Hvar er Árni Johnsen?

ÁrniJohnsenÁ baksíðu Blaðsins er auglýsing frá Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þar sem tilkynnt er að höfuðáhersla sé lögð á ljúka tvöflöldun Suðurlandsvegar austur fyrir Selfoss á næsta kjörtímabili.  Engan Árna Johnsen er að finna á myndinni og reyndar hefur ákafklega lítið borið á Árna í kosningabaráttunni og skilst mér á heimamanni að hann sé oft og iðulega ekki á fundum með flokknum.

Er Sjálfstæðismenn að afneita eigin manni?  Fékk maðurinn jú ekki afgerandi stuðning í annað sæti og litlu mætti muna að hann felldi fjármálaráðherrann?  Formaðurinn nánast svo afneitaði Árna í Kastljósiþætti nýlega.   

Hvar er Árni Johnsen? Ætlar sigurvegari prófkjörsins að sætta sig við að láta algjörlega ýta sér til hliðar?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég frétti að hann væri nú í sinni baráttu, maður á mann.

Árni ætlar að þing og munkomast þangað, það er alveg krystaltært.

Sjálfstæðismenn leituðu viða fnaga og fundu hann.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.5.2007 kl. 07:35

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Stafirnir hlupu frá mér átti að sjálfsögðu að vera Sjálfstæðimenn leituðu víða fanga.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.5.2007 kl. 07:37

3 Smámynd: arnar valgeirsson

tók einmitt eftir þessu Gunni. Stærsta verkefni Árna hingað til var fundur með og á móti Bjarna Harðar í Litlu kaffistofunni. Sem var víst átakalaus og þeir voru eins og fóstbræður.

En já, sjallarnir hafa víða leitað fanga að undanförnu og náðu allavega tveim, sem ég man eftir í augnablikinu...

arnar valgeirsson, 8.5.2007 kl. 12:45

4 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Eflaust rétt að Árni mæti ekki á fundi í kjördæminu, en ég sá fundinn á Litlu kaffistofunni með Bjarna Hagðar vel auglýstann.  Svo hefur Árni verið að skrifa eitthvað í blöðin og kannski náð að ergja einhvern Sjallann, en mér var samt verulega brugðið að heyra í formanninum Geir, þegar hann svaraði lokaspurningunni í viðtalinu um daginn.  Hann sagði á þá leið að það væri mjög ólíklegt að Árni yrði ráðherra, eiginlega útilokað.  Hélt að Geir myndi ekki stuða stuðningsmenn Árna svona.  Annars hef ég líka tekið eftir því að uppáhaldsþingmaður minn úr Samfylkingunni Lúðvík Bergvinsson virðist vera horfinn úr fjölmiðlum.  En hann gæti verið að læðupúkast í sínu kjördæmi?

Gunnar Freyr Rúnarsson, 9.5.2007 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband