Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sætasta stelpan ólétt?

Geir HaardeHefði sætasta stelpan á ballinu ekki orðið ólétt hvort sem er? 

Kemur meir, Geir?


Næsti þingflokkur Framsóknarflokksins?

ValgerðurGuðni Ágústsson

Hvað gera forystumennirnir?

Samfylkingin er uppleið aftur eftir miklar hrakfarir í síðustu skoðanakönnunum.  Framsókn að hverfa, SjálfstæðisflokkurIngibjörg Sólrúninn með slakt skoðanakannafylgi, það lélegasta í 2,5 ár, VG enn með sterka stöðu og Frjálslyndir komnir niður í kosningafylgið aftur.   Hvaða munu forystumennirnir gera í kjölfar könnuninnar?

  • Sjallar: Mun Geir koma í leitirnar?
  • Framsókn: Mun Jón byrja að tala skiljanlega?
  • Samfó: Mun Ingibjörg halda áfram að auglýsa?
  • VG: Vill Steingrímur ennþá verða forsætisráðherra í stað Ingibjargar?
  • Frjálslyndir: Mun Guðjón finna nýja flokksmenn?  Vantar ekki enn fyrrverandi VG-mann í flokkinn til að klára hringinn?

mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG á móti - auðvitað!

Vinstri grænirVinstri grænir hafa verið nokkuð þekktir fyrir að vera móti öllu og svo er einnig nú.  Auðvitað er tóm vitleysa að fá 600 mkr. inn í borgarkerfið enda ekki hægt að nota peninginn í neitt vitrænt heldur yrði þetta notað í einhverja vitleysu eins og t.d. að borga niður skuldir borgarinnar, já eða lækka útsvarið, fasteignagjöldin eða sorphirðugjaldið.

Já það á miklu frekar á að halda húsinu í eigu borgarinnar.  Björgúlfur er einkaaðili og slíkum aðilum er ekki treystandi fyrir slíku sloti.  Hann gæti endurbætt húsið og gert það enn glæsilegra en það er.  

Slíkt gengur ekki!


mbl.is Borgarráð samþykkti að taka tilboði Novators í Fríkirkjuveg 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur hugsast að 23% kjósi VG?

Ögmundur JónassonMig setur eiginilega hljóðan þegar ég sé að u.þ.b. 23% þeirra sem taka afstöðu í könnun Blaðsins ætli að styðja Vinstri Græna.  Umhverfisstefna þeirra hljómar sjálfsagt vel í margra augum en eru þeir trúverðugir samanber umhverfisstefnu þeirra í eina bæjarfélaginu þar sem þeir eru við völd, Mosfellsbæ?  Gerir fólk sér grein fyrir hvað flokkurinn stendur að öðru leyti?

Ögmundur Jónasson hefur látið þau orða falla að bankarnir megi allt eins flytja landi brott til að minnka launamun en íslenskir bankastarfsmenn eru sjálfsagt á milli 2.000 og 3.000 sem margir þá þyrftu að leita sér nýrrar vinnu.  Er þetta trúverðugt hjá verkalýðsleiðtoga?  Treystum við VG fyrir valdastólum?   

Annars setur maður mikla fyrirvara við þessa könnum þar sem svarhlutfall var mjög lítið.  Líklegt er samt að flokkarnir yst á hvorum væng hafi tryggara fylgi en hinir flokkarnir.

Engu að síður gefur hún vísbendingar sem hljóti að vera Samfylkingunni mikið áhyggjuefni.  Já og Frjálslyndir virðast vera að hverfa!


mbl.is Samfylkingin með minna fylgi en VG og ríkisstjórnin heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfurskotta í Silfrinu

Jóhanna SigSilfrið var í rólegri kantinum í dag en átti samt fína spretti.  Eftir Silfrið velti ég því fyrir mér hvort Samfylkingin ætti að flagga silfurskottunni Jóhönnu Sigurðardóttur meira, en lítið hefur farið fyrir henni síðustu misseri, en hún átti fína spretti þótt hún hafi gengið skrefi of langt með gagnrýni sína á bankana að mati bankamannsins sem þetta skrifar!

Jónína Ben kom með enn eina sleggjuna að þessu sinni þá að uppljóstranirnar um olíusamráðið væri allt saman eitt allsherjar Baugsamsæri.  Eins og Jónínu er siður var þessu slegið fram án allra sannana.   Vilji hún láta taka sig alvarlega verður hún að koma fram með einhverjar sannanir fyrir kjarnyrtum fullyrðingum sínum.  

Viðtalið við Hauk Nikulásson, stofnenda Flokksins, var athyglisvert en ég hef aldrei tekið hann alvarlega.  Ég ætla hér eftir að fylgjast betur með því hvað hann hefur fram að færa þótt ég reyndar dragi í efa að eitthvað verði úr Flokknum.  

 

 


Hvar var Illugi?

Jónína BenUndanfarið hefur blogg Jónínu Benediktsdóttur vakið nokkra athygli í bloggheimum en reyndar nánast enga fyrir utan þá.

Þar hefur Jónína kosið að feta fótspor ekki ómerkari manna en Davíðs Oddssonar og vitna í tveggja manna tal hennar og Ingibjargar Sólrúnar.  Ekki hef ég hugmynd um hvort Jónína rekji það samtal rétt ekki fremur en í tilfelli Davíðs þegar hann spjallaði við fyrrverandi aðstoðarmann um vínber og 300.000.000 kr.   Reyndar ef mig misminnir ekki átti Illugi Gunnarsson, tilvonandi þingmaður að hafa hlustað á tveggja tal Davíð og Hreins.  

Jónína, líður nokkuð fyrir að hafa lítin trúverðugleika eftir allt sem á undan er gengið.  Auk þess eru allir dauðþreyttir á Baugsmálinu.  Sjálfsagt gleðjast þó einhverjir "karlpungarnir", yfir komu Jónínu á bloggið, og fá þar með einn eitt tækifærið á að hrauna yfir Ingibjörgu og Samfylkinguna.  

En stóra spurningin er:  Hvar var Illugi þegar þær Jónína og Ingibjörg spjölluðu?


Forsetinn notar Windows Vista

Ólafur RagnarVoðalega finnst mér þessar árásir á forsetann okkur ómerkilegar.  Vil þar með taka heilshugar undir með Birni Inga og Hrannari.  Ég tek ofan fyrir Herra Ólafi og þeim árangri sem hann hefur náð á alþjóðavettvangi.  Ólafur er  hátt skrifaður í viðskiptalífinu á Íslandi.  Meira að segja ríkasti maður heims, Bill Gates, hittir hann, og gefur honum í þokkabót eintak af Windows Vista.  

Reyndar nokkuð skrýtið hlutverk sem fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins er kominn í......en margt er skrýtið í kýrhausnum!


Beisk örlög stofnenda flokka

Jónas frá HrifluÞað fer stundum skrýtilega fyrir stofnendum flokka.  Jónas frá Hriflu stofnaði ásamt fleirum Alþýðuflokkinn.  Síðar varð Alþýðuflokkurinn til þess að Jónas fékk ekki að verða forsætisráðherra árið 1934.  Jón Baldvinsson var einn upphafsmanna Alþýðuflokksins.  Honum var síðar bolað úr Dagsbrún þar sem hann mætti sárveikur og dó ekki löngu síðar.  

Jónas stofnaði einnig Framsóknarflokkinn.  Hann var síðar felldur sem formaður og nánast bolað úr flokknum.  Arftaki hans í formannsstóli og varformaður beittu sér sérstaklega fyrir því að bola honum af þingi sem honum tókst reyndar ekki fyrr en seinna. 

Héðinn Valdimarsson stofnaði Sósalístaflokkinn.  Hann hætti þar skömmu síðar er kommar vildu ekki fordæma áras Sovétmanna á Finnland.  

Hannibal Valdimarsson stofnaði Alþýðubandalagið ásamt kommunum fyrir kosningar 1956. Árið 1967, þá ennþá formaður flokksins, fór hann í sérframboð og hætti síðar og stofnaði nýjan flokk.   

Og nú er það Sverrir og Margrét.  Flokkurinn þeirra yfirtekin af Nýju afli í nafni þjóðernishyggju.  Hvað ætli þau feðginin taki nú til ráðs?


mbl.is Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju er sumum svona illa við ISG?

Ég er tiltölulega nýr hér á blogginu.  Eitt sem hefur vakið töluverða athygli er það hversu mörgum hér er ótrúlega illa við Ingibjörgu Sólrúnu.  Mörg blogg ganga hreinilega út á það að opni Ingibjörg munninn er um það skrifað og allt rakkað niður og það á mjög niðrandi hátt.   Yfirleitt eru þetta karlmenn á besta aldri sem láta svona sem Dorfi Hermannsson kallar karlpunga í bloggi sínu!

Svo taka þessir einstaklingar undir hver hjá öðrum í athugasemdunum og bakka hvern annan upp.  En afhverju fara menn svona af límingunum þegar Ingibjörg segir eitthvað eða gerir eitthvað?  Afhverju?

Greiningardeild GB (Svo maður taki Hrafn til fyrirmyndar og stofni greiningardeild) hefur komist að niðurstöðu!  Þetta var vegna þess hversu oft þessir einstaklingar (karlpungarnirWink) hafa þurft að lúta í gras fyrir Ingibjörgu! 

Hún sigraði Sjálfstæðisflokkinn þrisvar í borgarstjórnarkosningum, ætíð með meiri yfirburðum í hvert sinni.  Hún og Össur náðu fylgi flokksins yfir 30% í síðustu alþingiskosningum sem var í fyrsta sinn að flokkur utan Sjálfstæðisflokkinn eða forvera hans fær yfir 30%.

Er svona leiðinlegt að tapa?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband