24.7.2007 | 14:29
Enn PR-skandall hjá 365
Verðið hjá Skjásport eftir lækkun skatts var 2.341 kr. Nú kostar sama áskrift 4.390 kr. hjá Sýn2 svo hækkunin er faktíst 88%. Mér og örugglega flestum sem viljum fá enska boltann beint er slétt sama hvort einhver samantektarþáttur birtist fyrr en ella og um það hvort einhverjir æfingarleikir séu sýndir á sumri. Vil svo benda á góð greinarskrif um þessi mál á spjallþræði Liverpool-aðdáenda.
Ég er hugsi yfir framkomu 365 í málinu. Að vanir PR-menn eins og Pétur skuli fara í þann pakka að fara beinlínis með rangt mál og að Steingrímur Sævarr, sem ég hef ávallt borið mikla virðingu fyrir, skuli láta draga sig í þennan drullupoll að gerast málpípa 365 í þessu máli. Af hverju voru t.d. tveir aðilar frá 365 í þættinum í stað þess að fá einhvern utan úr bæ til að ræða við Pétur eða Hilmar?
Nýlega var mjög misheppnað PR-mál hjá 365 þegar þeir reyndu að freista þess að halda Agli Helga hjá sér og koma í veg fyrir að hann færi til RÚV sem gekk svo langt að Ari forstjóri nefndi laun hans í bloggi út í bæ.
Ég hefði haldið að hvergi ættu að vera til fleiri vanir PR-menn en hjá stóru fjölmiðlafyrirtæki til að falla í slíkar gryfjur?
Eða hvað? Þegar stór er spurt............
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Enski boltinn, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:32 | Facebook
Athugasemdir
Já þetta var slök umræða, innabúðarmenn 365 að reyna að sýna neytendum samúð en þó ekki, þarna átti að fá menn af götunni sem eru ekki issoðnir í 365, svona málflutningur er Steingrími til skammar.
Skarfurinn, 25.7.2007 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.