Forsetinn notar Windows Vista

Ólafur RagnarVoðalega finnst mér þessar árásir á forsetann okkur ómerkilegar.  Vil þar með taka heilshugar undir með Birni Inga og Hrannari.  Ég tek ofan fyrir Herra Ólafi og þeim árangri sem hann hefur náð á alþjóðavettvangi.  Ólafur er  hátt skrifaður í viðskiptalífinu á Íslandi.  Meira að segja ríkasti maður heims, Bill Gates, hittir hann, og gefur honum í þokkabót eintak af Windows Vista.  

Reyndar nokkuð skrýtið hlutverk sem fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins er kominn í......en margt er skrýtið í kýrhausnum!


Fyrrum forseti og borgarfulltrúi bloggar

Hrannar Björn ArnarssonEnn fjölgar skákforystumönnum á blogginu sem jafnframt hafa allir pólítíska tengingu!  Í hópinn hefur nú bæst við Hrannar Björn Arnarsson, fyrrum forseti Skáksambandsins og borgarfulltrúi.  Svo eru auðvitað núverandi forseti Skáksambandins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, og e.t.v. tilvonandi þingmaður og Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, og fyrrverandi varaþingmaður öflugir bloggarar!

Öflugasti bloggarinn úr skákheimum, a.m.k. færslulega séð er svo auðvitað Snorri Bergsson, sem fer stórum í bloggheimum þessa dagana, enda margt sem gleður hann t.d. lélegt gengi Samfylkingarinnar og gott gengi Arsenal!

Svo er það auðvitað formaður Taflfélagsins hellis, þ.e. sá sem þetta ritar.  


Beisk örlög stofnenda flokka

Jónas frá HrifluÞað fer stundum skrýtilega fyrir stofnendum flokka.  Jónas frá Hriflu stofnaði ásamt fleirum Alþýðuflokkinn.  Síðar varð Alþýðuflokkurinn til þess að Jónas fékk ekki að verða forsætisráðherra árið 1934.  Jón Baldvinsson var einn upphafsmanna Alþýðuflokksins.  Honum var síðar bolað úr Dagsbrún þar sem hann mætti sárveikur og dó ekki löngu síðar.  

Jónas stofnaði einnig Framsóknarflokkinn.  Hann var síðar felldur sem formaður og nánast bolað úr flokknum.  Arftaki hans í formannsstóli og varformaður beittu sér sérstaklega fyrir því að bola honum af þingi sem honum tókst reyndar ekki fyrr en seinna. 

Héðinn Valdimarsson stofnaði Sósalístaflokkinn.  Hann hætti þar skömmu síðar er kommar vildu ekki fordæma áras Sovétmanna á Finnland.  

Hannibal Valdimarsson stofnaði Alþýðubandalagið ásamt kommunum fyrir kosningar 1956. Árið 1967, þá ennþá formaður flokksins, fór hann í sérframboð og hætti síðar og stofnaði nýjan flokk.   

Og nú er það Sverrir og Margrét.  Flokkurinn þeirra yfirtekin af Nýju afli í nafni þjóðernishyggju.  Hvað ætli þau feðginin taki nú til ráðs?


mbl.is Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju er sumum svona illa við ISG?

Ég er tiltölulega nýr hér á blogginu.  Eitt sem hefur vakið töluverða athygli er það hversu mörgum hér er ótrúlega illa við Ingibjörgu Sólrúnu.  Mörg blogg ganga hreinilega út á það að opni Ingibjörg munninn er um það skrifað og allt rakkað niður og það á mjög niðrandi hátt.   Yfirleitt eru þetta karlmenn á besta aldri sem láta svona sem Dorfi Hermannsson kallar karlpunga í bloggi sínu!

Svo taka þessir einstaklingar undir hver hjá öðrum í athugasemdunum og bakka hvern annan upp.  En afhverju fara menn svona af límingunum þegar Ingibjörg segir eitthvað eða gerir eitthvað?  Afhverju?

Greiningardeild GB (Svo maður taki Hrafn til fyrirmyndar og stofni greiningardeild) hefur komist að niðurstöðu!  Þetta var vegna þess hversu oft þessir einstaklingar (karlpungarnirWink) hafa þurft að lúta í gras fyrir Ingibjörgu! 

Hún sigraði Sjálfstæðisflokkinn þrisvar í borgarstjórnarkosningum, ætíð með meiri yfirburðum í hvert sinni.  Hún og Össur náðu fylgi flokksins yfir 30% í síðustu alþingiskosningum sem var í fyrsta sinn að flokkur utan Sjálfstæðisflokkinn eða forvera hans fær yfir 30%.

Er svona leiðinlegt að tapa?


Ingibjörg að ná fyrri styrk?

Ingibjörg SólrúnIngibjörg Sólrún virðist hafa farið á kostum á aðalfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík ef marka má fréttir þaðan en klippur af fundinum mátti sjá á báðum sjónvarpsstöðunum.  Mér sýndist þar að Ingibjörg hafi verið í stuði og nú rifjaðist það fyrir mér afhverju ISG lagði Sjálfstæðisflokkinn þrisvar að velli í borgarstjórnarkosningum og ávallt með meiri yfirburðum í hvert sinn.  

Loks endaði í Sjálfstæðisflokkurinn í sögulegi tapi þegar flokkurinn fékk sögulega útreið og sitt minnsta fylgi í borgarstjórnarkosningum undir forystu Björns Bjarnasonar.  

Nú sitjum við kjósendur fram fyrir því að stjórnin haldi velli samkvæmt skoðanakönnun Heims.  Er það sem viljum?  Viljum við fleiri Baugsmál?  Áframhaldandi styrkjakerfi, ofurtolla og álögur á landbúnaðarvörur?  Bann við því að málin séu rædd, eins og t.d. Evru- og Evrópumál.

Viljum við það?  Er ekki tími kominn á breytingar?

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún segist ekki taka þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir Margrét?

Margrét SverrisdóttirFrjálslyndir sýndu mikinn dómgreindarskort í dag er þeir kusu Magnús Þór í varaformannsembættið þegar jafn glæsilegur fulltrúi og Margrét var í kjöri, sem hefur margfalt meiri kjörþokka en Magnús.  

Ég skora á Margréti að ganga úr þessum flokki enda á hún ekki samleið með þeim mönnum sem nú stjórna auk þess sem stefna flokksins í innflytjendamálum geta ekki verið samræmi við skoðanir Margrétar.

Kenningar eru um að Margrét kunni að ganga til liðs við Samfylkinguna en athygli hefur vakið að Samfylkingin hefur ekki lokað sínum listum í Reykjavík.  Án efa væri það mikill styrkur frá Samfó að fá Margréti, enda staða flokksins ekki sterk núna samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.  

Stendur Frjálslyndi flokkurinn undir nafni?  Hvað um þjóðernissinnaði karlaflokkurinn?  Væri það ekki nær lagi?


mbl.is Magnús Þór kjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurbjörn skákmeistari Reykjavíkur

Sigurbjörn

Sigurbjörn Björnsson vann öruggan sigur á Skákþingi Reykjavíkur.  Sigurbjörn hefur verið einkar sigursæll á skákmótum innanlands og hefur t.d. sigrað að ég held fjórum sinnum á Skákþingi Reykjavíkur.  Þetta er þó í fyrsta sinn sem Sigurbjörn er skákmeistari Reykjavíkur enda meðlimur í Reykjavíkurfélaginu, Taflfélaginu Helli, en áður var hann meðlimur í Skákfélagi Hafnarfjarðar og gat því ekki orðið Reykjavíkurmeistari. 

Reyndar hefur Sigurbjörn einnig sigrað tvisvar á Meistaramóti Hellis en gat þó ekki orðið meistari félagsins enda þá ekki gengin í félagið.  Það hefur því lengi loðað við Sigurbjörn að vinna mót en fá ekki meistaratitilinn!  

Annar var Bragi Þorfinnsson og í 3.-5. sæti urðu Sævar Bjarnason, Omar Salama og Kristján Eðvarðsson.  Eftirtektarvert að 4 af 5 efstu mönnum eru úr Helli, þ.e. allir nema Sævar sem er í Taflfélagi Vestmannaeyja.

Lofar góðu fyrir Hellismenn fyrir Íslandsmót skákfélaga, sem fram fer í marsbyrjun en þar leiðir félagið með 5 vinningum á Taflfélag Vestmannaeyja.    

Henrik Danielsen var meðal þeirra sem höfnuðu í 6.-11. sæti, náði sér aldrei á strik.  Þetta var í fyrsta sinn í sjö ár að stórmeistari tekur þátt í Skákþingi Reyjavíkur en Þröstur Þórhallsson tók þátt í mótinu 2000 og vann þá titilinn eftir einvígi við Braga.  Bragi var því annar þá rétt eins og nú.  Þar áður voru örugglega sennilega 25 ár síðan stórmeistari tók þátt en ef mér misminnir ekki þá tefldi  Friðrik Ólafsson á mótinu árið 1975.   

Til hamingju með sigurinn, Sigurbjörn!


mbl.is Sigurbjörn Björnsson Skákmeistari Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég byrja - gengið hækkar

landsbankinnÉg byrjaði á fimmtudeginum í Landsbankanum og degi síðar er tilkynnt um metafkomu og gengið hækkar.   Kaupþing veltur upp hvort gefa gefa ætti út afkomuviðvörun.

Var það út af betri afkomu eða út af mér?


mbl.is Átti Landsbankinn að gefa afkomuviðvörun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Queen og Supertramp koma til landsins í haust

QueenÉg á afmæli í haust, stórt afmæli, verð fertugur. Ég hef verið að velta því fyrir hvað veislan muni kosta.  100.000?  200.000?  Mér hafði jafnvel dottið í hug að fá KK til að spila en strákurinn minn er í sama bekk og sonur hans.  En eftir afmæli Ólafs í Samskipum sé ég að það gengur ekki.

Ég hef því ákveðið að uppáhaldshljómsveitir mínar Queen og Supertramp munu sjá um skemmtiatriðin þegar ég verð fertugur.Supertramp1979

Dugar eitthvað minna?

 


Pólska skúringarkonan fagnar sigri!

Ég heyrði skemmtilega sögu úr einum bankanum um daginn.  Þannig var mál með vexti að mörg jakkafötin settust niður að vinnudegi loknum á vinnustaðnum, til að horfa á Ísland - Pólland  fyrir fram risaskjá, sötrandi bjór, í góðum fílingi og þannig var það, þar til Pólland gerði endanlega út um leikin þegar nokkrar sekúndur voru eftir. 

Þegar vonbrigði voru að leggjast yfir öll jakkafötin heyrðu þeir mikil fagnaðarhóp úr hinum enda salsins!  Þar var á ferðinni pólska skúringarkonan sem auðvitað fagnaði sigri sinna manna!

Mun pólska skúringarkonan einnig fagna sigri að loknum landsfundi Frjálslyndra á morgun?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband