Viðræður Sjálfstæðisflokks og VG hafnar - svo segir Denni

SteingrímurSvo segir Denni á Vísisblogginu.  Kemur á óvart eða hvað?  Er þetta með vitund og vilja Framsóknarmanna? Ó, varla því mjög kalt er á milli þeirra og VG.  Og hvað verður um stóriðjustopp VG-inga sé þetta málið?  Gefa þeir eftir neðri hluta Þjórsár?  Eða verður virkjað í Helguvík?   Og svo ráðherralistinn.  Verður Ögmundur bankamálaráðherra?  Steingrímur utanríkisráðherra?

Hér eru drög af ráðherralista í boði GB (geri ráð fyrir 7-5 skiptingu):

 

 

  • Geir: forsætisráðherra
  • Steingrímur: utanríkisráðherra
  • Árni Matt: fjármálaráðherra
  • Bjarni Ben: dómsmálaráðherra
  • Jón Bjarna: landbúnaðarráðherra
  • Kristján Júl: samgönguráðherra
  • Þorgerður Katrín: heilbrigðisráðherra
  • Guðfinna: menntamálaráðherra
  • Einar  K: Sjávarútvegsráðherra
  • Ögmundur:  Viðskipta- og iðnaðarráðherra
  • Kolbrún:umhverfisráðherra
  • Katrín: félagsmálaráðherra

Ég geri ráð fyrir að hinn útstrikaði Björn Bjarna fái svo dúsu og verði forseti Alþingis.  

Spennandi tímar framundan?   Þegar stórt er spurt.........


mbl.is Biðstaða í viðræðum stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er nú ekkert svo ólíklegur listi hjá þér, gunnar, enda hafa spádómar þínir verið býsna nærri lagi. ég hef margsagt það og það fyrir þessar kosningar að Sjallarnir og VG væru líklegur kostur. Það er mikilvægt að breyta að einhverju leyti og þessir flokkar vita hvar þeir hafa hvorn annan sem er jú kostur. tel þetta betra en Sjallar og Samfylking og finnst að Framsókn eigi að draga í land, ekki seinna vænna. VG væri nú sterkari stuðpúði á sjallana en framsókn hefur verið og það yrðu eflaust áframhaldandi framkvæmdir næstu árin að einhverju leyti, en þó verulega betur ígrundaðar en nú.

arnar valgeirsson, 15.5.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Hygg að eina leiðin fyrir xd og xv væri ef þessi stóru mál sem mesti ágreiningurinn er um séu sett í djúpfrysti á meðan á stjórnarsamstarfi stendur. Veit það fyrir víst að VG mun ekki selja sig ódýrt og frumskilyrði fyrir stjórnarsamstarfi væri stóriðjustopp. Annars væri nú bara ágætt ef að xd og xb myndu halda áfram og súpa seiðið af þeim efnahagslegu erfiðleikum framundan sem þeir hafa búið til. Því miður verða fórnirnar of miklar samanber einkavinavæðing Landsvirkjunar og enn frekari eyðilegging þjóðarbúsins, bæði á nátturu og velferðakerfi. Þetta er erfið staða og áhugavert verður að fylgjast með þróun mála.

Birgitta Jónsdóttir, 16.5.2007 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband