Færsluflokkur: Bloggar

Stjórnarandstæðan ætti að skammast sín

AlþingiEitt það sorglegasta við þingstörf almennt er hið svokallaða málþóf.  Sjá hvern stjórnarandstæðinginn koma upp hvern á fætur öðrum upp í ræðustól og segja ekki neitt er skammarlegt svo ekki sé meira sagt og algjör skrummskæling á lýðræðinu.

Stjórnin hefur meirihluta og þann meirihluta á að virða.  Ég vona að stjórnarandstæðþingmenn hafi manndóm í sér og hætti þessu bulli og virði meirahlutavilja Alþingis.   

Þegar þetta er ritað er Ögmundur Jónasson í ræðustóli.  Eftirfarandi þingmenn eru svo á mælendaskrá:

  • Valdimar Leó Friðriksson - utan flokka
  • Jón Bjarnason - VG
  • Jóhanna Sigurðardóttir - Samf
  • Kjartan Ólafsson - Sjálfs
  • Jóhann Ársælosson - Samf
  • Magnús Þór Hafsteinsson - Frjáls
  • Ásta R. Jóhannesdóttir - Samf
  • Helgi Hjörvar - Samf
  • Kristján L Möller - Samf
  • Katrín Júlíusdóttir - Samf
  • Hlynur Hallsson - VG
  • Kolbrún Halldórsdóttir - VG
  • Mörður Árnason - Samf 

 


mbl.is Þorgerður Katrín segist taka undir ummæli um grímulaust málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skákmeistari í boði Kaupþings!

Helgi Dam ZiskaHinn ungi og efnilegi færeyski skákmaður, Helgi Dam Ziska, sem er aðeins 16 ára, er orðinn alþjóðlegur meistari í skák, og er nú einn alefnilegasti skákmaður norðurlanda. 

Árangur Helga Dam hefur vakið mikla athygli í heimalandi hans og var kosinn íþróttmaður ársins 2006 í Færeyjum.   Aðalstyrktaraðili Helga er í Kaupþing í Færeyjum og hefur það ekki farið fram hjá neinum sem til þekkir hversu Kaupþingsmenn í Færeyjum eru stoltir af sínum manni.  

Hér er tilvalið viðskiptatækifæri fyrir íslenska banka, stærri fyrirtæki eða auðmenn.  Því ekki styrkja okkar yngstu og efnilegustu skákmenn til æðstu metorða í skákinni með því taka ungan og efnilegan skákmann og styrkja hann myndarlega og gerast styrktaraðili viðkomandi skákmanns?  Styrkja mætti viðkomandi skákmenn bæði til að tefla á mótum erlendis sem og að fá þekkta erlenda skákkennara.  

Hér má t.d. nefna Hjörvar Stein Grétarsson, félagsmenn í Taflfélaginu Helli, sem er aðeins 13 ára, en er þegar farinn að gera sterkustu skákmönnum landsins skráveifu, tefldi í landsliðsflokki Skákþings Íslands, aðeins 12 ára, og sló þar með 20 ára met Hannesar Hlífars og Þrastar Árnasonar.  Hjörvar náði líka t.d. að vinna skoska stórmeistarann John Shaw á Kaupþings móti Taflfélagins Hellis, sem fram fór síðustu páska!

Tilvalið viðskiptatækifæri!


Margrét í varaformanninn

Margrét SverrisdóttirÞar kom það.  Margrét ætlar í varaformanninn, en ekki formanninn.  Sjálfur hef ég enga trú á öðru en að hún landi embættinu enda afburðarmenneskja í flokknum og sú eina, að mínu mati, sem getur dregið fólk að flokknum.  

Annars er nafnið á flokknum út af fyrir sig nokkuð sérstakt miðað við áherslur sumra flokksmanna.  Ég meina.......þjóðernissinnaður flokkur sem kallar sig Frjálslyndan!

 


mbl.is Margrét Sverrisdóttir sækist eftir sæti varaformanns Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dorrit og Ísrael

DorritÉg hafði mjög gaman að viðtali Evu Maríu við Dorrit Moussaieff í Kastljósinu í kvöld.  Mér fannst punktar Dorritar um stöðu mála í Ísrael athyglisverðar, en sjálfur hef ég verið hrifinn af þvi, hvernig Ísraelsmenn er sett fram hérlendis, þ.e. annaðhvort séu Ísraelsmenn alltaf vondu gæjarnir eða Palestíníumenn séu allir sem ótýndir hryðjuverkmenn.   

Dorrit kom upp með vinkil að gera Jerúsalem að alþjóðlegu svæði, undir verndarvæng t.d. SÞ en borgin er heilög borg í þremur trúarbrögðum.  Mér finnst þessi hugmynd allrar athygli verð og þá sérstaklega athyglisvert að hún sem gyðingur nefni slíka hugmynd sem hlýtur að vera algjört eitur í hugum margra Ísraelsmanna.  Hún sagðist meira að segja hafa talað um þessa hugmynd við ísraelska ráðamenn en engið misjafnar undirtektir.


Söguleg úrslit hjá Framsóknarflokknum

FramsóknÉg held að menn átti sig ekki á hversu söguleg úrslitin í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi séu.  Í fyrsta sinn væntanlega í sögu Framsóknar verður enginn Austfirðingur á þingi fyrir flokkinn en Austfirðingar biðu afhroð á kjördæmaþinginu og þeirra efsti fulltrúi hafnaði aðeins í fimmta sæti.

Fyrir Framsóknarflokkinn á Austfjörðum hafa m.a. setið skörungar eins og Halldór Ásgrímsson (bæði yngri og eldri!), Eysteinn Jónsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Tómas Árnason.  Og þess má geta að Halldór Ásgrímsson kom inn sem þriðji maður á lista Framsóknarflokksins er hann settist fyrst á þing árið 1974.  

Munu Austfirðingar styðja Framsóknarflokkinn? Eða munu þeir fremur styðja Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna eða VG þar sem þeirra fólk er í góðum sætum?   

 

 

 


Valgerður skammar Sjálfstæðisflokkinn

ValgerðurÖruggur sigur hjá Valgerði.  Annars átti Valgerður góðan dag í dag.  Mér fannst útspil hennar í fréttatíma Stöðvar 2 var afskaplega þarft en þar skammaði hún Sjálfstæðisflokkinn fyrir viðkvæmni flokksins í Evrópumálum.  Afhverju vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki ræða málin?

Valgerður hefur nefnt þann valkost að taka upp Evru án þess að ganga í ESB.  Það getur vel verið að það sé óraunhæft en þessi má mál verður að skoða betur án þess að vera með einhvern snúð þegar Evru- og Evrópumál eru rætt.  

Sjálfur er ég tveggja barna faðir og kannast við það synir mínir vilja ekki ræða ekki málin þegar þau eru óþægileg.  Kannski að uppeldið á þeim sem og forystumönnum Sjálfstæðisflokknum hafi ekki verið sem skyldi?

 

 


mbl.is Valgerður í fyrsta sæti á lista framsóknar í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt saman Samfylkingunni að kenna!

Geir HaardeLjóst er að Evrumál og slæm staða krónunnar verður sennilega það mál sem verður Sjálfstæðisflokknum hvað erfiðast í komandi kosningum.   Í kvöldfréttum RÚV mátti nánast heyra forsætisráðherra, Geir H. Haarde, kenna Samfylkingunni um slæma stöðu krónunnar og hversu óstöðugur gjaldmiðillinn er. 

Maður bíður spenntur eftir hvað kemur næst.  Er Kárahnjúkavirkjun VG að kenna?  Eða bera Frjálslyndir ábyrgð á kvótakerfinu?

Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum W00t


mbl.is Ingibjörg Sólrún ræðir stjórnarsamstarfskosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mathiesen, krónan og Johnsen

ÁrniMathiesenÞað vakti athygli mína um daginn er fjármálaráðherra sagði tal formanns Samfylkingar hafa áhrif á gengi krónunnar.  Ég fæ hins ekki betur séð en með þessu sé ráðherrann eiginilega að viðurkenna að Ingibjörg hafi rétt fyrir sér, þ.e. að krónan sé það slakur gjaldmiðill að segi einhver eitthvað um krónuna þá verði miklar sveiflur á genginu!

Alls konar kenningar hafa verið um fjarveru Johnsens á fundi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og samsæriskenningasmiðir hafa lesið ýmislegt út úr því.   Ég tel skýringarnar hins vegar vera miklu einfaldari en menn hafi haldið. 

ÁrniJohnsenÞetta snýst auðvitað allt um krónuna!  Hefði Mathiesen látið sjá sig með Johnsen hefði krónan hríðfallið!

Já það er margt skrýtið í kýrhausnum W00t

 

 

 


Sannari orð hafa ekki verið sögð!

Bushes "Son, you're making the same mistake in Iraq that I made with your mother:  I didn't pull out in time..."

Evran

euro

Það vekur athygli að allir bankarnir þrír eru auka sinn gjaldeyri og margt bendir til að bankarnir þrír stefna að því að gera upp í evrum allir sem einn.  Við sitjum upp með risaeðlu í Seðlabankanum sem einu sinni líkti evrunni við kúbverska gjaldmiðilinn og er enn fastur í þeim gír.  

Það vakti athygli mína að í gær í fréttum Stöðvar 2 að aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Arnór Sighvatsson, varaði við að taka laun í evrum og nefndi þar með að lán væru í krónum og áhætta launþega þar með mikil.

En ef hægt er að fá hluta launanna í evrum og skuldbreyta samsvarandi hluta íbúðarlánanna í evrulán væri þá ekki hægt að útrýma þeirri áhættu? Og hirða vaxtamuninn áhættulaust?


mbl.is Bankarnir að undirbúa að yfirgefa krónuna sem uppgjörsmynt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband