Færsluflokkur: Bloggar

Ingibjörg að ná fyrri styrk?

Ingibjörg SólrúnIngibjörg Sólrún virðist hafa farið á kostum á aðalfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík ef marka má fréttir þaðan en klippur af fundinum mátti sjá á báðum sjónvarpsstöðunum.  Mér sýndist þar að Ingibjörg hafi verið í stuði og nú rifjaðist það fyrir mér afhverju ISG lagði Sjálfstæðisflokkinn þrisvar að velli í borgarstjórnarkosningum og ávallt með meiri yfirburðum í hvert sinn.  

Loks endaði í Sjálfstæðisflokkurinn í sögulegi tapi þegar flokkurinn fékk sögulega útreið og sitt minnsta fylgi í borgarstjórnarkosningum undir forystu Björns Bjarnasonar.  

Nú sitjum við kjósendur fram fyrir því að stjórnin haldi velli samkvæmt skoðanakönnun Heims.  Er það sem viljum?  Viljum við fleiri Baugsmál?  Áframhaldandi styrkjakerfi, ofurtolla og álögur á landbúnaðarvörur?  Bann við því að málin séu rædd, eins og t.d. Evru- og Evrópumál.

Viljum við það?  Er ekki tími kominn á breytingar?

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún segist ekki taka þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir Margrét?

Margrét SverrisdóttirFrjálslyndir sýndu mikinn dómgreindarskort í dag er þeir kusu Magnús Þór í varaformannsembættið þegar jafn glæsilegur fulltrúi og Margrét var í kjöri, sem hefur margfalt meiri kjörþokka en Magnús.  

Ég skora á Margréti að ganga úr þessum flokki enda á hún ekki samleið með þeim mönnum sem nú stjórna auk þess sem stefna flokksins í innflytjendamálum geta ekki verið samræmi við skoðanir Margrétar.

Kenningar eru um að Margrét kunni að ganga til liðs við Samfylkinguna en athygli hefur vakið að Samfylkingin hefur ekki lokað sínum listum í Reykjavík.  Án efa væri það mikill styrkur frá Samfó að fá Margréti, enda staða flokksins ekki sterk núna samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.  

Stendur Frjálslyndi flokkurinn undir nafni?  Hvað um þjóðernissinnaði karlaflokkurinn?  Væri það ekki nær lagi?


mbl.is Magnús Þór kjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég byrja - gengið hækkar

landsbankinnÉg byrjaði á fimmtudeginum í Landsbankanum og degi síðar er tilkynnt um metafkomu og gengið hækkar.   Kaupþing veltur upp hvort gefa gefa ætti út afkomuviðvörun.

Var það út af betri afkomu eða út af mér?


mbl.is Átti Landsbankinn að gefa afkomuviðvörun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Queen og Supertramp koma til landsins í haust

QueenÉg á afmæli í haust, stórt afmæli, verð fertugur. Ég hef verið að velta því fyrir hvað veislan muni kosta.  100.000?  200.000?  Mér hafði jafnvel dottið í hug að fá KK til að spila en strákurinn minn er í sama bekk og sonur hans.  En eftir afmæli Ólafs í Samskipum sé ég að það gengur ekki.

Ég hef því ákveðið að uppáhaldshljómsveitir mínar Queen og Supertramp munu sjá um skemmtiatriðin þegar ég verð fertugur.Supertramp1979

Dugar eitthvað minna?

 


Pólska skúringarkonan fagnar sigri!

Ég heyrði skemmtilega sögu úr einum bankanum um daginn.  Þannig var mál með vexti að mörg jakkafötin settust niður að vinnudegi loknum á vinnustaðnum, til að horfa á Ísland - Pólland  fyrir fram risaskjá, sötrandi bjór, í góðum fílingi og þannig var það, þar til Pólland gerði endanlega út um leikin þegar nokkrar sekúndur voru eftir. 

Þegar vonbrigði voru að leggjast yfir öll jakkafötin heyrðu þeir mikil fagnaðarhóp úr hinum enda salsins!  Þar var á ferðinni pólska skúringarkonan sem auðvitað fagnaði sigri sinna manna!

Mun pólska skúringarkonan einnig fagna sigri að loknum landsfundi Frjálslyndra á morgun?


Banki allra landsmanna - og minn líka!

landsbankinnÍ dag hóf ég störf hjá Landsbanka Íslands, nánar tiltekið í útlánaeftirliti fyrirtækja.  Það er alltaf gaman að takast á við ný verkefni!  Nú hef ég tekið allan hringinn en ég byrjaði hjá Íslandsbanka og var þar 1990-2001 þar til réð mig til Búnaðarbankans (sem breystist svo í Kaupþing) þar sem ég vann 2001-07.   

Nú er hringnum lokað, ekki nema að maður taki Sparisjóðina líka! 


Kjaftæðinu hætt

AlþingiLoksins, loksins.     

Ég vona svo sannarlega að menn detti ekki aftur í þennan fúla pytt.  Nú þurfa alþingismenn, og þá fyrst og fremst stjórnarandstæðingar, að bretta  upp ermar til að freista þess enduheimta virðingu hins háa Alþingis sem lét heldur betur á sjá í síðustu viku.  
mbl.is Umfjöllun um RÚV-frumvarp lauk skyndilega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjörugur dagur í pólítík

HjálmarFjörugum pólítískum degi er lokið.   Hjálmar hættur, Johnsen í öðru sæti, Valdimar XIV í Frjálslynda og lélegt fylgi Samfylkingar í skoðanakönnun Fréttablaðsins eru hápunktar dagsins. 

Annars er fróðlegt að lesa pólítískt blogg Sjálfstæðismanna sem og annarra andstæðinga Ingibjargar í dag, sbr. athugasemdir við blogg mitt í dag, sem allir ganga út á það að Ingibjörg sé ómöguleg og hversu sólin skein skært undir forystu Össurar   

Menn eru fljótir að gleyma.  Ef ég man rétt fór fylgi Samfylkingar undir forystu Össurar niður í 15% og þótti honum skorta trúverðugleika sem forystumaður.  Eftir að Össur hætti sem formaður hefur hann reyndar farið á kostum og ber t.d. af öðrum bloggurum í dag.  Lykilatriði er fyrir flokkinn að Össur standi sem klettur með Ingibjörgu og koma flokknum upp í 30%.  Formannskosningum er lokið og lauk fyrir tæpum tveimur árum.  Tap Össurar reynist mörgum stuðningsmönnum hans erfiður biti að kyngja en nú á að horfa fram á veginn en ekki að horfa sífellt í baksýnisspegilinn.Össur

Valdimar farinn í Frjálslynda en mér sýnist að endurskýra megi flokkinn sem "recycle bin".  Þangað fara þeir sem tapa í prófkjörum og freista þess að fá framlengingu á pólítísku lífi.  Margrét Sverrisdóttir á að mínu mati enga samleið með flokknum og ætti að leita á önnur mið.

Enn tekst Sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi að koma á óvart með því að staðfesta Johnsen í annað sæti.  Sjálfsagt getur þetta kostað Sjálfstæðisflokkinn 1-3 þingsæti á landsvísu.   

Hjálmar lagði allt undir og koltapaði.  Einhvern held ég Hjálmar hafi gert ráð fyrir þessu og sá bara býsna sáttur við að hætta.  Allt eða ekkert.


mbl.is Hjálmar Árnason hættir í stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing kvatt

Kaupþing Í dag hætti ég störfum hjá Kaupþingi eftir að hafa unnið í bankanum í u.þ.b. 5½ ár. Reyndar hefur bankinn gengið undir fjórum nöfnum á þessum tíma um lengri eða skemmri tíma, þ.e. Búnaðarbankinn, Kaupþing Búnaðarbanki, KB banki og loks Kaupþing. 

Á þessum árum hefur maður upplifað margt og flest skemmtilegt.  Sameining Búnaðarbankans og Kaupþings er sérstaklega minnisstæð en dagurinn þegar fréttir bárust um að ýmsir lykilstarfsmenn væru að hætta og fara yfir í Landsbankann er reyndar ekki sá skemmtilegasti í minningunni en stöðugar fréttir um hina og þessa starfsmenn sem væru að fara yfir til LÍ bárust jafnt og þétt þann dag. 

"Kaupréttadagurinn" er einnig mjög minnistæður og hápunktur þess dags var óneitanlega þegar forsætisráðherrann fékk sér göngutúr úr stjórnarráðinu niður í banka til að taka út peninga! 

Kaupþing og stjórnendur bankans höfðu hins vegar mikinn styrk og unnu sig mjög vel út úr þessum erfiðum málum og bankinn hefur margsannað styrk sinn. 

Í dag fékk á margar góðar kveðjur frá samstarfsfélögum úr Kaupþingi bæði símleiðis og í tölvupósti.  Fyrir þær vil ég þakka.  Sérstaklega vil ég þó þakka félögum mínum úr Matrix, sem komu mér skemmtilega á óvart í dag!  Sérstakar þakkir fá einnig fyrrum samstarfsfélagar úr endurskoðun og viðskiptabankasviði. 

Ég á mjög góðar minningar úr bankanum og kveð hann með söknuði.  Samstarfsfólki í Kaupþingi færi ég bestu þakkir fyrir skemmtileg viðkynni og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni.  Bankinn sjálfur fær svo stórt knús og óskir um gott gengi í framtíðinni. 

Takk fyrir samstarfið!


Og enn tala þeir................

Þingfundur hófst aftur kl. 13:30 og nú er Jón Bjarnason í ræðupúlti  Á mælendaskrá eru:

  • Jóhann Ársælsson - Samf
  • Magnús Þór Hafsteinsson - Frjáls
  • Jón Bjarnason - VG
  • Ásta R. Jóhannesdóttir - Samf
  • Helgi Hjörvar - Samf.
  • Kristján L. Möller - Samf.
  • Katrín Júlíusdóttir - Samf.
  • Hlynur Hallsson - VG
  • Kolbrún Halldórsdóttir - VG
  • Sigurjón Þórðarson - Frjálsl
  • Össur Skarphéðinsson - Samf
  • Steingrímur J. Sigfússon - VG

Maður getur í raun og veru skilið Frjálslynda og VG fyrir því að standa í þessu málþófi enda standa þessir flokkir fyrir svo margt furðulegt en mér finnst það ekki Samfylkingunni samboðið að taka þátt í þessu alveg burtséð hversu gott eða slæmt frumvarpið er. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband