Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.4.2007 | 21:57
Bjartmarz og Seljan rifust eins og hundur og köttur
Það er ekki oft sem maður sér jafn mikil hanaslag í Kastljósinu eins og þegar þau Helgi Seljan og Jónína Bjartmarz tókust á. Jónína fór strax í sókn og sakaði Helga um annarlega hagsmuni en Helgi svaraði fullum hálsi og óskaði eftir svörum hvaða sérstæku ástæður gætu verið fyrir því að tilvonandi tengdadóttir Jónínu fengi ríkisborgararétt eftir aðeins 15 mánuði.
Jónína kaus að svara ekki þeirri spurningu og vísaði á formann allsherjarnefndar. Helgi greinilega taldi sig hafa heimildir fyrir því að útlendingastofnun hafi verið mjög á móti því að þessi umsókn væri samþykkt en við það vildi Jónína ekki kannast.
Hér standa því orð gegn orði og vonandi að einhver fjölmiðlillinn taki sig til og rannsaki málið betur. Hvaða fordæmi eru fyrir slíkri afgreiðslu? Er þetta jafn venjulegt og Jónína og Bjarni vilja gefa í skyn eða er þetta nánast fordæmislaust? Það hljóta að vera hagsmunir Jónína að málið sé fullrannsakað.
Helga og Kastljósinu vil ég þakka fyrir öfluga umfjöllun.
27.4.2007 | 18:51
Úrsögn úr Þjóðkirkjunni
Í kjölfar ákvörðunar kirkjunarmanna að hafna giftingu samkynhneigðra hef ég ákveðið að segja mig úr þjóðkirkjunni. Ég tel að kirkjan eigi að vera fyrir alla en ekki útvalda og tel mig ekki lengur eiga samleið með Karli og félögum.
27.4.2007 | 01:00
Hið sanna eðli Framsóknar
Ég hef haldið að Framsóknarflokkurinn væri að rétta úr kútnum, enda ekki að furða, þar sem fram hefur komið í auglýsingum að formaðurinn kunni að synda en svo hafa komið tvö klúðursleg mál, fyrst skrýtin ráðning Páls Magnússonar, eins erfðaprins Flokksins, í stöðu stjórnarformanns Landsvirkjunnar, og svo málið með tengdadóttur Jónínu, sem virðist hafa fengið ríkisborgararétt á öðrum forsendum en aðrir ef marka má umfjöllun Kastljósins.
Og þá rifjast upp fyrir manni meðferð sem tveir erlendir ríkisborgarar fengu hjá dómsmálaráðherra árið 2005 þegar þeir voru sendir úr landi, þrátt fyrir að vera giftir íslenskum konum á þeim forsendum að þeir væru ekki orðnir 24 ára! Þeir hafa greinilega ekki verið í Framsóknarflokknum!
Nú hefur hið sanna eðli Framsóknar komið í ljós. Munu sundtök formannsins duga til að bjarga ímyndarhnekkinum sem Flokkurinn hefur orðið fyrir síðustu daga?
![]() |
Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 15:45
Verður hlegið af Sjálfstæðisflokknum fyrir afstöðuna til EB eftir 15 ár?
24.4.2007 | 08:45
Dökkhærði kallinn í forsætisráðuneytinu
Hér á blogginu hafi menn verið að fara af límingunum vegna ummæla Jóns Baldvins um ljóskuna í menntamálaráðuneytinu.
En hvað er það sem gerir þessi ummæli skolhærða kallsins með yfirvaraskeggið svona alvarleg? Hvað ætli dökkhærða kallinum í forsætisráðuneytinu finnist um þau? Eða ljóskunni í formannsstóli Samfylkingar? Eða hinum rauðbirkna sköllótta formanni Vinstri grænna? Eða silfurskottunni og fyrrum formanni Þjóðvaka? Eða hinum broddaklippta formanni Framsóknar? Eða gráhærða kallinum í Seðlabankanum?
Breytir háralitur kvenfólks einhverju? Verða þær hvort sem er ekki óléttar? Og gera þær ekki allar sama gagn?
Kveðja frá skolhærðum bankastarfsmanni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2007 | 18:25
Mikið fylgi VG styrkir Sjálfstæðisflokkinn!

Með auknum styrk VG hefur sjálfstraust þeirra sem langlengst eru til vinstri aukist og nú heyrir maður sjónarmið, sem einhvern tíma hefðu þótt algjört tabú, en þú þykja eðlileg úr ranni vinstrimanna.
Fólk, sem óttast um sig hag, komist VG til að valda, og að öllu venjulega myndu kjósa Samfylkingu og Framsóknarflokk eru því í umvörpun að fylgja sér á bak Geir H. Haarde og félaga í Sjálfstæðisflokknum til að forðast vinstri stjórn undir forystu Steingríms, með Ögmund jafnvel sem viðskipta- eða fjármálaráðherra.
Það er því ekki skrýtið að Geir kjósi að nefna Steingrím í ræðu sinni en minnast ekki á Samfylkinguna því Sjálfstæðismenn hafa uppgötvað þessa staðreynd. Það er þeirra hagur að hagur VG aukist því þá mun miðjufylgið streyma til Sjálfstæðisflokksins. Framboð Ómars styrkir einnig stöðu Sjálfstæðisflokkins, því þótt Ómar og Margrét segi Íslandshreyfinguna vera hægri flokk fær hreyfinginn vinstri stimpilinn og glundroðinn eyks á vinstri kantinum og Sjálfstæðisflokkurinn fitnar eins og púkinn á fjósbitanum. Tilgangur Ómars hefur gjörsamlega mistekist og verður framboð hans mjög líklega til þess að stóriðjuflokkarnir haldi völdum.
En hvað er til ráða fyrir þá sem vilja ekki áfram sömu stjórn? Jú væntanlega er besti kosturinn að kjósa Samfylkinguna, og styrkja stöðu hennar á kostnað VG.
![]() |
Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.4.2007 kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2007 | 14:14
Til hamingju Ingvar...........glæsilegt!
![]() |
Náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.4.2007 | 16:07
Ingvar byrjar vel á Kaupþingsmótinu!

Eystrasaltsstórmeistarnir Miezis og Kveynis eru efstir í stórmeistaraflokki. Guðmundur Kjartansson hefur byrjað vel og gert jafntefli við tvo af sterkari keppendunum í flokknum.
Í meistaraflokki er Ingvar efstur eins og áður sagði. Í 2.-3. sæti eru Sigurður Daði Sigfússon, sem sigraði á mótinu í fyrra, og ofurbloggarinn Snorri Guðjón Bergsson.
Þriðja umferð hefst kl. 17. Rétt er að hvetja skákáhugamenn til koma á staðinn. Góð stemming, boðið upp á kaffi, og pöbb í sama húsi vilja menn létta sér lund með einum léttum!
![]() |
Ingvar Þór Jóhannesson sigraði skoska stórmeistarann Colin McNab |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2007 | 07:51
Enn lækkar VG um hálft prósent á dag!

Þrátt fyrir það geta VG-ingar vel við unað að hafa 21% en í síðustu kosningum var fylgið 9% en þróunin hlýtur að vera ákhyggjuefni fyrir Steingrím Joð og félaga.
Spá mín um lokaúrslitin frá í síðustu viku stendur óbreytt:
- A: 2%
- B: 13%
- D: 35%
- F: 4%
- Í: 6%
- S: 25%
- V: 15%
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)