12.5.2008 | 12:42
Afar bitur Stuðmaður
Horfði á Jakob Frímann Magnússon, Stuðmann með meiru, vera að kalla Dag B. Eggertsson afar bitran lækni í Mannamáli á Stöð 2. Jakob nefnir að hann hafi stutt Dag í prófkjörinu og telur að vera á skipulagðan hátt vera að vinna gegn sér.
Nú er það þannig að fæstir hafa gagnrýnt ráðningu Jakobs beint. Heldur fremur framkvæmd hennar og það pukur sem henni fylgir. Borgarstjóranum og skrifstofustjóranum ber ekki saman. Auk þess hefur ferill Ólafs Effs borgarstjóra verið með þeim ósköpum að öll hans verk eru skoðuð ítarlega.
Sé Ólafur Eff gagnrýndur svarar hann ekki gagnrýninni heldur segir menn ómálefnalega. Hversu málefnalegt er það? Hann segist vera heiðarlegur stjórnamálamaður, heiðarlegri en aðrir. Allir muna þegar hann fór í mat í miðjum meirihlutaviðræðum og þegar hann hló með Degi B og sagðist ekki vera í neinum meirihlutaviðræðum nokkrum klukkutímum áður en nýr meirihluti var myndaður. Er hann eitthvað betri en aðrir pólitíkusar?
Jakob hvet ég til standa sig í starfinu. Hann á ekki vera í pólitík sem miðborgarstjóri. Það að hann hafi stutt Dag í prófkjöri þýðir ekki að ráðning hans og framkvæmd hennar sé yfir gagnrýni hafin.
Ástandið veldur sjálfstæðismönnum áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2008 | 23:03
Arsene Whiner?
Alltaf þarf þessi frábæri þjálfari að setja sjálfan sig niður með eintómu væli. Wenger - taktu ósigrum með karlmennsku!
Wenger: Allar stórar ákvarðanir dómaranna voru gegn okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.4.2008 | 22:22
Wenger eða Whiner?
Eftir hvern einasta leik kvartar Wenger yfir einhverju og yfirleitt eru dómarnir á móti honum. Ég held að allir sem sáu leikinn í sjónvarpi í dag eru sammála að það meint brot á Fabregas var ekki víti.
Væri ekki rétt að hann óskaði þess fyrir frönsku mannanafnanefndinni að fá að breyta nafninu sínum í Whiner?
Wenger: Þetta er ekki búið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.3.2008 | 23:41
TR Íslandsmeistari skákfélaga eftir spennandi keppni
Fyrir síðari hlutann höfðu TR-ingar gott 3,5 vinnings forskot á Íslandsmeistarana. Íslandsmeistararnir ákváðu hins vegar að kalla til liðsauka og það engan smá liðsauka, heldur skákmenn alla leið frá Egyptalandi. Þar fór fremstur í flokki, heimsmeistarinn, Ahmed Adly, sem er heimsmeistari 20 ára og yngri. Plan Hellis var að minnka forystuna og treysta svo að leggja TR-inga í lokaumferðinni. Fyrir lokaumferðina var munurinn 2 vinningar.
Lengi leit út fyrir að það gæti gerst. Grjótharðir TR-ingar héldu þó sínu, sem kölluðu til liðsauka, sjálfan Helga Áss Grétarsson, sem að þessu sinni mætti myndavélalaus og tefldi enda hættur að skrifa skákdálka í Moggann. TR-ingar höfðu sigur í viðureigninni. Helgi Áss missti af skemmtilegri hróksfórn sem ég vonast til að sjá í fléttudálki hans sjálfs næstu daga! Helgi er annars hættur að skrifa stóru dálkana í Mogganum. Við þeim tekur Helgi Ólafsson sem mun framvegis því skrifa tvisvar á viku.
Sigur TR var sanngjarn. Sterkasta liðið stigalega séð en það hefur oft verið vandamál hjá þeim að fá sína sterkustu menn að skákborðinu en þeir létu sig ekki vanta nú. Hellismenn börðust til síðasta blóðdropa en tókst ekki að halda dollunni í Breiðholtinu. Ég held að Hellismenn líti á þetta sem mjög tímabundið ástand!
Haukar sýndu einnig mikinn baráttuvilja með því að ná þriðja sætinu af Fjölni en sætið vannst á stigum. Haukar hafa rétt til að tefla á EM talfélaga en ég veit að þangað stefna þeir.
Hellir-b kom skemmtilega á óvart. Árangurinn í seinni hlutanum var 5-3 gegn Fjölni, 6,5-1,5 gegn SA og 7,5-0,5 gegn TV! Samtals hækka sveitarmeðlimir sveitarinnar um heil 117 stig sem verður að teljast ótrúlegt! B-sveitin er ótvíræður Íslandsmeistari b-sveita með 18,5 vinnings forskot á næstu sveit! Og ekki nóg með það heldur er sveitin aðeins þremur vinningum frá verðlaunasæti.
SA-a hafnaði í 6. sæti og SA-b og TV féllu eins og reyndar var nokkuð fyrirséð fyrir mót.
Lokaúrslit (spá í sviga):
- (1) TR 43 v.
- (2) Hellir-a 40 v.
- (4) Haukar 34,5 v. (9 stig)
- (3) Fjölnir 34,5 (7 stig)
- (6) Hellir-b 31,5 v.
- (6) SA-a 20,5 v.
- (7) SA-b 13 v.
- (8) TV 7 v.
Stjarna mótsins hlýtur að vera Stefán Bergsson sem vann bæði egypska stórmeistarann Bassain hjá Helli og gerði jafntefli við Glitnisstórmeistarann Héðin Steingrímsson.
Eftirtektarvert er að skoða uppskeru liðanna. B-lið Hellis hækkar um 107 stig og Haukar um 42 stig. Bæði a-lið Hellis og TR hækka lítilsháttar.
Akureyringar áttu ekki góðan dag í deildinni. A-sveit norðanmanna lækkar samtals um 71 stig, b-sveitin um 57 stig, Fjölnismenn um 40 stig og Eyjamenn um 36 stig.
Ritstjóri vill óska TR-ingum til hamingju með verðskuldaðan sigur. Njótið á meðan þið getið!
2. deild
Bolvíkingar unnu öruggan sigur í 2. deild eins og fyrirséð var. B-sveit TR fylgir þeim upp í 1. deild. B-sveitin var sterk en með henni tefldu t.d. Dagur Arngrímsson, sem kláraði AM-titilinn með jafntefli gegn skagamanninum Gunnari Magnússyni. Gaman að var að sjá Lárus Jóhannesson koma að tefla eftir langt hlé.
Annars var spádómur ritstjóra góður. Aðeins skeikaði á liðunum í fjórða og fimmta sæti en þar gerði ritstjóri þau mistök að spá Garðbæingum ekki fjórða sæti!
Reyknesingar og Kátir biskupar féllu en þessi lið fóru upp í fyrra.
Lokaúrslit (spá í sviga):
- (1) Bolungarvík 33 v.
- (2) TR-b 27,5 v.
- (3) Haukar-b 24 v.
- (5) TG-a 22,5 v.
- (4) SR-a 22 v.
- (6) Selfoss 20 v.
- (7) TA 14 v.
- (8) Kátu biskuparnir 4,5 v.
3. deild
Enn var ritstjóri sannspár er hann spáði KR sigri og Helli-c öðru sæti. Og hafði rétt fyrir sér með TG-b, þ.e fjórða sætið. Og reyndar spáði ég fullkomlega um úrslit! Mikil spenna var í toppbaráttunni og í síðustu umferð háðu c-sveitir Hellis og TR úrslitaviðureign um 2. deildar sæti að ári. Þar höfðu Hellismenn betur í hörkuviðureign og eru c-liða meistarar annað árið í röð. Sætt fyrir Hellismenn en bætir auðvitað ekki upp gengið í 1. deild!. B-sveitir Reyknesinga og Eyjamanna féllu.
Lokaúrslit:
- (1) KR 29 v.
- (2) Hellir-c 28 v.
- (3) TR-c 26 v.
- (4) TG-b 23 v.
- (5) Dalvík 18,5 v.
- (6) TR-d 16,5 v.
- (7) SR-b 15,5 v.
- (8) TV-b 11,5 v.
4. deild:
Lokastaðan (eða næstum því):
- Haukar-c 27,5 v (10 stig)
- Hellir-d 27,5 v. (9 stig)
- Austurland 26,5 v. (10 stig)
- Selfoss 26,5 v. (10 stig)
- KR-b 25 v. + 2 fr.
- Bolungarvík 24,5 v. + 6 fr.
- Fjölnir-b 24,5 v + 2 fr.
- Víkingasveitin 24,5 v.
- Haukar-d 23 v. (7 stig)
- Goðinn 23 v. (6 stig)
Fjórða deild er enn ekki búinn og þar hefur margt gengið á. Að minnsta kosti þrír Bolvíkingar voru veðurtepptir á Vestfjörðum. Hvorki var flugfært né akstursfært frá Bolungarvík. Skákstjórar gripu til þess ráðs að fresta viðureignum b-sveitarmanna eða tveimur skákum í hverri umferð. Í 2. deild samdi" Guðmundur Gíslason ávallt jafntefli án þess að vera á staðnum. Það að semja jafntefli á ótefldar skákir gengur auðvitað í berhögg við reglur FIDE en um þetta virtist sátt í 2. deild, enginn kærði og því er ekkert hægt um að málið að segja.
Erfiðara reyndist þó að eiga við málið í fjórðu deild. Þar var tveimur skákum frestað í hverri umferð gegn Fjölni-b, KR-b og Skákfélagi Sauðárkróks. C-sveit Hauka er komin í upp í 3. deild en Bolvíkingar fylgja þeim væntanlega upp en þeir þurfa 3 vinninga í þeim 6 skákum sem efstir eru.
Skákstjórar hafa verið gagnrýndir fyrir að fresta þessum skákum en samkvæmt reglunum er skýrt tekið fram að það megi fresta vegna samgönguerfiðleika þannig að erfitt er að gagnrýna ákvörðun þeirra. Væntanlega hefði ég tekið sömu ákvörðun í þeirra sporum.
Yfir þetta mál þarf að fara betur í framtíðinni og undirbúa betur ráðstafanir við slíkum óhöppum. Væri t.d. mögulegt að tefla skákirnar í gegnum vefinn á sama tíma og aðrar skákir eru tefldar?
Staðan er að mörgu leyti óþægileg. Það er ekki sanngjarnt gagnvart d-liði Hellis að Bolvíkingar viti hversu marga vinninga þeir þurfi í þessum frestuðum skákum og forskot Bolvíkinga því í alla staði mjög óeðlilegt.
Það hefur svo komið upp úr dúrnum að Sauðkræklingar eru alls ekki sáttir. Skiljanlegt mjög að þeir vilji ekki koma til Reykjavíkur að tefla tvær skákir sem skipta þá engu máli. Hins vegar hlýtur að vera vilji til að leysa málin á annan hátt hvort sem teflt er í gegnum netið eða einhvers staðar nær Sauðárkróki en í Reykjavík. Einnig virðist mér sem Fjölnismenn væru sáttir við jafntefli í þessum skákum og jafnvel yrði samið jafntefli á ótefldar skákir sem gengur bersýnilega gegn lögum FIDE.Fjölnismenn hvet ég til að tefla þessar skákir og horfa víðar á heildardæmið. Væru þeir í sporum keppinauta væru þeir án efa ekki sáttir við slík jafntefli.
Að lokum
Ritstjóri hefur ákveðið hér eftir í fréttaskrifum sínum á Skák.is að taka tillit til þeirra gagnrýni sem hann hefur fengið um notkun á viðurnefni á sigurvegurum Íslandsmóts skákfélaga. Hefur hann oft á tíðum kallað þá "Íslandsmeistara" sem hefur verið gagnrýnt harðlega. Til að lægja öldurnar verður þetta viðurefni ekki notað, en hugsanlega tekið upp aftur þegar næsta Íslandsmóti skákfélaga er lokið.
Að lokum þakka ég fyrir skemmtilega og fjörlega keppn. Rétt er að benda á skemmtilegan pistil frá mótinu á Chessbase eftir Fjölnismanninn Dejan Bojkov.
Gunnar Björnsson
Höfundur er ritstjóri Skák.is og formaður Taflfélagsins Hellis.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2008 | 15:55
TR í sterkri stöðu fyrir síðari hlutann
Haukmenn eru jafnir Helli að vinningum en eiga eftir að tefla við bæði TR og Fjölni. Fjölnir er í fjórða sæti og eiga heldur auðveldari dagskrá en hin toppliðin og gætu því náð þriðja eða jafnvel öðru sæti verði úrslit hagstæð.
Staðan (í sviga er spáin eins og ritstjóri birti hana sl. haust)
- 1. (1) TR 25 v.
- 2. (2) Hellir-a 21½ v. (8 stig)
- 3. (4) Haukar 21½ v. (6 stig)
- 4. (3) Fjölnir 20 v.
- 5. (6) Hellir-b 12½ v.
- 6. (7) SA-b 11½ v.
- 7. (5) SA-a 10 v.
- 8. (8) TV 6 v.
Dagskrá toppliðanna fjögurra:
Umferð | TR | Hellir | Haukar | Fjölnir |
5. umferð | Haukar | SA-b | TR | Hellir-b |
6. umferð | SA-b | TV | Fjölnir | Haukar |
7. umferð | Hellir-a | TR | SA | SA-b |
Sveitir Hauka og Fjölnis mun væntanlega stilla upp fjórum erlendum skákmönnum en TR og Hellir styðjast sem fyrr við styrkt heimavarnalið. Með TR tefla Nataf og Galego. Samkvæmt heimildum ónefnds TR-ings verður Simon Williams, sem lengi hefur staðið til að tefldi með Helli, upptekinn um helgina í brúðkaupi vinar síns.
Ég tel að mestu að fallbaráttan sé ráðin. SA-b og TV falli. Fyrrnefnda liðið á eftir að mæta TR, Hellir og Fjölni og mun a-sveit félagsins væntanlega skríða upp fyrir!
SA-a og Hellir-b mun sigla lygnan sjó og enda í 5. og 6. sæti.
Spáin og hún var birt fyrir fyrri hlutann er því óbreytt.
- 1. TR
- 2. Hellir
- 3. Fjölnir
- 4. Haukar
- 5. SA-a
- 6. Hellir-b
- 7. SA-b
- 8. TV
2. deild:
Staðan:
- (1) Bolungarvík 20 v.
- (7) Haukar-b 13 v. (4 stig)
- (4) Reykjanesbær 13 v. (4 stig)
- (2) TR-b 13 v. (3 stig)
- (8) Selfoss 12½ v.
- (3) TG 11 v.
- (5) Akranes 10½ v.
- (6) Kátu biskuparnir 3 v.
Eins og svo oft áður er mikil spenna er í 2. deild. Bolvíkingar eru öryggir um sigur og Kátu biskuparnir öryggir niður. Annað er algjörlega óráðið og ljóst að sex lið geta fylgt Bolvíkingum upp og sömu lið geta fylgt biskupunum, sem án efa hafa oft verið kátari, niður. Ég hef trú að það verði TR-ingar sem fylgi Bolvíkingunum upp. Haukamenn gætu líka verið til alls líklegir og jafnvel Reyknesingar. Ég spái að Skagamenn eða Selfyssingar fylgi þeim Kátu niður en þar sem yfirmaður minn er lykilmaður í liði Selfyssinga set ég Skagamenn í fallsætið!
Spá ritstjóra:
- 1. Bolvíkingar
- 2. TR-b
- 3. Haukar-b
- 4. Reykjanesbær
- 5. TG
- 6. Selfoss
- 7. Akranes
- 8. Kátu biskuparnir
3. deild:
Staðan:
- (1) KR 17½ v.
- (3) Hellir-c 16 v.
- (2) TR-c 16 v.
- (5) TG-b 12 v.
- (4) Dalvík 12 v.
- (6) TR-d 8 v.
- (8) TV-b 7 v.
- (7) Reykjanesbær-b 6½ v.
Í 3. deild berjast þrjú lið um tvö sæti. KR-ingar og Hellismenn hafa mæst en TR-ingar eiga eftir að tefla við báðar sveitirnar Líklegt er að TR-ingar mæti hins vegar með töluvert sterkara lið nú en í fyrri hlutanum. Erfitt er í spilin að spá en ég ætla að giska á óbreytta stöðu á toppnum, þ.e. að KR og Hellir fari upp. B-liðum Eyjamanna og Reyknesinga spái ég falli.
Spá ritstjóra:
- 1. KR
- 2. Hellir-c
- 3. TR-c
- 4. TG-b
- 5. Dalvík
- 6. TR-d
- 7. Reykjanesbær
- 8. TV-b
4. deild
Staða efstu liða:
- 1. (1) Bolungarvík-b 17½ v.
- 2. (2) Fjölnir-b 16½ v.
- 3. (6) Víkingasveitin 16 v.
- 4. SA-c 15½ v.
- 5.-8. Haukar-c, KR-b, Snæfellsbær og Austurland 15 v.
Bolvíkingar fara væntanlega upp og ætla ég að spá að Fjölnir fylgi þeim upp. Víkingarnir vösku, Gunnar Freyr og fleiri gætu þá hæglega sett strik í reikninginn en ég hef minni trú á öðrum liðum.
Úrslitin í fjórðu deild geta þó verið býsna tilviljunarkennd, t.d. stórsigur í lokaumferðinni gæti tryggt óvænt sæti í 3. deildinni að ári þegar deildin er svo jöfn.
Að lokum
Rétt er að árétta enn og aftur að þessi spár og pistill er fyrst og fremst settur fram til gamans! Ekki er pistilinn byggður á ítarlegum geimvísindum!
Rétt er svo að minna á nokkra praktíska hluti.
- Tímamörkin er 1½ klst. á skákina auk 30 sekúnda á leik. Enginn viðbótartími bætist við eftir fjörtíu leiki.
- Slökkva þarf á GSM-síma. Hringi hann þýðir það umsvifalaust tap. Stefán Frey vil ég svo sérstaklega minna á að slökkva einnig á vekjaranum í símanum.
- Teflt er í Rimaskóla í Grafarvogi
Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga er einn skemmtilegasti skákviðburður hvers árs. Gera má ráð fyrir spennu í öllum deildum bæði á toppi sem botni og líklegt að úrslit ráðist ekki fyrr en á lokamínútum. Lokahóf og verðlaunaafhending fer svo fram í Feninu og hefst kl. 22.
Reynt verður að uppfæra Skák.is eins fljótt og auðið er eftir hverja umferð. Einnig skilst mér að helsti Chess-Results-sérfræðingur landsins, Páll Sigurðsson, ætli að freista þess að skrá inn úrslitin að einhverju leyti jafnóðum. Að öðrum kosti mun ég not ég nota mitt hefðbundna trausta excel-skjal!
Spennan er mikil. Margar spurningar vakna. Mun ritstjórinn nota orðlagið Íslandsmeistarar" í sama mæli að keppni lokinni? Mun Fischer snúa sér við í gröfinni frægu? Munu óvæntir erlendir skákmenn láta sjá sig í Rimaskóla? Verður Skákhornið ritskoðað eða óritskoðað, aðfaranótt sunnudagsins? Hverjir fagna? Hverjir blóta? Verður klakkað?
Allt þetta og meira til kemur í ljós um helgina! Megi besta liðið vinna!
Gunnar Björnsson
Höfunudur er ritstjóri Skák.is og jafnframt formaður Taflfélagsins Hellis
Skák | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.2.2008 | 23:07
Myndir frá Írlandi
11.2.2008 | 13:42
Hvar er Villi?
Á meðan menn bíða ég ætla ég að bjóða upp á smámyndagetraun til að stytta tímann
Hvar er Valli?
Sjálfstæðismenn enn á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2008 | 19:51
Hvernig svara borgarfulltrúar og forystumenn Sjálfstæðisflokksins þegar hringt er í þá?
"Slökkt er á símanum, hann utan þjónustusvæðis eða allar rásir uppteknar"
REI - ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að axla ábyrgð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2008 | 09:50
Hvað ætli forseti, forsætisráðherra og borgarstjóri segi um málið?
Og þá á ekki við núverandi forseta, forsætisráðherra og borgarstjóra heldur fyrrverandi.
Forstjóri OR álitsgjafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2008 | 14:32
Mogginn
Verst að ég er ekki lengur áskrifandi að Mogganum................því nú get ég ekki sagt honum upp.
Margt skrýtið í kýr(ritstjóra)hausnum í Hádegismóum.