Tilviljun?

Viku fyrir kosningar eftir mikla kosningaherferð Samfylkingar um ókeypis tannlækningar fyrir börn.  Tja............Framsókn hefur jú aðeins haft Heilbrigðisráðuneytið síðustu 11 ár og 51 viku þannig að það er ekki furða að þeir hafi ekki komið þessu í framkvæmd.   

Ég segi bara eins tannlæknirinn í Litlu Hryllingsbúðinni:  "Segðu aaaaaa og svo spíta"


mbl.is Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Reyndar hefur þetta verið í undirbúningi lengur en kosningaherferð Samfylkingarinnar - í samræmi við stefnu flokksþinga Framsóknarflokksins.

Tilviljun að Samfylkingin hafi fattað það?

Hallur Magnússon, 5.5.2007 kl. 12:25

2 identicon

Heilbrigðisráðherra er að vinna góð störf. Þetta er búið að vera í bígerð löngu áður en Samfylking fór að gera þetta að stefnumáli. Þessi samningur sýnir hvað Framsókn er að vinna góð störf. Ég ætla setja X við B. 

Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 12:49

3 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Það er rosalega vinsælt að gagnrýna það að stjórnarflokkarnir taki til hendinni rétt fyrir kosningar. Fólk er hinsvegar svo rosalega fljótt að gleyma að þeir eru nánast tilneyddir til að gera þetta, það er heldur ekki eins og þeir hafi ekki verið að gera neitt síðustu 11 ár.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 5.5.2007 kl. 14:05

4 Smámynd: Gunnar Björnsson

Rétt Jóhanna. Og sjálfsagt rétt hjá Framsóknarbloggurunum að þetta hafi staðið til í einhvern tíma. En um mann fer algjör kjánahrollur þegar skrifað er endir svona samkomulag aðeins viku fyrir kosningar. 

Eins og tannlæknirnir í hryllingsbúðinni sagði: "Algjört sökkess"

Gunnar Björnsson, 5.5.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband