Samfylkingin stærri en VG

Ég held að mesta ánægjuefni þessara kannanar séu að fylgi Samfylkingar sé hærra en VG sem þýðir að áhrif VG yrðu minna en illa ef vinstri stjórn yrði niðurstaðan.  Sjálfstæðisflokkurinn getur vel við unað en fylgið á væntanlega eftir að lækka og sama á væntanlega eftir að gerast hjá VG.  Þessi könnun er einnig óvenju marktæk enda úrtakið 3.600 manns.

Frjálslyndir eru á mörkum þess að hanga inni og Íslandshreyfingin er úr leik og ljóst að það er allt eins hægt að skila auðu og kjósa Ómar og félaga.  Erfitt er að átta sig hvað Jónínu-málið þýði fyrir Framsóknarmenn en ég allt eins von á því að þeir munu fá samúðaratkvæði út á málið og jafnvel hagnast á því.    

Um 40% eru óákveðnir en líklegast er að meira fari til miðjuflokkana Framsóknar og Samfylkingar í stað jaðarflokkana.    

Spá:

B: 13%
D: 36%
F:   6%
Í:   2%
S: 27%
V: 16%

Og hvaða stjórn þýðir þetta?  Erfitt er að átta sig á því.  Væntanlega héldi ríkisstjórnin velli en er líklegt að Framsókn fari í fjórða sinn í röð í stjórn með íhaldinu með aðeins 8 þingmenn og svo nauman meirihluta?

Hugsanlega gæti niðurstaðan orðið vinstri stjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar undir forystu Samfylkingar sem mun skárri niðurstaða en Kaffibandalagið enda Frjálslyndir ótækir í stjórn að mínu mati sökum innflytjendastefnu sinnar og áhrif VG yrði minni í slíkri stjórn.  Ef það yrði raunin yrði það aðeins í annað sinni í sögu landsins að meirihlutastjórn á Íslandi yrði undir annarri forystu en Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokks en Stefán Jóhann Stefánsson var forsætisráðherra Alþýðuflokksins fyrir um 60 árum síðan.  

Líklegast þykir mér þó að niðurstaðan verði stjórn Sjálfstæðisflokksins með annaðhvort Samfylkinginu eða VG.    

Spennandi dagar framundan.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 40% fylgi samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af því ég er í Frjálslynda flokknum og var einn af stofnendum hans verð ég alltaf svo hissa þegar ég sé hversu margir vita meira en ég um stefnu hans í málefnum innflytjenda.

Árni Gunnarsson, 29.4.2007 kl. 11:04

2 Smámynd: Snorri Bergz

Það fyndna er, að innflytjendastefna Frjálslyndra núna er eftirlíking af stefnu Alþýðuflokksins á þingi 1927.

En Gunnar, þessi þarna Stefán Jóhann Stefánsson, var hann ekki kommi áður en hann varð krati? :) Svona eins og Össur og Ingibjörg? :)

Snorri Bergz, 29.4.2007 kl. 14:13

3 identicon

Ágæt greining hjá þér Gunnar.  Miðað við spána þína verður kosninganóttin spennandi, stjórnin inni og úti fram undir það síðasta.  Ég leyfi mér að spá D og S, en það er líklega af óskhyggju sem ég geri það en af hyggjuviti.

Góð hugmynd hjá þér að kjósa Íslandshreyfinguna frekar en að skila auðu, tek það til skoðunar :)

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband