9.5.2007 | 13:13
Örvæntingarútspil Framsóknar að skila sér
Í fyrradag lýsti Valgerður Sverrisdóttir því yfir að Framsókn færi ekki stjórn færi flokkurinn ekki í stjórn fengi flokkurinn jafn lítið fylgi og þá stefndi í, þ.e. rúm 7%. Tilgangur útspilsins var augljós, þ.e. að fá stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem jafnframt eru stuðningsmenn Sjálfstæðislokksins, til að kjósa Framsóknarflokkinn. Og viti menn, það virðist vera að takast! Á nokkrum dögum hefur fylgi Framsóknar hækkað um 7% og Sjálfstæðisflokksins lækkað um tæp 7%!
Og ætla Sjálfstæðismenn bara að taka þessu þegjandi? Eða eru þeir kannski bara sáttir við að "fórna" nokkrum þingsætum til að halda Framsókn að kjötkötlunum?
Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Athugasemdir
Við gerðum það síðast, gerum það aftur!
Snorri Bergz, 9.5.2007 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.