1.1.2008 | 21:37
Skákáriđ 2007 gert upp
Skákáriđ 2007 var bara ágćtis skákár. Ađ nokkru leyti skákár Héđins Steingrímssonar sem kom sá og sigrađi og varđ okkar fyrsti innfćddi" stórmeistari í um 10 ár. Góđur árangur náđist á EM landsliđa ţar sem íslenska landsliđiđ náđi sínum besta árangri í býsna langan tíma. Nokkuđ var um alţjóđlegt skákmótahald hérlendis. Kaupţing gerđi býsna merkilegan samning viđ Hjörvar Stein Grétarsson og Taflfélagiđ Helli sem er ćtlađ ađ efla og styrkja ţennan efnilegasta skákmann landsins. Salaskóli varđ heimsmeistari barnaskólasveita.
Nokkrir áfangar komu í hús. Héđinn Steingrímsson tók ţrjá áfanga í jafn mörgum mótum og var ţar međ stórmeistari. Jón Viktor Gunnarsson náđi sínum fyrsta stórmeistaraáfanga á Reykjavík International, sem var jafnframt minningarmót um Ţráin Guđmundsson sem lést á árinu. Dagur Arngrímsson tók tvo áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli og er nú kominn međ áfanganna sem hann ţarf en vantar bara stigin til ađ verđa tilnefndur. Ingvar Ţór Jóhannesson, náđi áfanga á Kaupţingsmóti Hellis og TR, og Davíđ Kjartansson tók áfanga í Ungverjalandi.
Hellismenn urđu Íslandsmeistarar skákfélaga eftir baráttu viđ TV. Ađeins ein skák tapađist hjá Helli af 64.
Hannes Hlífar varđ Íslandsmeistari eins og venjulega ţótt ţađ hafi veriđ tćpara nú en oft áđur. Athygli vakti ađ Íslandsmeistarinn tapađi tveimur skákum sem er býsna sjaldgćft. Guđlaug Ţorsteinsdóttir varđ Íslandsmeistari kvenna eftir harđa baráttu viđ Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur. Lenka Ptácníková varđ Norđurlandameistari í skák í annađ sinn.
Skákpólítíkin var róleg og friđir ríkir í skáklandinu Íslandi. Annađ en í Rei-kjavík sem á ađ verđa skákhöfuđborg heimsins og viđ bíđum spenntir eftir nćsta leik í ţví tafli.
Eins og venjulega hefur ritstjóri valiđ hina og ţessa viđburđi ársins og eru ţeir í léttum dúr
Óvćntasta frétt ársins
Sigur ofurbloggarans og skákţjálfarans Snorra G. Bergssonar, sem m.a. hefur komiđ ađ ţjálfun Hjörvars, á Hannesi Hlífari Stefánssyni á Íslandsmótinu í skák komst m.a. á útsíđur Moggans. Snorri virđist hafa tak á Íslandsmeistaranum ţví hann lagđi hann einnig ađ velli í einvígi á Íslandsmótinu í atskák. Ţar var einnig óvćnt frétt ţví brćđurnir Bragi og Björn Ţorfinnssynir eiga ađ mćtast í úrslitum. Nú er reyndar komiđ áriđ 2008 og ekkert bólar á einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á árinu 2007.
Skák ársins
Áđurnefndur sigur Snorra á Hannesi í mjög vel tefldri skák. Frćgasta skák ársins er án efa ţó sigur Hildar Berglindar á forsćtisráđherranum og ummćli hennar eftir skákina eru fleyg. Hann féll í gildruna mína"!
Deila ársins
Áriđ 2006 var deilt um notkun á bandstriki. Nú var deilt um ţađ hvort mćtti kalla Íslandsmeistara Hellis, Íslandsmeistara Hellis. Einnig var deilt um hvort ţađ ćtti ađ vera tengill á Skákhorniđ af Skák.is. Formađur TV deildi svo viđ nokkra ađkeypta" félagsmenn sem hćttu í félaginu eftir ţađ var ákveđiđ ađ taka ekki ţátt í Íslandsmóti skákfélaga. Sú ákvörđun var svo reyndar síđar tekinn til baka.
Klúđur ársins
Sú ákvörđun stjórnar SÍ ađ hafa ekki tengil af Skák.is á Skákhorniđ.
Liđ ársins:
Ţrjú liđ stóđu sig áberandi vel á árinu. Góđur árangur Íslands á EM sem var betri en björtustu menn spáđu fyrir. Meira ađ segja Torfi Stefánsson, sagđi árangurinn hafa veriđ framar sínum vonum á Skákhorninu.
Árangur Hellis á Íslandsmótinu skákfélaga en sveitin fékk 47 vinninga af 56 mögulegum og ađeins ein skák tapađist. Enginn úr Helli var samt í EM-liđinu en eitt áttu liđin sameiginlegt. Treysti lesendum til ađ finna út úr ţví. Svo varđ sveit Salaskóli heimsmeistari barnaskólasveita og Valsmenn urđu Íslandsmeistarar í fótbolta viđ mikinn fögnuđ formanna TR og Hellis!
Félagaskipti ársins
Nokkuđ var um djúsí félagaskipti á árinu. Jóhann Hjartarson gekk í Helli úr SA, Hannes Hlífar úr ÍslandsmeisturunumHelli í TR, Héđinn úr TR í Fjölni og Henrik úr TV í Hauka. Síđan gekk Lárus Knútsson ađ venju í nýtt félag á árinu, ađ ţessu sinni í Hauka.
Efnilegasti skákmađur ársins
Hjörvar Steinn Grétarsson. Enginn spurning. Gott skákár ţótt ekki hafi gengiđ vel á HM ungmenna.
Skákkona ársins
Skákkonur ársins eru tvćr. Lenka Ptácníková sem varđ Norđurlandameistari í skák í annađ sinn og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir sem er á mikilli siglingu og var mjög nćrri ţví ađ verđa Íslandsmeistari kvenna.
Skákmađur ársins
Björn Ţorfinnsson stóđ sig frábćrlega á síđari hluta ársins, komst í úrslit Íslandsmótsins í atskák, vann Skákţing Hafnarfjarđar ásamt Henriki, skákmeistari Hellis, og vann Haustmót TR međ fáheyrđum yfirburđum. Enginn skákmađur, hvorki Björn né annar, kemur ţó međ tćrnar sem Héđinn er međ hćlana. Frábćr frammistađa á EM og ţrír stórmeistaraáfangar á ţremur mótum í röđ, er einstakt afrek og Héđinn klykkti svo út međ góđum sigri á Friđriksmóti Landsbankans.
Viđburđur ársins
Fjögur alţjóđleg mót var haldin á árinu. Kaupţingsmót Hellis og TR, Reykjavík International,Fiskmarkađsmót Hellis og Bođsmót TR. Allt skemmtileg mót og vonandi halda félögin áfram á ţeirri braut ađ halda alţjóđleg mót. Viđburđur ársins ađ mati ritstjóra er hins vegar sú ákvörđun Kaupţings ađ verđa styrktarađili Hjörvars Steins. Frábćrt framtak.
Taflfélag ársins
Hellir.........auđvitađ. Félagiđ stóđ fyrir tveimur alţjóđlegum mótum og vann Íslandsmeistaratitilinn og svo Íslandsmót unglingasveita međ fáheyrđum yfirburđum (35 v. af 36 mögulegum).
Öflugt starf var unniđ í mörgum félögum í fyrra. Björn Ţorfinnsson var nafnbótina hjá mér ađ ţessu sinni en hann var ađalsprautan í ţremur alţjóđlegum skákmótum sem fram fóru áriđ 2007.
Skáksíđa ársins
Bćđi TR og SA settu upp nýjar og flottar heimasíđur. Heimsíđa Fiskmarkađsmóts Hellis var nýstárleg og höfđu skákáhugamenn gaman ađ ţví ađ fá ferskar fréttir af skákstađ. Skák.is hagar sér eins og versta mella og flutti sig enn um set og er ný vistuđ á Bloggsvćđi mbl.is. Skákhorniđ var öflugt og er valin skáksíđa ársins ađallega ţó fyrir ţađ ađ vera í felum".
Endurkoma ársins
Hrafn Loftsson kom aftur eftir langt hlé og varđ skákmeistari TR! Friđrik Ólafsson átti einnigskemmtilega endurkomu á alţjóđlegu móti í Arnhem í Hollandi.
Stafsetningarvilla ársins
Ritstjórinn var sem fyrr iđinn viđ stafsetningarvillur eins og fyrri daginn. Villa ársins hlýtur ađ vera Húns-ćđi í stađinn fyrir hús-nćđi en ţá fór Húnninn (Björn Ţorfinnsson) mikinn á Skákţingi Hafnarfjarđar.
Bakari ársins:
Áđurnefndur Björn Ţorfinnsson fyrir vöfflubakstur á Fiskmarkađsmótinu!
Ummćli ársins:
Karl Gauti formađur TV í Eyjafréttum ţegar nokkrir félagsmenn höfđu hćtt í félaginu: "Enginn upplausn ţótt ađ nokkrir karlar fari í fýlu."
Hvatningarverđlaun ársins
Helgi Ólafsson fćr hvatningarverđlaun ársins fyrir eftirfarandi texta í Morgunblađinu 23. júní 2007:
Ţó helmingur keppenda sé af erlendu bergi brotinn, ţar af tveir frá landi faróanna, ţurfti Björn ekki ađ leita langt yfir skammt, ţví sumir keppendur eru starfsmenn KB banka, ţ.ám. ţeir sem reka nú lestina eftir fyrstu tvćr umferđirnar. Miđađ viđ taflmennskuna ćttu ţeir ađ snúa sér alfariđ ađ bankastörfum. Mikiđ kostnađarađhald er greinilega haft ađ leiđarljósi viđ framkvćmd ţessa móts.
Ţarf ađ spyrja?
Ađ lokum
Lćt ţetta duga ađ sinni en vil ítreka ađ sjálfsögđu er ţetta fyrst og fremst til gamans gert og enginn má taka of alvarlega enda skrifađ í sjálfhverfum stíl og međ fjölda stafsetningarvilla. Snorra G. Bergssyni ţakka ég yfirlesturinn og nokkrar mjög góđar ábendingar og eru allar villurnar á hans ábyrgđ.
Hafi ég gleymt einhverju(m) voni ég ađ menn fyrirgefi mér!
Gunnar Björnsson
Skák | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
26.10.2007 | 18:25
Stefán Jóhann og Stefán Jóhann ekki tengdir!
Ţađ er nú svo merkilegt ađ Stefán Jóhann Stefánsson, sem sat í fyrsta bćjarráđinu áriđ 1932 fyrir Alţýđuflokkinn, og Stefán Jóhann Stefánsson sem nú situr í varaborgarráđi fyrir Samfylkinguna og er uppalinn í Alţýđuflokknum eru bara alls ekki skyldir ţótt ţér séu alnafnar!
17.10.2007 | 09:47
TR međ forystu eftir fyrri hlutann - fjögur liđ eiga möguleika á sigri!
1. deild
Stađan (spá ritstjóra í sviga)
- (1) TR 25 v.
- (2) Hellir-a 21˝ v. (8 stig)
- (4) Haukar 21˝ v. (6 stig)
- (3) Fjölnir 20 v.
- (6) Hellir-b 12˝ v.
- (7) SA-b 11˝ v.
- (5) SA-a 10 v.
- (8) TV 6 v
Á ýmsu hefur gengiđ í fyrstu deild. Til ađ byrja međ var hátt flug á Haukum sem voru í forystu eftir fyrstu tvćr umferđirnar en máttu sćtta sig viđ naumt tap fyrir Helli í 3. umferđ og ţá notuđu TR-ingar tćkifćriđ og náđu fyrsta sćti sem ţeir halda enn.
TR-ingar geta ágćtlega vel viđ unađ. Nokkur óstöđugleiki einkenndi ţó TR-sveitina, sem ţó stillti upp 3-5 stórmeisturum í hverri umferđ. Í einni umferđinni var hálft b-liđiđ fariđ ađ tefla međ a-liđinu og nánast allt c-liđiđ úr fyrri umferđum komiđ í b-liđiđ. Ţađ setti skemmtilegan svip á keppnina ađ Friđrik Ólafsson skildi sjá sér fćrt ađ mćta til leiks! Í fjórđu umferđ urđu forföll á síđustu stundu hjá a-liđinu og mátti sá sem ţetta ritar taka í hendur á tveimur skákmönnum en sá sem upphaflega átti ađ tefla viđ mig fćrđist viđ ţetta upp um borđ og slapp ţar međ viđ ađ lenda í Sláturhúsi GB.
Íslandsmeistararnir eru í öđru sćti međ 21˝ vinning. Fyrsta borđs mađur Hellis, Jóhann Hjartarson, forfallađist međ skömmum fyrirvara. Tékkinn Radek Kalod tók ţá vaktina á fyrsta borđi en hann var eini stórmeistari Hellis nú. Karl Ţorsteins tefldi međ Helli og er ţađ í fyrsta skipti í ein fjögur ár sem hann teflir opinberlega. Sigurmöguleikar Hellis felast í ţví ađ minnka muninn gagnvart TR og ná góđum úrslitum gegn ţeim í lokaumferđinni. Styrkleik Hellis var sem endranćr góđ liđsheild og hversu menn eru tilbúnir ađ leggja sig ávallt 100% fram fyrir klúbbinn. Radek smellpassar svo í hópinn og hvetur menn óspart áfram.
Haukamenn hafa ekki sagt sitt síđasta orđ og komi ţeir međ sterkt liđ í seinni hlutanum gćtu ţeir hćglega hafnađ í einum af ţremur efstu sćtunum. Mikil og sterk liđsheild einkennir liđiđ og ţar leggja sig allir 100% fram. Á fyrsti borđi teflir Litháinn Kveynis međ sitt stóra bros en hann var eini stórmeistari Hauka.
Fjölnismenn tóku ţátt í fyrsta skipti fyrstu deild Íslandsmóts skákfélaga. Rétt eins og Haukar stilltu ţeir upp ţremur erlendum leikmönnum í fyrstu umferđ en í ţeirri annarri var sá fjórđi mćttur, stórmeistarinn (Likavesky). Ástćđan var sú ađ hann missti af flugi deginum áđur og var ţví of seinn í fyrstu umferđ ţegar félagiđ mćtti TR. Međ Fjölni tefldu ţví 4 stórmeistarar. Á fyrsta borđi tefldi hinn geđţekki Tékki Oral og vann hann m.a. Hannes Hlífar í fyrstu borđi en ţađ er fátítt ađ Hannes tapi skákum í keppninni. Á öđru borđi tefldi okkar nýjasti stórmeistari Héđinn Steingrímsson. Fjölnismenn eru búnir bćđi međ TR og Helli og geta međ góđum úrslitum blandađ sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn.
B-sveit Hellis er í fimmta sćti. Ţar stóđ uppúr góđ frammistađa Gunnars Björnssonar sem vann allar sínar skákir fjórar ađ tölu og er samkvćmt lauslegum rannsóknum ritstjóra sá eini í fyrstu deild sem afrekađi ţađ. Oft hefur veriđ ýjađ ađ ţví ađ b-sveitarmenn beiti sér ekki gegn eigin a-sveit en ljóst er ţađ á ekki viđ Hellismenn ţví formađur félagsins, sem tefldi međ b-sveitinni, og er einnig liđsstjóri liđsins, vann sína skák! Hann reyndar bćtti ţađ upp međ ţví sigra einnig andstćđinga sína hjá TR og Haukum.
B-sveit SA er í sjötta sćti og er athyglivert ađ ţeir eru fyrir ofan a-sveitina. Rétt eins og venjulega markađi b-sveitin verulega á a-sveitina en ţar urđu úrslitin 5-3 a-sveitinni í vil. Margt bendir ţó til ţess ađ sveitin falli ţví andstćđingarnir í seinni hlutanum verđa m.a. TR og Hellir a-sveit.
A-sveit SA er í sjöunda sćti. Sveitin mun fćrast ofar enda fékk hún geysierfitt prógramm í fyrri hlutanum. Mikil forföll voru hjá Akureyringum ađ ţessu sinni. Ýmist voru menn uppteknir erlendis, innanlands eđa vildu jafnvel ekki tefla í mótmćlaskyni!
Eyjamenn eru í áttunda og síđasta sćti. Liđ ţeirra var veikt eins og vitađ var fyrirfram. Helgi Ólafsson tefldi ţrjár skákir, allar skákirnar nema gegn TR ţar sem hann átti ađ hafa svart gegn Hannesi Hlífari. Í ţeirri viđureign vantađi einnig annađ borđs manninn, Pál Agnar. Stefán Ţór Sigurjónsson tefldi ţá á fyrsta borđi en ég held ađ ég fari rétt međ ađ hann hafi ekki komist í a-liđiđ í fyrra. Ţađ breytti ţví ekki ađ Eyjamenn náđum hálfum vinningi á TR en Sigurjón Ţorkelsson gerđi stutt jafntefli viđ Galego. Skyldi ţessi hálfi vinningur skipta svo máli í lokin?
Nokkur skemmtileg atvik áttu sér stađ eins og venjulega. Í viđureign SA og Hellis lék norđanmađur ólöglegum leik. Hellisbúinn drap kónginn, sem má ekki, og stađ ţess ađ kalla á skákstjóra rađađi sá norđlenski upp mönnunum og gaf ţar međ skákina. Rétt hefđi hins vegar ađ halda skákinni áfram og láta Hellisbúann fá aukatíma! Menn gleyma sér stundum í hita leiksins.
2. deild
Stađan:
- (1) Bolungarvík 20 v.
- (7) Haukar-b 13 v. (4 stig)
- (4) Reykjanesbćr 13 v. (4 stig)
- (2) TR-b 13 v. (3 stig)
- (8) Selfoss 12˝ v.
- (3) TG 11 v.
- (5) Akranes 10˝ v.
- (6) Kátu biskuparnir 3 v.
Ţađ heyrir til undantekninga ef ritstjóri spáir ađ einhverju viti fyrir 2. deild og margt bendir til ađ svo sé einnig nú. Bolvíkingar eru langefstur og Kátu biskuparnir, sem varla eru kátir međ stöđuna núna, eru langneđstir. Öll hin liđin er einum hnapp og ađeins munar 2˝ vinning á milli 2. og 7. sćti. Ég hef reyndar trú á ţví ađ TR-ingar fylgi Bolvíkingum upp enda styrkist b-liđ ţeirra til muna í síđari hlutanum.
Liđ Kátra er einfaldlega ekki nógu sterkt fyrir 2. deild en ţeir fengu engan liđsauka nú ađ utan eins og ţeir gerđu í fyrra sem hefđi veriđ lífspursmál fyrir ţá hefđu ţeir vilja haldi sínu sćti í deild ţeirra nćstbestu. Ómögulegt er ađ segja hverjir munu fylgja ţeim niđur.
3. deild.
- (1) KR 17˝ v.
- (3) Hellir-c 16 v.
- (2) TR-c 16 v.
- (5) TG-b 12 v.
- (4) Dalvík 12 v.
- (6) TR-d 8 v.
- (8) TV-b 7 v.
- (7) Reykjanesbćr-b 6˝ v.
Ritstjóri virđist hafa veriđ óvenju glöggur í spánni fyrir ţriđju deild. Ţar eru KR-ingar efstir en eru engan vegin öruggir um ađ vinna sér sćti í 2. deild ađ ári ţví líklegt er ađ bćđi sveitir Hellis og TR muni koma sterkari til leiks ađ ári. TR-ingar eiga bćđi eftir ađ tefla viđ KR og Helli og stađa Hellis ţví nokkuđ vćnleg. Botnbaráttan er ekki síđur spennandi. Líklegt er ađ úrslitin ráđist ekki fyrr en á lokasekúndunum.
4. deild
Stađan:
1. (1) Bolungarvík-b 17˝ v.
2. (2) Fjölnir-b 16˝ v.
3. (6) Víkingasveitin 16 v.
4. SA-c 15˝ v.
5.-8. Haukar-c, KR-b, Snćfellsbćr og Austurland 15 v.
9. Hellir-f 14˝ v.
10. Selfoss-b 14 v.
11.-15. Reykjanesbćr-c, Haukar-d, TV-c, UMFL og TG-c 13 v.
16.-17. Sauđárkrókur og Hellir-d 12˝ v.
18.-19. Gođinn og Hellir-g 12 v.
20. TR-e 11 v.
21. UMSB 9˝ v.
22, SA-d 8˝ v.
23.-24. Haukar-e og Hellir-e 7 v.
25.-26. Fjölnir-c og Skákdeild Ballar 6 v.
27. TR-f 5 v.
Í fjórđu deild getur einnig allt gerst. Líklegast er ţó ađ Bolvíkingar, Fjölnismenn og jafnvel Víkingasveitin berjist um sćtin tvö. Gaman er ađ sjá klúbba eins og Snćfellinga og Austlendinga blanda sér í baráttuna. Hrafn Jökulsson tefldi fyrir Snćfellinga og var óvenjulegt ađ sjá ţann mikla skákfrömuđ láta sér duga ađ tefla bara". Hann stóđ sig víst vel og vann m.a. Erling Ţorsteinsson.
Ađ lokum
Eins og venjulega fór keppnin vel fram. Ađstćđur í Rimaskóla eru til mikillar fyrirmyndar og enn skemmtilegra ţegar allir tefla í einum sal. Haraldur Baldursson var röggsamur yfirdómari sem sá til ţess ađ allt gengi vel fyrir sig. Eina sem mér finnst vanta er ađ fá ekki einstaklingsúrslit en viđ ţađ er erfitt ađ eiga ţví allir sem vettlingi geta valdiđ tefla í keppninni, og ţeir sem ekki tefla eru gerđir ađ skákstjórum!
Ef til vill ćtti SÍ ađ íhuga ađ borga fyrir ţađ og fá einhvern utanađkomandi til ađ slá ţessu jafnóđum inn. Reyndar mikil vinna fyrir viđkomandi. Einnig verđur SÍ ađ beita sér fyrir ađ skákir mótsins verđi slegnar inn.
Jćja, ţá er skemmtilegum fyrri hluta lokiđ og ljóst ađ menn geta fariđ ađ hlakka til fyrir ţann seinni sem fram fer 28. febrúar og 1. mars og vonandi einnig í Rimaskóla.
Megi besta liđiđ vinna!
Gunnar Björnsson
Höfundur er ritstjóri Skák.is og formađur Taflfélagsins Hellis
Skák | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2007 | 02:06
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga
Aldrei má vanmeta Íslandsmeistarana, fyrirgefiđ orđalagiđ sem sýndu ţađ í fyrra ađ ţeir eru sýnd veiđi en ekki gefin ţegar ţú unnu óvćntan sigur á Íslandsmótinu. Svo gćti ţriđja Reykjavíkurliđiđ, Fjölnismenn einnig blandađ sér í baráttuna en ţeir mćta vćntanlega međ fjóra stórmeistara til leiks og ţar á međal međ okkar nýjasta stórmeistara Héđinn Steingrímsson vćntanlega á fyrsta borđi.
Sagan gćti veriđ međ Helli. Rétt eins og í fyrra töpuđu ţeir örugglega fyrir TR í Hrađskákkeppni taflfélaga og voru langt fyrir neđan sama félag í EM taflfélaga. En ţegar kom ađ Íslandsmóti skákfélaga sýndu Hellisbúar hver sé pabbinn og unnu góđan sigur. Mun sagan endurtaka sig?
Stigahćsti skákmađur landsins, Jóhann Hjartarson er genginn til liđs viđ Íslandsmeistarana og er ćtlađ ađ fylla skarđ Hannesar.
Önnur félög eru ekki líkleg til ađ blanda sér í toppbaráttuna. Haukamenn eru líklegastir til ađ hreppa fjórđa sćtiđ en Akureyringar gćtu ţó blandađ sér í ţá baráttu.
Í fallbaráttunni berjast vćntanlega b-sveitir Hellis og SA og svo silfurliđ Eyjamanna sem hafa misst flesta sína best menn nema ţá Helga Ólafsson og Sćvar Bjarnason.
Ég spái TR-ingum öruggum sigri. Liđ ţeirra er einfaldlega mun sterkara en önnur liđ. Hellismenn og Fjölnismenn berjast svo vćntanlega um annađ sćtiđ.
Spá ritstjóra:
- 1. TR
- 2. Hellir-a
- 3. Fjölnir
- 4. Haukar
- 5. SA
- 6. Hellir-b
- 7. TV
- 8. SA-b
2. deild
Í 2. deild hljóta Bolvíkingar ađ teljast líklegastir til afreka. Einnig sýnist mér TR-b ćtti ađ fylgja ţeim nokkuđ örugglega upp. Helst gćtu Garđbćingar og Reyknesingar blandađ sér í ţá baráttu. Erfitt er spá um fallbaráttuna en ég spái Selfyssingum og b-sveit Hauka falli. Samt ég vil setja mikla fyrirvara viđ viđ ţađ enda mjög erfitt ávallt ađ spá í spilin í 2. deild ţar sem liđin ţar eru afar jöfn.
Spá ritstjóra
- 1. Bolungarvík
- 2. TR-b
- 3. TG
- 4. SR
- 5. TA
- 6. Kátu biskuparnir
- 7. Haukar-b
- 8. Selfoss
Ég spái ţví KR-ingar endurheimti sćti sitt í 2. deild. Ţeir hafa styrkt sig og voru í raun og veru međ of sterkt liđ í fyrra til ađ falla. Ómögulegt er ađ spá hverjir fylgi ţeim upp. Í ţá baráttu gćtu c-sveitir TR og Hellis blandađ sér og jafnvel Dalvíkingar. Styrkleiki c-sveitanna fer ţó mikiđ eftir ţví hvernig ţeim gengur ađ manna sveitirnar í 1. og 2. deild. Ég ćtla ađ spá c-sveit TR öđru sćtinu. Ég spái TV-b og SR-b falli en rétt eins og í 2. deild er erfitt ađ spá í spilin. Einnig gćtu TG-b og Dalvíkingar blandađ sér í fallbaráttuna.
Spá ritstjóra
- 1. KR
- 2. TR-c
- 3. Hellir-c
- 4. Dalvík
- 5. TG-b
- 6. TR-d
- 7. SR-b
- 8. TV-b
4. deild.
Í fjórđu deild er 31 liđ skráđ til leiks sem er er met. Viđ eitt félagiđ kannast ég ekki, ţ.e. Skákdeild Ballar. Víkingasveitin er annađ nýtt félag en ţar eru ferđinni ýmsir sterkir skákmenn og gćti sú sveit blandađ sér í toppbaráttuna.
Mér finnst líklegast ađ B-sveit Bolungarvíkur hafi sigur í deildinni en viđ styrkingu a-sveitarinnar er ljóst ađ margir sterkir skákmenn munu tefla međ b-sveitinni. Ég spái ađ annađ sćtiđ falli b-sveit Fjölnis í skaut. Ađrar sveitir sem kunna ađ blanda sér í baráttuna gćtu veriđ b-sveit KR, d-sveit Hellis , Austlendingar, Víkingasveitin og örugglega fleiri sveitr.
Spá ritstjóra:
- 1. Bolungarvík-b
- 2. Fjölnir-b
- 3. KR-b
- 4. Hellir-d
- 5. Austurland
- 6. Víkingasveitin
6.
Ađ lokum
Eins og venjulega vil ég benda mönnum á ađ taka ţessa spá međ öllum mögulegum fyrirvörum. Hún er sett fram til gamans og ţađ má öllum vera ljóst ađ ritstjórinn veit ekki allt um liđsskipan allra liđa!
Ég hlakka til helginnar og óska skákmönnum gleđilegrar hátíđar!
Gunnar Björnsson
Höfundur er Ritstjóri Skák.is og formađur Taflfélagsins Hellis
Skák | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
29.9.2007 | 01:38
Fertugur og fćr í allan sjó!
Ţröstur Ţórhallsson var veislustjóri og stóđ sig međ stakri prýđi. Arnaldur Loftsson samdi texta međ smá ađstođ Sverris Stormkers sem afmćlisbarniđ var látiđ syngja. Bindindisfélagiđ stóđ svo fyrir falskasta söng Íslandssögunnar eins og vera ber. Ég hef alltaf taliđ mig slakan söngvara en ég hefđi gert miklu betur! Guđfríđur Lilja fjallar um afmćliđ og gerir söngnum góđ skil á bloggsíđu sinni. Takk fyrir falleg orđ í minn garđ, Lilja!
Vínskápurinn er nú fullur af koníaks- og viskýflöskum. Allmargar bćkur bćttust viđ í bókaskápinn og ófáar inneignarnótur bíđa ţess ađ vera notađar! Bindindisstrákarnir gáfu mér veglega golfkerfu svo golfiđ verđur tekiđ föstum tökum nćsta sumar. Eina gjöf mér ţótti mér einkar vćnt um en hún var frá Helli, ţ.e. afmćlisbikarinn en ţar segir: Taflfélagiđ Hellir Afmćlisbikarinn, 1. verđlaun Gunnar Björnsson 40 ára ţann 23. september 2007 fyrir 16 ára samfelda stjórnasetur, sigurćla liđsstjórn og óskeikula skákstjórn Takk!
Gulli bróđir Ídu koma međ mynd ţar sem búiđ var ađ setja inn nýjan söngvara inn fyrir Freddie. Sá er ekki síđri!
Ađ loknu veislunni í Gallerýinu voru helstu partýrotturnar drifnar í partý heim í Gnođarvoginn. Ţar var drukkiđ langt fram á nótt , dansađ og haft gaman. Hef síđan ţá labbađ međ hauspoka ţegar ég ég hitti nágrannana
Sunnudagurinn, já hann var ekki jafn skemmtilegur! Já og ţá skrópađi ég í hópavinnu í HR í fyrsti skipti. Líkaminn og sófinn náđu of vel saman til ađ vinna viđ verkefni í Rekstrarstjórnun.
Međfylgjandi er tveir textar sem búnir voru til í tilefni afmćlisins. Sá fyrri er eftir Kolbrúnu Eiríksdóttur, sem vinnur međ Ídu og sá síđari er eftir Sverri Stormsker og Arnald Loftsson.
Nú er Gunnar fertugur og fagnar ţví,
Flakkađ hefur mikiđ bönkunum í,
Byrjađi í Íslandsbanka ungur og hress,
En varđ ansi leiđur og sagđi svo bless.
Svo lá leiđ til Kaupţings en ţađan fór hann
Beina leiđ til Björgólfs í Landsbankann,
Ţeir eru víst ađ spá í ţađ í Sparisjóđunum,
Hvernig ţeir eigi ađ taka á móti ' onum.
Hellisbúi er hann og heldur utan um
Ađ hlađa ţar niđur skákfréttunum,
Hann er býsna fróđur og bćkur hann les,
Og beljandi hláturinn er vođalega spes.
Kátur og glađur ertu Gunnar minn,
Gćfa og lukka lýsi veginn ţinn,
Drekkum nú og dönsum og hlustum á Queen,
Til hamingju segir hún Ída ţín.
Takk ída og Kolbrún. Frábćr texti ţótt fćstir hafi náđ honum ţegar Bindindiskórinn söng hann. Til ţess var hann of falskur. Myndin hér af mér til hliđar ýsir viđbrögđum mínum viđ söngnum.
Hér kemur texti Arnaldar og Sverris:
Hei, Gunni ólst upp í Hlíđunum
Í Grćnuhlíđ međ brćđrunum
Hann tefldi alltaf agressívt
međ bćrilegum árangri.
Hann hefur unniđ vel í bankanum
og vakađ yfir bréfaguttunum.
Hann Gunni stofnađi svo Skák-Hellinn
og bindindis-sveina-skákklúbbinn
Hann er sannlega algjör félagsfrík
Viđ skálum fyrir ţví.
Viđ skulum skála fyrir ţví
ađ viđ erum nú í afmćlí!
Skál, skál,
Skál, skál fyrir Gunna Björns
Skál, skál
Skál, skál fyrir félögum
og góđu fylleríunum.
Hann Gunni giftist síđan Ídunni,
Elskunni og heillinni.
Finnst mér nú alveg tilvaliđ
ađ skála fyrir ţví.
Nú skálum fyrir ţeirra sonum
og síđan fyrir öllum konum!
:Gunni!, Gunni! Gunni hinn fertugi
Vei, vei, vei vei skálum fyrir ţví
hversu sjaldan hann fer á fyllerí.:
Gunni!, Gunni! Gunni hinn fertugi
Vei, vei, vei vei skálum fyrir ţví
ađ ţađ sé enn til nóg ađ skála í.
Hér má finna myndasafn frá gleđinni. Einnig má hér finna gamlar myndir af mér ađ mestu úr myndaalbúmi mömmu en ţessar myndar rúlluđu á myndvarpa.
Öllum ţeim sem hjálpuđu mér viđ afmćliđ ţakka ég fyrir hjálpina. Mömmu fyrir ađ búa til 300 ostastangir, Stebba og Önnu fyrir hjálp heima til ađ undirbúa heimiliđ fyrir átökin, Ţóri bróđi fyrir myndatökuna, Ţresti fyrir veislustjórn, Svenna bróđir Ţrastar fyrir leigu á ţessum ofsalega skemmtilega stađ, ţeim systrum Gunnu og Öddu, sem hjálpuđu viđ Sushíiđ, Daníu, Tótu, Steingerđi og Örnu sem báru fram veitingar af miklum myndarskap. Mestar ţakkir frá ţó hún Ída mín, sem stóđ sig eins og hetja viđ ađ allt vćir eins og ţađ ćtti ađ vera. Öllum öđrum sem ég gleymi ađ telja upp ţakka ég líka fyrir!
Kórinn fćr svo sérstakar ţakkir fyrir ađ koma fólki í svona gott skap!
Fimmtugur, ég get bara ekki beđiđ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2007 | 11:16
Ţegar stórt er hefnt.........
Fréttastofa Stöđvar 2 hefur ekki séđ ástćđu til ađ fjalla um Íslandsmótiđ í skák. Ţar til í gćr ţá birtist skrýtin frétt á Stöđ 2 ţar sem fram kom ađ verđlaun í karlaflokki vćru mun hćrri en í kvennaflokki. Nú er ţađ ţannig ađ í Íslandsmótinu í skák er enginn karlaflokkur heldur landsliđsflokkur og međal keppenda nú er t.d. sterkasta skákkona landsins, Lenka Ptácníková. Inntakiđ í fréttinni var ţví kolrangt.
En hvađ skýrir ţessa skrýtnu frétt? Ţađ skyldi ţó ekki vera grein Guđfríđar Lilju í Fréttablađinu í fyrradag til varnar Ţóru Kristínu Ásgeirsdóttur sem fréttastjórinn rak um daginn?
Eitt sitt spunameistari ávallt spunameistari?
Ţegar stórt er spurt...........
25.8.2007 | 20:55
Ferđalok Spánarferđar
Jćja, ţá er komiđ ađ lokauppgjöri ferđarinnar. Á miđvikudeginum fórum viđ á Terra Mítica sem er einn stćrsti skemmtigarđur Evrópu ađ okkur skilst. Hann er rétt viđ Benidorm, en hér er mynd sem tekin var úr "lyftu" sem fór býsna marga metra upp í loft.
Ţar fór ég í rússíbana í fyrsta skipti á ćvinni en Björn tókst ađ draga mig í einn slíkan. Viđ biđum í biđröđ í yfir einn klukkutíma í ţeim eina tilgangi ađ líđa vítiskvalir í 5 mínútur! En mikiđ leiđ manni vel ţegar ţetta var búiđ!
Einnig fórum viđ t.d. í draugahús, litbolta (paintbolta) ţar sem ég fékk góđa málningarklessu í gagnaugađ og hefđi semsagt orđiđ steindauđur í alvörustríđi! Eitt ţađ skemmtilegasta ţarna voru vatnsrússíbanar ţar sem mađur tók góđar salíbunur og verđ hundblautur. Alveg ţrćlskemmtilegur dagur en viđ komum ekki heim fyrr en um miđnćtti!
Á Alicante kynntumst viđ skemmtilegu fólki, sem átti heima í sömu lengju og viđ, ţau hin sömu sem lentu í bírćfnu ráni sem ég hef sagt frá áđur. Einnig hittum viđ Sigga frćnda hennar Ídu (mamma Ídu og amma hans eru systur).
Viđ fórum t.d. međ ţeim á Terra Mitica og ţar hitti ég einnig skólabróđur minn hann Björn Róbert.
Mamma reyndist bara ţokkalega spök en ţessi mynd er tekin af henni á asíska snilldarstađnum Wok sem ég hef sagt frá áđur.
Á fimmtudeginum var brottför undirbúin og svo lagt af stađ um kvöldmatarleytiđ. Í flugvélinni var mikiđ hóstađ og greinilegt ađ margir tóku međ sér kvef heim til Íslands ţar á međal sá sem ţetta ritar!
Skemmtileg ferđ er búinn og nú tekur vinnan og skólinn viđ! Ţakka ţeim sem lásu!
Fleiri eru komnar inn flestar frá Terra Mítíca. Ţar má finna undir "myndaalbúm" efst til vinstri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 22:52
Á Spáni er hćgt ađ djamma og djúsa
Jćja, fyrst er ađ afsaka bloggletina. Ţađ er einhvern veginn ţannig ađ mađur verđur býsna góđur í ţví gera ekkert ţegar mađur byrjar á ţví. Ýmislegt hefur á daga okkur drifiđ síđan síđast. Viđ fórum á Terra Natura, sem er vatnsrennibrauta- og dýragarđur og áttum ţar góđan dag. Ţessi garđur er í Murcia, sem er svolítiđ inn í landi, og sennilega var ţađ snjall leikur enda ekki mikiđ um rađir. Ég hef heyrt af fólki sem hefur fariđ í garđi í Torreveca ađ ţar sé algjör örtröđ.
Eitt ţađ allra skemmtilegasta var ţegar björnunum voru gefnir ávaxtir eins og sjá má á međfylgjandi mynd. Vinalegir ţessir Birnir!
Mamma kom á laugardagskvöldiđ og náđum viđ Björn í hana út á flugvöll. Sú gamla var hin sprćkasta. GPS-tćkiđ kom ađ góđum notum viđ ađ finna flugvöllinn. Reyndar virkar tćkiđ ekki alltaf fullkomlega hér og nokkuđ um ađ götur séu ekki inn á ţví. Einnig hefur sagt okkur ađ beygja til hćgri ţegar ţađ er ekki hćgt en engu ađ síđur hefur ţađ hjálpađ okkur heilmikiđ. Takk kćrlega fyrir lániđ Hildur!
Viđ fórum á ströndina í Guerdemar á sunnudeginum. Virkilega skemmtileg strönd međ háum öldum og miklu minna af fólki en á Torraveca-ströndinni. Á leiđinni ţar renndum viđ framhjá flóamarkađi og ýmislegt keypt eins og t.d. Gerrard-treyja á Gunnar Val og ég keypti mér skó! Eftir ströndina keyrđum viđ strákarnir niđur á enska pöbb í Torravoca og horfđum á Liverpool-Chelsea og ţar hitti ég skólafélaga minn, hann Björn Róbert. Ég var nokkuđ hissa ađ nánast jafnmargir á pöbbnum voru ađ horfa á einhver ruđningsleik. Ég meina..........Liverpool-Chelsea..............og ruđningsbolti. Come on!
Ţví miđur skemmdi dómarinn leikinn ţegar hann dćmdi víti á Liverpool. Ridicilus decision sögđu ţulirnir á Sky Sport og međlýsandi ţeirra, Steve McLaren landsliđsţjálfari Englendinga. Búiđ er ađ dćma tvö víti á Liverpool á Anfield í ár sem er einu meira en allt tímabiliđ í fyrra! En frammistađa minna manna góđ og rauđklćddu drengirnir til alls líklegir í ár. Minni svo á ađ áskriftin af enska boltanum hćkkađi um 88% á milli ára eftir ađ boltinn fćrđist til 365.
Um kvöldiđ fórum viđ svo á fínan skemmtilegan ítalskan veitingastađ í bođi Guđríđar. Um kvöldiđ settumst viđ svo upp og drukkum og höfđum gaman langt fram á nótt!
Dagurinn í gćr fór ađ miklu leyti í leti (sem er mjög óvenjulegt hér!). Viđ fórum reyndar í moll, nánar tiltekiđ Carrefour og reynum ađ lifa í ţeirri blekkingu ađ ađrir kunna ađ hafa verslađ meira en viđ en tengdamćđgurnar reyndust vera býsna öflugar ţegar komiđ var í fatadeildina. Ég var reyndar mjög ánćgđur međ bjórinn sem ég keypti ţar en dósin kostađi 0,26 evru. Ćtli Guđlaugur Ţór viti af ţessu ?
Í kvöld fórum viđ á asískan stađ hér kallađan Wok. Meiriháttar flottur stađur ţar sem mađur velur sér hrátt kjöt og lćtur kokkinn elda fyrir sig. Alveg frábćr stađur sem ég hvet alla á ađ fara á sem koma hingađ.
Nú eru bara 2 dagar eftir og á morgun ćtlum viđ ađ fara í Terra Mitaca, sem er stćrsti skemmtigarđurinn hér og einhver sagđi mér ađ ţetta vćri stćrsti skemmtigarđur Evrópu. Međ okkur fer skemmtilegt fólk sem viđ höfum kynnst hér.
Ađ lokum verđ ég nefna býsna bírćfiđ rán, sem varđ í íbúđ í lengjunni nánar tiltekiđ í horníbúđ íslenskrar fjölskyldu, einmitt hjá ţeirri sem viđ förum međ á Terra Metica á morgun. Á međan hún var ađ skemmta sér sitjandi útiá neđri hćđinni klifruđu ţjófar upp um efri salir og fóru í svefnherbergin. Ţeir virđast svo hafa dúllađ sér viđ hirđa kreditkort, skartgripi, myndavélar o.ţ.h. á međan allt var á fullum svingi niđri. Ţeir reyndar voru ţađ tillitsamir ađ ţeir skiluđu vegabréfunum á leiđinni út.
Jćja, biđ ađ heilsa í bili, ţurfum ađ vakna snemma á morgun. See you later!
Minni svo á ađ fleiri myndir má nú minna finna undir "myndaalbúm".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2007 | 16:12
Á ströndinni í gćr
Í gćr dreif fjölskyldan sig á ströndina. Nánar tiltekiđ á Los Locos ströndina í Torreveja. Ţegar viđ mćttum ţangađ var ţvílíkur fjöldi ađ fólki ađ okkur leyst ekkert á blikuna. Mikiđ var ađ Spanverjum ţar sem vorum á ströndinni og einhvern veginn höguđu ţeir sér öđruvísi en Vestur-Evrópubúar. Ekki var t.d. óvenjulegt ađ sjá ţá reykja viđ rétt viđ flćđarmáliđ eins og ekkert vćri sjálfsagđara. Sömuleiđis var nokkuđ sérkennilegt ađ sjá konur á eftirlaunaaldri vera berar af ofan!
Mamma.....ţegar ţú kemur hingađ á laugardaginn. Ţú ţarft ekki endilega ađ taka spćnskar konur til fyrirmyndar ađ öllu leyti.
Strákarnir fóru í hefđbunda virkjabyggingar eins og sjá má í međfylgjandi mynd :
.....ok kannski ekki alveg fariđ fariđ međ rétt mál en ég kunni ekki annađ viđ en henda smápeningum í ţá snillinga sem höfđu haft fyrir ţessari smíđ.
Byggingar strákanna voru svona.
Stórar en ekki jafn flottar. Svo fórum viđ kallarnir á hjólabát og skemmtun okkur vel!
Svo var merkilegt ađ um ţrjúleytiđ var allt í einu meirihluti fólksins farinn. Greinilegt ađ Spánverjarnir fara ţá ađ borđa en ég giska ađ um 70% fólksins hafi ţá veriđ farinn.
Ađ loknum skemmtilegri strandferđ var fariđ heim og fariđ í sundlaugina og horft á nokkra Friendsţćtti og slappađ. Enn einum skemmtilegum degi lokiđ!
Minni á myndasafn undir myndaalbúm.
Heyrumst síđar!
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2007 | 07:25
Rólegheit, veikindi og rok!
Í dag ákvćđum viđ ađ fara í minigolf. Björn var eitthvađ hálfslappur en vildi endilega fara. Ţegar viđ komum á vettvang gaf hins vegar maginn sinn og brunađ aftur heim og upp í rúm međ veikan strákinn! Lán í óláni ađ ţetta skyldi ekki gerast á verri tíma t.d. í einhverjum skemmtigarđinum hérna. Hann er allur ađ braggast, virđist hafa veriđ smá magaóruleiki en best ađ mađur sleppi ţví ađ fara of ítarlega í veikindalýsingar. Ađrir eru betri í ţví en ég!
Ţađ var ţví ljóst ađ ekki yrđi borđađ út í kvöld. Ég dreif mig ţá í Consum til ađ versla meira enda átti ţađ ekkert mál ađ vera, auglýst skýrum stöfum ađ opiđ sé alla daga frá 9-21:30 en...............ţá var lokađ. Viđ nánari eftirgrennslan kom í ljós ađ ţađ er ekki opiđ nema til 14:30 á sunnudögum! Spánverjarnir sko međ smáa letriđ sko. Annars er nokkuđ spaugilegt ađ reyna ađ spyrja Spánverjana af einhverjum. Alltaf er manni međ svarađ međ spćnsku en eina setningin sem ég kann í ţví tungumáli er: "uno cerveza grande"!
Ég hafđi fyrr keypt nokkra hamborgara sem ég skellti á grilliđ en fjölskyldan uppgötvađi ađ spćnskir hamborgarar eru ekki jafngóđir og ţeir íslenskir. Minntu frekar á kjötbollur í hamborgarabrauđi! Ţetta er eitthvađ sem viđ ćtlum ekki ađ endurtaka.
Í dag lá mađur ţví ađ mestu í sólinni en mađur hljóp inn öđru hverju til ađ horfa á enska boltann. Hér er Sky-afruglari og fylgir ţví sérstök vellíđan ađ horfa á enska boltann án ţess ađ 365 hagnist á ţví! Ćtli Pétur Pétursson og Ari Edwald viti af ţessu? Ćtli ţeir geti kannski bannađ Íslendingum ađ horfa á enska boltann í útlöndum? Kannski ţeir séu núna uppteknir ađ lćra markađsfrćđi og hvernig eigi ekki ađ koma fram viđ viđskiptavini sína.
Seinni partinn skall svo á hávađarok, međ smá skúrum en ţó er vel hlýtt. Smá skruggur í kaupbćti. Ţegar ţetta er ritađ (um 21:00 á spćnskum tíma) ćtlum viđ strákarnir ađ rétt ađ skreppa í laugina.
Á morgun er planiđ ađ fara á ströndina í Torreveja.
Biđjum ađ heilsa heim!
Athugasemd: Skrifađ í gćrkveldi en netiđ virkađi ţá ekki sem skyldi.
Bloggar | Breytt 27.8.2007 kl. 09:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)