við Hellismenn að þeir væru óvirkir en svo virðist alls ekki vera raunin um þessar mundir heldur virðast Hellismenn vera töluvert virkari skákmenn en félagsmenn annarra félaga í Reykjavík og nágrenni þess.  


Getur hugsast að 23% kjósi VG?

Ögmundur JónassonMig setur eiginilega hljóðan þegar ég sé að u.þ.b. 23% þeirra sem taka afstöðu í könnun Blaðsins ætli að styðja Vinstri Græna.  Umhverfisstefna þeirra hljómar sjálfsagt vel í margra augum en eru þeir trúverðugir samanber umhverfisstefnu þeirra í eina bæjarfélaginu þar sem þeir eru við völd, Mosfellsbæ?  Gerir fólk sér grein fyrir hvað flokkurinn stendur að öðru leyti?

Ögmundur Jónasson hefur látið þau orða falla að bankarnir megi allt eins flytja landi brott til að minnka launamun en íslenskir bankastarfsmenn eru sjálfsagt á milli 2.000 og 3.000 sem margir þá þyrftu að leita sér nýrrar vinnu.  Er þetta trúverðugt hjá verkalýðsleiðtoga?  Treystum við VG fyrir valdastólum?   

Annars setur maður mikla fyrirvara við þessa könnum þar sem svarhlutfall var mjög lítið.  Líklegt er samt að flokkarnir yst á hvorum væng hafi tryggara fylgi en hinir flokkarnir.

Engu að síður gefur hún vísbendingar sem hljóti að vera Samfylkingunni mikið áhyggjuefni.  Já og Frjálslyndir virðast vera að hverfa!


mbl.is Samfylkingin með minna fylgi en VG og ríkisstjórnin heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meistaramót Hellis hafið!

Bragi ÞorfinnssonMeistaramót Taflfélagsins Hellis hófst í kvöld og er þátttaka prýðisgóð en alls taka þátt 35 skákmenn sem er með því betra í 16 ára sögu mótsins.  Mótið er líka óvenju sterkt.  Stigahæstur keppenda er Bragi Þorfinnsson en auk hans taka þátt fimm FIDE-meistarar, þeir Björn Þorfinnsson (bróðir Braga), Sigurbjörn Björnsson, sem nýlega var skákmeistari Reykjavíkur, Davíð Ólafsson, sem hefur aðeins einu sinni áður tekið þátt á mótinu, og vann þá með fullu húsi, ofurbloggarinn Snorri G. Bergsson og Ingvar Þór Jóhannesson.

Allir eru þeir í Helli nema Snorri sem er í TR.  Hellismönnum gekk annars vel í Skákþingi Reykjavíkur, en fjóri Hellismenn voru meðal fimm efstu.  

Björn er sigursælastur allra á Meistaramótinu, en hefur hampað titlinum sex sinnum!  Næstu menn hafa orðið tvöfaldar meistarar.   Snorri og Davíð og hafi unnið hvort skiptið.  Sigurbjörn hefur unnið mótið reyndar tvisvar en í hvorugt skiptið fékk hann titilinn enda þá meðlimur í Skákfélagi Hafnarfjarðar.  Björn hreppti þá titilinn í bæði skiptin!  Núverandi skákmeistari Hellis, Omar Salama, tekur ekki þátt en hann mun tefla á Aeroflot Open í Moskvu sem hefst síðar í mánuðnum.  

Skákmeistarar Hellis frá upphafi eru annars (siguvegari í sviga ef annar en meistari):

  • 1992: Andri Áss Grétarsson
  • 1993: Þröstur Þórhallsson
  • 1994: Þröstur Þórhallsson
  • 1995: Snorri Guðjón Bergsson (Þröstur Þórhallsson)
  • 1996: Andri Áss Grétarsson
  • 1997: Björn Þorfinnsson (Hrannar Baldursson)
  • 1998: Björn Þorfinnsson (Sigurbjörn J. Björnsson)
  • 1999: Björn Þorfinnsson (Sigburbjörn J. Björnsson)
  • 2000: Davíð Kjartansson (Sævar Bjarnason)
  • 2001: Davíð Ólafsson
  • 2002: Björn Þorfinnsson
  • 2003: Björn Þorfinnsson (Björn Þorsteinsson, Davíð Kjartansson og Björn Þorfinnsson)
  • 2004: Björn Þorfinnsson
  • 2005: Sigurður Daði Sigfússon
  • 2006: Omar Salama    

Úrslit fyrstu umferðar urðu hefðbundin þ.e. hinir stigahærri unnu hina stigalægri.  Hinn ungi og efnilegi skákmaður Hjörvar Steinn Grétarsson tapaði þó slysalega fyrir félaga sínum úr Rimaskóla, Herði Aroni Haukssyni, þegar hann lék sig mát í einum leik.  Hjörvar mun án efa sér í strik og blanda sér í toppbaráttuna.  

Önnur umferð fer fram á miðvikudaginn.  Hægt verður að fylgjast með úrslitum og skákum á Skák.is og heimasíðu Hellis.  Hér á blogginu verður umfjöllun á léttari nótunum.


Svindlar Topalov?

TopalovSíðasta heimsmeistaraeinvígi í skák, á milli Topalovs og Kramniks, vakti töluverða athygli.  Þó ekki eingöngu vegna skákanna sem voru heldur vegna ásakanna Topalovs og hans aðstoðarmanna um að Kramnik hafi svindlað og nefndu þar tíðar salernisferðar Kramniks.

Nú hefur dæmið hins vegar snúist við og er Topalov sagður hafa svindlað og eru þar nefndar grunsamlegar handahreyfingar Danilovs aðstoðarmanns hans.  Engar sannanir eru til en sagt er að til sé myndband sem sanni svindl Topalovs og á það að hafa verið sýnt Kasparov sem segi að svara þurfi spurningum.  Einnig munu bæði Kasimdzhanov og Morozevich vera sannfærðir um að ekki hafi allt verið með felldu þegar Topalov sigraði í San Luis með yfirburðum og var þar með FIDE-heimsmeistari.  Auk þess hefur enski stórmeistarinn Short talið rétt að málið sé nánar rannsakað.  Menn hafa m.a. bent á Topalov hafi tekið stórt styrkleikastökk um þrítugt sem þykir seint.  

En auðvitað á Topalovs að njóta vafans á meðan engar órækar sannanir liggja fyrir.  Topalov sjálfur segir þessar ásakanir hlægilegar

Hugsvegar er það ekki skákin til framdráttar á meðan slíkar ásakanir eru uppi hvort sem þær eru sannar eða ekki.

Sjá nánar greinar í Guardian sem má finna hér og hér og grein þýska blaðsins Süddeutsche Zeitung

 


Silfurskotta í Silfrinu

Jóhanna SigSilfrið var í rólegri kantinum í dag en átti samt fína spretti.  Eftir Silfrið velti ég því fyrir mér hvort Samfylkingin ætti að flagga silfurskottunni Jóhönnu Sigurðardóttur meira, en lítið hefur farið fyrir henni síðustu misseri, en hún átti fína spretti þótt hún hafi gengið skrefi of langt með gagnrýni sína á bankana að mati bankamannsins sem þetta skrifar!

Jónína Ben kom með enn eina sleggjuna að þessu sinni þá að uppljóstranirnar um olíusamráðið væri allt saman eitt allsherjar Baugsamsæri.  Eins og Jónínu er siður var þessu slegið fram án allra sannana.   Vilji hún láta taka sig alvarlega verður hún að koma fram með einhverjar sannanir fyrir kjarnyrtum fullyrðingum sínum.  

Viðtalið við Hauk Nikulásson, stofnenda Flokksins, var athyglisvert en ég hef aldrei tekið hann alvarlega.  Ég ætla hér eftir að fylgjast betur með því hvað hann hefur fram að færa þótt ég reyndar dragi í efa að eitthvað verði úr Flokknum.  

 

 


Hvar var Illugi?

Jónína BenUndanfarið hefur blogg Jónínu Benediktsdóttur vakið nokkra athygli í bloggheimum en reyndar nánast enga fyrir utan þá.

Þar hefur Jónína kosið að feta fótspor ekki ómerkari manna en Davíðs Oddssonar og vitna í tveggja manna tal hennar og Ingibjargar Sólrúnar.  Ekki hef ég hugmynd um hvort Jónína rekji það samtal rétt ekki fremur en í tilfelli Davíðs þegar hann spjallaði við fyrrverandi aðstoðarmann um vínber og 300.000.000 kr.   Reyndar ef mig misminnir ekki átti Illugi Gunnarsson, tilvonandi þingmaður að hafa hlustað á tveggja tal Davíð og Hreins.  

Jónína, líður nokkuð fyrir að hafa lítin trúverðugleika eftir allt sem á undan er gengið.  Auk þess eru allir dauðþreyttir á Baugsmálinu.  Sjálfsagt gleðjast þó einhverjir "karlpungarnir", yfir komu Jónínu á bloggið, og fá þar með einn eitt tækifærið á að hrauna yfir Ingibjörgu og Samfylkinguna.  

En stóra spurningin er:  Hvar var Illugi þegar þær Jónína og Ingibjörg spjölluðu?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband