Færsluflokkur: Bloggar
5.5.2007 | 09:08
Paris fær 45 daga en Jón Ásgeir 90
Reyndar þarf Paris að sitja inni en dómur Jóns Ásgeirs er skilorðbundinn Foreldrarnir haga sé nokkuð á svipaðan hátt því mamma Parisar sagði "Hvað heldurðu? Þetta er fáránlegt og ömurlegt og þessi vitleysa er sóun á fé skattborgara". Kannast einhver við svipuð ummæli hjá Jóhannesi?
Paris Hilton í 45 daga fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.5.2007 | 21:13
Til hamingju með að vera 10.000. lesandinn!
Í verðlaun eru 10.000 kr. Ég hef reyndar ekki hugmynd um hver þú ert en ég hef vísað málinu til allsherjarnefndar til úrlausnar, hún hlýtur að geta leyst úr þessu. Geturu ekki kippt í einhverja spotta, fyrir mig Guðjón Ólafur? Ég vinn með a.m.k. tveimur Framsóknarmönnum og tapaði meira að segja fyrir öðrum þeirra í skák í dag!
Síðan fór í loftið um síðustu áramót. Reyndar er þetta minni lestur en lesa Ellý Ármanns dag hvern..........fyrir hádegi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.5.2007 | 18:54
Viljum við geðvonda menn í stjórnarráðið?
Flestir vilja Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samkvæmt frétt Vísis birtist ný könnun í Mannlíf á morgun. Samkvæmt henni er ríkisstjórnin fallinn, hefur 31 þingmann. Samfylkingin hefur 23,4% og VG 17,8% og hafa heldur misst dampinn. Frjálslyndir rétt hanga inni, með 5,8% og Framsóknarmenn hafa 10,7%. Einnig kom ný könnun í Reykjavík norður þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins 4% forskot á Samfylkinguna sem virðist vera í stórsókn. Athyglisvert er hversu slakt fylgi flokkurinn virðist hafa í Reykjavíkurkjördæmunum miðað við sterka stöðu flokksins á landsvísu.
Jón Sigurðsson er fallinn af þingi og virðist hafa töluvert minna fylgi en Björn Ingi Hrafnsson hafði í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Niðurstaðan:
Mannlífskönnunin (landið allt):
B: 10,2% (7)
D: 36,0% (24)
F: 5,8% (4)
Í: Ekki gefið upp (0)
S: 23,4% (16)
V: 17,9% (12)
Stöð 2 (Reykjavík norður):
B: 4,5 (0)
D: 34,5% (4)
F: 6,1% (0)
Í: 2,8% (0)
S: 29,8% (3)
V: 22,3 (2)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2007 | 17:07
Maður kemur í manns stað (eða kona kemur í karls stað)
Björk inn...............Jakob út!
Margt skrýtið í kýrhausnum
Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 16:14
Niðurgreiðslur og ofurtollar á landbúnaðarvörum
Ég hef verið lengi að velta fyrir mér arfavitlausum rökum fyrir niðurgreiðslum og ofurtollum í landbúnaðarkerfinum. Nú er skýringin fundin á öllum 14 milljörðunum sem fara í þetta ónýta kerfi.
Þetta er til styðja bændur í baráttu þeirra gegn klámi!
Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.2.2007 | 18:09
Skákakademía Reykjavíkur
Í Fréttablaðinu í gær var að finna frétt um Skákakademíu Reykjavíkur og ætli að leggja í þetta 3 mkr. og að safna eigi allt að 20 mkr. í pakkann. Akademían á meðal annars að vera í samvinnu við skákfélögin í Reykjavík og ráða á verkefnisstjóra til 6 mánaða til að koma þessu af stað. S
Í fundargerð borgarráðs segir:
"30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 5. þ.m. um stofnun Skákakademíu Reykjavíkur:
Lagt er til að borgarráð samþykki að sett verði á laggirnar sjálfseignarstofnun, Skákakademía Reykjavíkur, sem vinni að eflingu skáklistarinnar í borginni með það að markmiði að Reykjavík verði orðin Skákhöfuðborg heimsins árið 2010. Skákakademía Reykjavíkur annist stefnumótun og framkvæmd í samráði við Skáksamband Íslands, skákfélögin í Reykjavík, grunnskóla í borginni, félagasamtök, einstaklinga og fyrirtæki. Framlag Reykjavíkurborgar til undirbúnings og stofnunar Skákakademíu Reykjavíkur verði kr. 3.000.000 en leitað verði þátttöku annarra þannig að heildarstofnfé nemi um kr. 20.000.000. Kostnaði Reykjavíkurborgar verði mætt með framlagi af #GLStyrkjum á vegum borgarráðs 09301#GL. Þá samþykkir borgarráð að verkefnisstjóri verði ráðinn til 6 mánaða til þess að undirbúa stofnun Skákakademíu Reykjavíkur ásamt starfshópi skipuðum fulltrúum menntaráðs og ÍTR, fulltrúa frá Skáksambandi Íslands og einum stórmeistara. Borgarstjóra verði falið að ráða verkefnisstjóra, skipa starfshópinn og leita eftir stofnframlögum frá samtökum og fyrirtækjum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07020021
Frestað."
Gott framtak hjá Villa, Binga og nýja meirihlutanum! Strax farið að ráðstafa hluta af 600 milljónum hans Björgólfs sem VG vildi ekki fá!
Ég bíð spenntur eftir því að heyra meira.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2007 | 19:55
VG á móti - auðvitað!
Vinstri grænir hafa verið nokkuð þekktir fyrir að vera móti öllu og svo er einnig nú. Auðvitað er tóm vitleysa að fá 600 mkr. inn í borgarkerfið enda ekki hægt að nota peninginn í neitt vitrænt heldur yrði þetta notað í einhverja vitleysu eins og t.d. að borga niður skuldir borgarinnar, já eða lækka útsvarið, fasteignagjöldin eða sorphirðugjaldið.
Já það á miklu frekar á að halda húsinu í eigu borgarinnar. Björgúlfur er einkaaðili og slíkum aðilum er ekki treystandi fyrir slíku sloti. Hann gæti endurbætt húsið og gert það enn glæsilegra en það er.
Slíkt gengur ekki!
Borgarráð samþykkti að taka tilboði Novators í Fríkirkjuveg 11 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.2.2007 | 18:44
Fyrrum forseti og borgarfulltrúi bloggar
Enn fjölgar skákforystumönnum á blogginu sem jafnframt hafa allir pólítíska tengingu! Í hópinn hefur nú bæst við Hrannar Björn Arnarsson, fyrrum forseti Skáksambandsins og borgarfulltrúi. Svo eru auðvitað núverandi forseti Skáksambandins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, og e.t.v. tilvonandi þingmaður og Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, og fyrrverandi varaþingmaður öflugir bloggarar!
Öflugasti bloggarinn úr skákheimum, a.m.k. færslulega séð er svo auðvitað Snorri Bergsson, sem fer stórum í bloggheimum þessa dagana, enda margt sem gleður hann t.d. lélegt gengi Samfylkingarinnar og gott gengi Arsenal!
Svo er það auðvitað formaður Taflfélagsins hellis, þ.e. sá sem þetta ritar.
Bloggar | Breytt 2.2.2007 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2007 | 22:57
Beisk örlög stofnenda flokka
Það fer stundum skrýtilega fyrir stofnendum flokka. Jónas frá Hriflu stofnaði ásamt fleirum Alþýðuflokkinn. Síðar varð Alþýðuflokkurinn til þess að Jónas fékk ekki að verða forsætisráðherra árið 1934. Jón Baldvinsson var einn upphafsmanna Alþýðuflokksins. Honum var síðar bolað úr Dagsbrún þar sem hann mætti sárveikur og dó ekki löngu síðar.
Jónas stofnaði einnig Framsóknarflokkinn. Hann var síðar felldur sem formaður og nánast bolað úr flokknum. Arftaki hans í formannsstóli og varformaður beittu sér sérstaklega fyrir því að bola honum af þingi sem honum tókst reyndar ekki fyrr en seinna.
Héðinn Valdimarsson stofnaði Sósalístaflokkinn. Hann hætti þar skömmu síðar er kommar vildu ekki fordæma áras Sovétmanna á Finnland.
Hannibal Valdimarsson stofnaði Alþýðubandalagið ásamt kommunum fyrir kosningar 1956. Árið 1967, þá ennþá formaður flokksins, fór hann í sérframboð og hætti síðar og stofnaði nýjan flokk.
Og nú er það Sverrir og Margrét. Flokkurinn þeirra yfirtekin af Nýju afli í nafni þjóðernishyggju. Hvað ætli þau feðginin taki nú til ráðs?
Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 30.1.2007 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)