Stóru flokkarnir í sókn - VG lækkar enn

Nýjast skoðanakönnun Fréttablaðsins staðfestir að enn virðast stóru flokkarnir, sem byrja á "S" vera í sókn og VG er enn á niðurleið.  Kvennafylgið virðist vera að skila sér aftur til Samfylkingar sem nú hefur 8% forskot á VG.   Framsókn Framsóknar hefur stöðvuð og Frjálslyndir hanga rétt fyrir ofan 5% mörkin.  Íslandshreyfingin nær sér sem fyrr ekki á strik og ljóst að alveg eins er hægt að skila auðu eins og að kjósa hreyfinguna.   

Ríkisstjórnin heldur vell samkvæmt þessu en óljóst er hvort styrkur Framsóknar verði nægjanlegur til að þess að áhugi verði áfram fyrir samstarfi.   

Það var athyglisverð nálgun hjá Fréttablaðinu að birta einnig stöðuna viku fyrir kosningar fyrir fjórum árum.  Þar kom fram að sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir fengu meira fylgi í könnuninni en kosningunum en Samfylking og Framsókn minna en VG á pari.

Skoðum tölurnar:

Könnun FB (breyting frá síðustu könnun í sviga):

  • B: 9,5% (-0,6%)
  • D: 42,5% (+1,9%)
  • F: 5,4% (0%)
  • I: 2,1% (-0,5%)
  • S: 24% (+1,5%)
  • V: 16% (-2,0%)

Skoðun næst úrslitin 2003 og niðurstöðu FB (og hækkun frá vikugamalli könnun) fyrir kosningar:

  • B: 17,7% (+2,1%)
  • D: 33,7% (-1,0%)
  • F: 7,4 (-3,2%)
  • S: 30,9% (+2,0%)
  • V: 8,8% (+0,1%)

Má gera ráð fyrir svipaðri sveiflu nú eins og þá má gera ráð fyrir að Framsókn fái sína slökustu útkomu í sögunni.   Sjálfstæðisflokkurinn væri í sögulegu hámarki.  Frjálslyndir gætu einnig fallið af þingi en sjálfsagt munu þeir hanga inni.

Sjálfur hef ég trú á því að Samfylkingin muni bæta stöðu sína sem og Framsókn.  Fylgi Sjálfstæðisflokks og VG minnki.  Sjálfur spáði ég VG 15% fylgi þegar fylgið var 28% og héldu þá ýmsir að ég væri eitthvað skrýtinn.   

Mín spá er sem hér segir: 

  • B: 13%
  • D: 37%
  • F: 6%
  • I: 3%
  • S: 27%
  • V: 14%

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eykst samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

ég heyrði nú amk tvær kannanir í útvarpi i dag og í annari tapar VG smá fylgi en í hinni bæta þau við sig. Verst að sjallarnir hanga í 40% ennþá en þeir mælast alltaf hátt í könnunum. Maður veit að Frammararnir fá alltaf meira en í könnunum, það eru svo margir í skápnum. Samfó fær jú eitthvað yfir 20 pró, og ég held að frjálslyndir séu búnir að mála sig út í horn. Það kemur ekkert frá þeim nema grillaður fiskur og Íslandshreyfingin fær nú varla mann. Mér finnst leiðinlegast að þau eru að taka fylgi frá vinstri, þó þau þykist vera hægri græn. Mér þykir vænt um skoðanir þeirra og hugmyndafræði en þau taka því miður bara frá þeim sem síst skyldi. Vg kemur til með að vegna vel og dobbla í það minnsta þingmenn sína, ef ekki rúmlega það.

Vonandi verður bara vel veitt á vinstri kantinn að þessu sinni, kæri forseti.

arnar valgeirsson, 7.5.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband