Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.4.2007 | 02:02
Frábært framtak Kaupþings!

Það er von samningsaðila að samningur þessi geri leið Hjörvars enn greiðari að æðri metorðum skáklistarinnar. Hjörvar hefur náð eftirtektarverðum árangri á síðustu árum þrátt fyrir ungan aldur. Hann er margfaldur Íslands- og norðurlandameistari og sá yngsti í íslenskri skáksögu sem teflt hefur í landsliðsflokki Skákþings Íslands.
Bankinn er aðalstyrktaraðili Kaupþingsmótsins í skák sem hófst í dag í skákhöllinni í Faxafeni 12. Mótið er samstarfsverkefni Hellis og TR. Þetta er í annað skipti sem mótið fer fram. Í fyrra var mótið 10 manna mót og þá eingöngu haldið af Hellismönnum. Ákveðið var að feta í fótskör íslenskra bankamanna og tvöfalda mótið af stærð á milli ára! Nú er teflt í tveimur flokkum, stórmeistaraflokki og meistaraflokki og hefur keppendafjöldi því tvöfaldast.
Stórmeistarinn McNab, sem er stighæstur keppenda í meistaraflokki og doktor í stærðfræði, mátti þakka fyrir jafntefli gegn Hjörvari, sem er stigalægstur keppenda. Til gamans má geta að McNab tefldi á fyrsta alþjóðlega móti Hellis í október 1993 en þá var Hjörvar enn í vöggu!
McNab er annar keppenda, sem einnig tóku þátt í alþjóðlega mótinu 1993, en hinn er ofurbloggarinn Snorri G. Bergsson.
Meðal annarra úrslita má nefna að í stórmeistaraflokki mátti hinn skoski stórmeistarinn John Shaw teljast heppinn að ná jafntefli við Björn Þorfinnsson, sem er helsti hvatamaður þessa móts og reyndar starfsmaður Kaupþings! Bróðir Björns, Bragi, sigraði Jón Viktor Gunnarsson.
Í meistaraflokki má nefna sigur Ingvars Þór Jóhannessonar á Kazimierz Olszynski, sem er eitursterkur Pólverji, sem er vinnur hérlendis þessi misseri.
Önnur úrslit má finna á Skák.is og á heimasíðu mótsins, þar sem finna má öll úrslit og einnig fjölda mynda!
Tvær umferðir verða tefldar í dag, skírdag. Klukkan 10 hefst önnur umferð og klukkan 17 hefst þriðja umferð. Mótshaldarar hvetja skákáhugamenn til að mæta á skákstað!
![]() |
Ungur skákmaður styrktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 14:15
Ætla ekki að fjalla um sigurinn gegn Arsenal

Ég ætla líka að sleppa því að minnast á það að Arsenal er fallið úr öllum keppnum. Sigrarnir á Liverpool reyndust til lítils í bikarkeppnunum.
Svo ætla ég líka að sleppa því að minnast á góða frammistöðu Crouch sem margir hafa verið duglegir að rakka niður.
![]() |
Crouch með þrennu í 4:1 sigri Liverpool á Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2007 | 21:22
Gunnar meiddist á hæl í fótbolta
Gunnar Björnsson, bankastarfsmaður, meiddist á hæl í þegar hann var að spila fótbolta í Fífunni í Kópavogi í gær. Er bankastarfsmaðurinn marinn en samkvæmt upplýsingum úr Landsbankanum er líðan hans eftir atvikum góð.
Það var hinn fimi fótboltamaður Lárus Knútsson, sem tæklaði Gunnar með þessum afleiðingum. Að sögn viðstaddra datt Gunnar með tilþrifum og rak upp ákaflega eymdarleg óp í fallinu.
![]() |
Dorrit lærbrotnaði í skíðaslysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2007 | 20:33
Fylgi VG lækkar um hálft prósent á dag!
Þar kom að því. Loks er fylgi VG farið að minnka en fylgið minnkar um heil 4% á milli vikna sem verður að teljast býsna mikið á svo stuttum tíma eða um hálft prósent á dag! Þeir þurfa þó ekki kvarta með 24% en fylgið á án efa eftir enn að minnka og verður væntanlega í kringum 15% í komandi kosningum.
Litlu flokkarnir rétt slefa báðir rétt yfir 5%. Ég spái því að annar þeirra dettur niður fyrir mörkin og þá er það finnst líklegra að það verði Frjálslyndir. Frambjóðendur þeirra eru einfaldlega ekki nógu spennandi á meðan Íslandshreyfingin hefur heldur áheyrilegra fólk í framboði auk þess sem umhverfismál höfða meira til landans heldur en innflytjendamál.
Fylgi Samfylkingar og Framsókn á hins vegar eftir að aukast.
Læt svo spá um fylgi flokkanna fylgja:
A: 2%
B: 13%
D: 35%
F: 4%
Í: 6%
S: 25%
V: 15%
![]() |
Íslandshreyfingin mælist með með 5,2% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2007 | 17:27
Stórmeistarinn svarar fyrir sig!

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson, lét "vinnuveituveitendur" sína hjá Morgunblaðinu ekki eiga lengi inni hjá sér en í dag svaraði Helgi leiðara Moggans, þar sem hann var sakaður um orðhengilshátt, frá í gær.
Ekki ætla ég falla efnislega um málið sem snýr að "sameign þjóðarinnar" og skilningi á því hugtaki. Helgi klikkir út með orðunum:
"Þennan mun á grundvallarhugtökum stjórnskipunar Íslands er stjórnmálamönnum, leiðarahöfundum dagblaða og öðrum heimilt að sniðganga í almennri þjóðfélagsumræðu. Dæmi hver sem vill um hvort það sé æskilegt."
Undir greininni segir að höfundur sé sérfræðingur í auðlindarétti við HÍ. Þess má geta að á vef HÍ kemur fram að staðan sem Helgi er í styrkt af LÍÚ sem skýrir e.t.v. afhverju Mogginn telur Helga vera talsmenn útgerðarmanna.
Ég þekki Helga hins vegar vel og veit að hann er mikill prinsippmaður sem myndi aldrei halda öðru fram en því sem hann er sammála.
Munu Styrmir og félagar láta lögfræðingnum með sinn "orðhenglishátt" eiga síðasta orðið?
29.3.2007 | 18:48
Misjafna meðferð fá þau systkinin í Morgunblaðinu
Í dag var farið hörðum orðum í leiðara Morgunblaðsins um grein Helga Áss Grétarsson, sem birtist í laugardagsblaðinu, þar sem hann er sakaður um "orðhengilshátt", "furðulegan málflutning" og talað um að "hinir vitrari ættu að hafa vit fyrir þeim sem nú eru að ana út í ófæru". Óvenju harðort að hálfu Moggans og reyndar nokkuð sérstakt í ljósi þess að Helgi, hefur skrifað um skák um langt árabil í blaðið.
Þann 2. desember hældi Morgunblaðið Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, sérstaklega fyrir fyrir grein í blaðinu um innflytjendur og hún talin ein besta grein sem skrifuð hefur verið um þau málefni.
Heldur fá þau systkinin misjafnar undirtektir í Hádegismóum fyrir skrif sín!
29.3.2007 | 18:15
Bannað að mynda stjórn fyrirfram
Í kjölfar skrifa Péturs Gunnarssonar um meintar viðræður VG og Sjálfstæðisflokks hefur mér dottið í hug hvort ekki sé rétt að setja lög sem banni stjórnarmyndunarviðræður fyrir kosningar.
Tilvalin lagatillga fyrir VG?
Eða hvað................ekki núna?
20.3.2007 | 23:46
Vændi og bjór
Ég hef verið nokkuð hlessa á því síðustu daga að menn skuli hafa hótað málþófi vegna frumvarps þess að leyft væri að selja bjór og léttvín í verslunum. Á sama tíma finnst þingmönnum ekkert tiltökumál að lögleiða vændi.
Á hvaða plánetu eru þingmenn þessa lands?
Einnig veltir maður fyrir sér ef þingmenn VG telja stóra bjór- og léttvínsmálið það stórt að rétt sé að hóta málþófi, hvernig munu þeir haga sér í ríkisstjórnarsamstarfi?
Held barasta að það sé best að komast ekki að því!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2007 | 20:14
Klúður Framsóknar

Mikið óskaplega hefur þetta stjórnarskrámál snúist í höndum Framsóknarflokksins. Málið var sett upp til að skapa flokknum stöðu gagnvart Sjálfstæðisflokknum en nú eftir stór orð, mannsins með græna bindið, á eldhúsdegi í gær, hafa framsóknarmenn verið gerðir afturreka með málið.
Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari dagsins og eftir situr Framsóknarmenn með skottið á milli lappanna..........enn einu sinni!
![]() |
Jón Sigurðsson: Stjórnarandstaðan gekk á bak orða sinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2007 | 23:27
Sendir úr landi þar sem þeir voru ekki orðnir 24 ára!
Ég horfði á Kastljósið í kvöld og var nokkuð brugðið þegar það rifjaðist upp fyrir mér að tveir erlendir menn, giftir íslenskum konum, hafa verið sendir af landi brott á þeim forsendum að þeir væru ekki orðnir 24 ára. Þegar ég heyri slíkt verð ég alltaf hálf sorgmæddur og skammast mín fyrir að vera íslenskur.
Ein forsendan í úrskurði dómsmálaráðuneytisins var sú að ekki væri verið að stía hjónukornunum í sundur þar sem konan gæti flutt til Jórdaníu! Ótrúlegt!
Dómsmálráðherra vildi ekki koma í þáttinn þar sem hann vildi ekki ræða mál einstaklinga. Nokkuð sérkennilegt þegar rifjuð er upp ræða hans um þessi mál frá 9. febrúar 2005 í þinginu (bútur úr ræðinni sýndur í Kastljósinu) en þar sagði Björn m.a.:
"Annar þeirra var tekinn með heróín í fórum sínum þegar hann var fluttur úr landi (Gripið fram í.) Nei, en hvað var verið að tala um? Þegar verið er að ræða málið, á þá ekki að segja alla söguna? Á ekki að ræða málið eins og það er? Ég get farið lengra. Ef menn vilja ræða málefni þessara tveggja einstaklinga get ég hiklaust gert það hér á þinginu. Ég held að þingmenn verði að hafa það í huga, þegar þeir ræða þessi alvarlegu mál, að það sé gert á þeim forsendum sem lagt er upp með. Það var gert hér af þessum fyrirspyrjanda eins og áður er lýst og ég svaraði á réttum forsendum."
Gilda önnur lögmál á Alþingi í skjóli þinghelgi heldur en í Kastljósinu?
Sem betur er búið að leiðrétta þessi mistök varðandi mennina tvo. Þökk sé umboðsmanni Alþingis sem greip inn í.