Enn PR-skandall hjá 365

Ég ef verið hugsi eftir Ísland í dag í gær þegar Pétur og Hilmar voru að verja verðskrá Sýnar 2 og því minna sem ég hugsa málið því minna botna ég í málflutningi þeirra.  Pétur, sem ég þekki af góðu af fornu fari, fór ansi frjálslega með sannleikann þegar hann sagði hækkunina hjá stórum hluta áskrifenda „aðeins“ vera 68% og virðist þá sleppa því reikna með lækkun vasks og bæta við seðilgjaldi, á greiðsluseðil Skjássports, sem verður hvorutveggja að teljast vafasamt.  Kannski að þeir 365-menn lýti svo á að vasklækkunin eigi að renna til þeirra því ef ég man rétt hækkaði áskriftin á sjónvarpsmiðlum 365 um jafnvirði skattalækkuninnar, sem var ætlað að renna í vasa almennings af stjórnmálamönnunum.  

 

Verðið hjá Skjásport eftir lækkun skatts var 2.341 kr.  Nú kostar sama áskrift 4.390 kr. hjá Sýn2 svo hækkunin er faktíst 88%.   Mér og örugglega flestum sem viljum fá enska boltann beint er slétt sama hvort einhver samantektarþáttur birtist fyrr en ella og um það hvort einhverjir æfingarleikir séu sýndir á sumri.   Vil svo benda á  góð greinarskrif um þessi mál á spjallþræði Liverpool-aðdáenda.

Ég er hugsi yfir framkomu 365 í málinu.  Að vanir PR-menn eins og Pétur skuli fara í þann pakka að fara beinlínis með rangt mál og að Steingrímur Sævarr, sem ég hef ávallt borið mikla virðingu fyrir, skuli láta draga sig í þennan drullupoll að gerast málpípa 365 í þessu máli.   Af hverju voru t.d. tveir aðilar frá 365 í þættinum í stað þess að fá einhvern utan  úr bæ til að ræða við  Pétur eða Hilmar?

Nýlega var mjög misheppnað PR-mál hjá 365 þegar þeir reyndu að freista þess að halda Agli Helga hjá sér og koma í veg fyrir að hann færi til RÚV sem gekk svo langt að Ari forstjóri nefndi laun hans í bloggi út í bæ.  

Ég hefði haldið að hvergi ættu að vera til fleiri vanir PR-menn en hjá stóru fjölmiðlafyrirtæki til að falla í slíkar gryfjur?

Eða hvað?  Þegar stór er spurt............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Já þetta var slök umræða, innabúðarmenn 365 að reyna að sýna neytendum samúð en þó ekki, þarna átti að fá menn af götunni sem eru ekki issoðnir í 365, svona málflutningur er Steingrími til skammar. 

Skarfurinn, 25.7.2007 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband