8.5.2007 | 14:03
Samfylking nálgast kjörfylgið
Enn hækkar fylgi Samfylkingar, nú upp í 27% eða um 2%, Framsókn hækkar um 2,2% upp í tæp 10% og fylgi Sjálfstæðisflokksins lækkar um 2,5% eða niður í rúm 38%.. Það sem gerir þessa hækkun athyglisverða er þessi könnun er hluti raðkönnunar þ.e. þeir sem tóku þátt í könnunni 6. maí eru einnig inní úrtakinu en þeir sem eru tóku þátt í könnunni 5. maí. Þetta gæti bent til þess að fylgið sé á mikilli ferð eða þá að skekkja séí úrtakinu einhvern þessara daga.
Samfylking nálgast kjörfylgið og er nánast að ná því fylgi sem flokkurinn hafði í könnunum rétt fyrir síðustu kosningar. Fylgi Framsóknar er enn mjög slæmt, og stefnir í útreið, og Frjálslyndir eru á mörkum þess að lifa af.
Ég stend við það að fylgi Framsóknar og Samfylkingar muni hækka en VG og Sjálfstæðisflokkur lækka.
Rétt er að gefa út uppfærða spá (síðasta spá, 6. maí í sviga):
- B 12% (13%) - 8 þingmenn
- D 36% (37%) - 23 þingmenn
- F 6% (6%) - 4 þingmenn
- I 3% (3%) - 0 þingmenn
- S 29% (27%) - 19 þingmenn
- V 14% (14%) - 9 þingmenn
![]() |
Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Facebook
Athugasemdir
Svarhlutfallið var afar lágt, svo ekki er úr vegi, að áætla, að óvissan sé enn meiri.
Hér er ekki uppsöfnuð svör á ferðinni heldur skyndiúrtak.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 8.5.2007 kl. 14:07
Sæll, svona flökt er að ég held meira, eins og Bjarni talar um, vegna gæðanna.
Ég var annars í gær farinn að gæla við þá hugmynd að þessi svokölluðu hægri-íhalds-flokkar þ.e. D og F næðu meirihluta þingmanna, vantaði einn uppá í könnuninni í gær! Sú hugdetta eiginlega dó í fæðingu! :)
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.