Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mun Johnsen hafa líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér - hendi sem Geir vildi ekki taka í?

ÁrniJohnsenÍ hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag var sýnt frá fyrsta þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fram fór í gær, þar sem greinilega sást að formaður flokksins Geir H. Haarde sleppti því vísvitandi að taka í hendur Árna Johnsen en virtist taka í flestar aðrar hendur.

Nú stefnir margt til þess að stjórnin haldi áfram með eins sætis meirihluta.  Árni Johnsen getur þá haft líf stjórnarinnar í hendi sinni - hendinni sem Geir vildi ekki taka í.

Og hvaða dúsu fær svo Árni?  Verður hann kannski formaður samgöngunefndar?   


Hatur virðist ríkja á milli VG og Framsóknar

Ögmundur JónassonEftir kosningar þótti mér möguleiki að úr þeim kynni að koma "R-lista stjórn" það er að Framsókn kynna að kjósa að skipta um hest í miðri á enda hefur flokkurinn tapað 9 af 16 þingmönnum sínum frá því að þeir hófu stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum árið 1995.  En á því eru engar líkur því á milli Framsóknar og VG virðist ríkja hatur.      

Það mátti t.d. sjá á orðræðu Steingríms Joðs til Jóns Sigurðssonar, þar sem hann krafði hann um afsökunarbeiðni, í uppgjöri stjórnmálamannanna í RÚV í gær og svo í nokkuð furðulegum Kastljósþætti í kvöld þar sem mjög köldu andaði á milli Guðna og Ögmundar og í raun óskiljanlegt að þeir hafi látið til leiðast að mæta í þennan þátt því hvorugur þeirra virtist vera í góðu formi, Guðni fúll yfir fylgi flokksins, og Ögmundur fúll yfir því að vera ekki sætasta stelpan!

 


Framsókn að svíkja fyrsta kosningaloforðið?

Guðni ÁgústssonFyrir kosningar höfðu nokkrir meðal helstu ráðamenna Framsóknar, stór orð um það að í stjórn færu þeir ekki fengi flokkurinn ekki viðunandi fylgi.  Engin forystumanna Framsóknar hafði upp önnur orð.  Niðurstaðan er skýr.  Framsókn fékk afhroð, minnsta fylgi í 90 ára sögu flokksins, formaðurinn féll, umhverfisráðherrann féll og fengu ráðherrarnir tveir minna fylgi en borgarfulltrúinn Björn Ingi Hrafnsson fékk í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Tveimur dögum eftir kosningar er annað hljóð komið í strokkinn.  Guðni segir úrslitin ekki skilaboð þess efnis að Framsókn eiga að stíga til hliðar og almennt heyrist mér að forystumenn flokksins stefni á áframhaldandi stjórnarsamstarf. 

Semsagt aðeins tveimur dögum eftir kosningar á að svíkja nýjasta "kosningaloforðið".

Svo furða Framsóknarmenn á því að fólk hafi refsað þeim í nýliðnum kosningum.  I wonder why!


mbl.is Geir: Sérstök ákvörðun ef stjórnarsamstarfið heldur ekki áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir Framsókn?

FramsóknÍ umræðuþáttum dagsins er almennt talað á þeim nótum að Geir hafi öll háspilinn.  En er það svo?  Hafa Framsóknarmenn ekki nokkur tromp á hendi?

Möguleikar Framsóknar eru að mínu mati þrír:

1. Þeir geta lýst vilja sínum til að halda áfram í núverandi stjórnarsamstarfi.   Reyndar er það ekki í samræmi við yfirlýsingar forystumanna flokksins í kosningabaráttunni og sennilega er það gegn vilja meginþorra flokksmanna sem margir hverjir vilja nú fara í stjórnarandstöðu og freista þess að byggja upp flokkinn eftir skellinn.  Auk þess er ekki víst að Sjálfstæðisflokkurinn vilji fara í svo veika stjórn.  Ekki vildi hann það með Alþýðuflokknum 1995.  Ekki nema þá að bæta við Frjálslyndum en Sjálfstæðismenn hafa ávallt talað niður til þriggja flokka stjórna svo það er sennilega ólíklegt að þeir hafi áhuga á slíkri stjórn.   

2. Þeir geta unnið til vinstri.  Ef Jón vill getur hann hringt í Ingibjörgu og boðið henni forsætisráðherrastólinn í vinstri stjórn.  Ingibjörg og Steingrímur Joð eru án efa til í þann slag.

3. Geta ákveðið að vera utan stjórnar til að byggja upp flokkinn.  Þá fengi Geir frítt spil og myndi þá væntanlega leita til Ingibjargar eða Steingríms.  

Ef ég væri Framsóknarmaður myndi ég velja kost þrjú.  Jón á að stíga til hliðar og velja á nýjan og ferskan eftirmann.  Björn Ingi Hrafnsson gæti þar verið álitlegur en hann fékk nokkru meira fylgi en formaðurinn og umhverfisráðherra fengu nú í dag sem verður að teljast athyglisvert.  Svo er það Guðni.  Vill hann verða formaður?   

Hvað gera Framsóknarmenn?   Eins og Steingrímur Sævarr Framsóknarmaður myndi orða það.   Þegar stórt er spurt.....   


mbl.is Jón: Óeðlilegt að tala um flokkinn með þessum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppkjör kosninganna - GB með bestu spánna!

Úrslitin nú kunn og spennan í kringum þær var mikil.  VG og Sjálfstæðisflokkurinn unnu á, Samfylking vann "kosningabaráttunna" en tapaði tveimur þingmönnum.  Frjálslyndir héldu haus og Íslandshreyfingin náði því sem margir óttuðust, þ.e. að halda stóriðjuflokkunnum að völdum.  Fróðlegt er að bera saman mína spá og kosningaúrslitin en ég fór miklu nær þeim heldur en skoðanakannanir! 

En gerum upp kosningarnar:

Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ágætis sigur og ljóst að Geir er vinnu flokkinn úr þeirri stöðu sem Davíð Oddsson kom honum í.  Enginn afburðarsigur en meðalfylgi flokksins í gegnum árin er 39% þannig að flokkurinn á lnokkuð í land.  Björn Bjarnason og Árni Johnsen virðast hafa beðið afhroð í útstrikingum í sínum kjördæmum og staða þeirra innan flokksins löskuð.   Óvænti þingmaðurinn er Ragnheiður Ríkharðsdóttir!

Samfylkingin tapar fylgi og er með nánast með sama fylgi og fyrir átta árum síðan. Athyglisvert er að fylgi flokksins minnkaði þegar á leið nóttina.  Kjósa Samfylkingarmenn fyrr en aðrir?   Þrátt fyrir tapið geta Samfylkingarfólk þokkalega við unað enda stefndi í afhroð um tíma.  Ingibjörg sigraði kosningabaráttuna en tapaði kosninganóttinni!  Óvænti þingmaðurinn er Ellert B. Schram!

Vinstri grænir unnu stórsigur og nánast tvöfölduðu þingmannafjöldann.  Mér finnst það hins ákaflega súrt að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hafi ekki náð kjöri en ég var mjög hneykslaður á VG-fólki þegar þeir settu Lilju í 2. sætið í Kraganum og þess í stað Álfheiði og Árna Þór í 2. sætið í Reykjavíkurkjördæmunum en Lilja rúllaði yfir þau bæði í prófkjöri flokksins. Gömlu kommarnir standa saman og Lilja leið fyrir það og VG í framtíðinni því að þeirra besti fulltrúi fékk ekki þingsæti.   Vinstri grænir misstu mikið fylgi í kosningabaráttunni og sigur þeirra því að einhverju leyti súr.  Enginn óvæntur þingmaður hjá VG.    Helst þó Álfheiður Ingadóttir.  

Framsókn fékk sín verstu úrslit í 90 sögu flokksins og formaður flokksins féll af þingi en slíkt hefur ekki gerst fyrir formann þingflokks síðan 1983 þegar Geir Hallgrímsson féll.   Framsóknarmenn hljóta að hugsa sinn gang en bæði Valgerður og Guðni hafa lýst því yfir að flokkurinn eigi ekki halda áfram í stjórn hljóti flokkurinn afhroð.  En mun flokkurinn standa við það? Að öllu eðlilegu ætti Jón að segja af sér og hleypa yngri manni að og dettur manni þá fyrst í hug nafn Björns Inga Hrafnssonar.  Óvænti þingmaðurinn er  Höskuldur Þór Þórhallsson!

Frjálslyndir héldu sínum fjórum þingmönnum og geta þokkalega við unað.  Þeir hafa náð því að komast þrisvar í röð á þing sem er óvenjulegt fyrir "fimmta" flokk og virðast hafa fest sig í sessi.  Guðjón Arnar var seigur í kosningabaráttunni en málflutningur hans er miklu geðslegri heldur en sumra skósveina hans.  Magnús Þór féll af þingi sem hlýtur að vera mikið áfall fyrir krónprinsinn en væntanlega er þetta síðasta kjörtímabil Guðjóns.  Óvænti þingmaðurinn er Kristinn H. Gunnarsson!

Íslandshreyfingin tókst það sem hún ætlaði sér ekki, þ.e. að halda "stóriðjuflokkunum" að kjötkötlunum.   Betur heima setið.  

Að lokum vil ég bera saman spá mína og úrslitin: 

  • B 12% (11,7%)
  • D 36% (36,6%)
  • F   6% (7,3%)
  • I    3% (3,3%)
  • S 29% (26,8%)
  • V 14% (14,3%)

 


mbl.is 22% strikuðu yfir Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar Björnsson kaus í Laugardagshöll

Gunnar Björnsson bankastarfsmaður og formaður Taflfélagsins Hellis greiddi sitt atkvæði í Alþingiskosningunum í Laugardagshöllinni í Reykjavík í morgun.Smile

Njótið dagsins og kjósið rétt! 


mbl.is Geir H. Haarde kaus í Hagaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

S-flokkarnir sterkir - Misjöfn frammistaða í Sjónvarpi

 

Fylgi Framsóknarflokks

 

Ný könnun Gallups staðfestir slaka útkomu Framsóknar og stefnir nú í slökustu frammistöðu flokksins í 90 ára sögu hans.  Ég er hræddur um að guðfaðir og stofnandi flokksins, Jónas frá Hriflu, myndi snúa sér við gröfinni, sæi hann flokk sinn, sem fékk 36% fylgi undir leiðsögn hans fyrir um 75 árum síðan.   Kannanir Félagsvísindastofnunar og Gallups eru fremar áþekkar að því undanskyldu að það munar nokkru á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu.  Ætli niðurstaða liggi ekki einhvers þarna á milli.  Leiðtogafundurinn á RÚV var fremur litlaus a.m.k. í samanburði við nýlegan fund á Stöð 2.  Allir stóðu þeir vel formennirnir nema tveir.

Geir var öruggur að vanda, Ingibjörg var sömuleiðis góð, Steingrímur var minna geðvondur nú en á Stöð 2 um á daginn og Guðjón var traustur og öruggur.  Einhvern er það þannig að mér lýst miklu betur á Frjálslynda flokkinn þegar Guðjón talar en þegar einhverjir skósveinar hans tala.

Ómar og Jón stóðu hinum fjórum langt að baki.  Ómar er frábær karl en einhvern veginn nær hann ekki til manns sem pólítíkus.  Ég held að kjósendur Íslandshreyfingarinnar eigi að kjósa annan flokk til að atkvæði þeirra nýtist og ætti þá Samfylking væntanlega að vera fyrsti kostur.

Jón náði sér engan veginn á strik og fannst mér hreinlega eins og honum liði illa.  Sérstaklega var þetta áberandi þegar hann talaði ekki en lenti engu að síður í mynd.   

Jæja, það stefnir í spennandi kosningar á morgun!  Og spáin stendur sem fyrr:

  • B 12% - 8 þingmenn
  • D 36% - 23 þingmenn
  • F   6% - 4 þingmenn
  • I    3% - 0 þingmenn
  • S 29% - 19 þingmenn
  • V 14% - 9 þingmenn


mbl.is Fylgi Framsóknarflokks dalar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn hækkar Samfylkingin

Samfylkingin er nú kominn upp fyrir 30% í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar er nú kominn upp fyrir 30% múrinn.  Verði þetta raunin hlýtur þetta að teljast ein besta endurkomu í kosningabaráttu síðustu áratuga.  Mogginn er kominn í enn meiri ham og hefur sérstaka fyrirsögn um möguleika á vinstri stjórn.  Nú man ég af hverju ég hætti sem áskrifandi Moggans á sínum tíma, ég þoldi ekki þá "forsjárhyggju" sem Mogginn beitir síðustu dögum og vikum fyrir kosningar.   

Athyglisvert er að Framsóknarflokkurinn hefur "aðeins" um 10% og er nú þessi engu að síður gerð á svipuðum tíma og könnun Capasents sem mældi flokkinn um 15%.   

Að lokum skora ég á Sjálfstæðisflokkinn að hafa ekki njósnara í kjördeild eins og hann hefur gert einn flokka síðustu kosningar.  Hreint ótrúlega pirrandi.   


 

 


mbl.is Samfylking og Framsóknarflokkur bæta við sig samkvæmt könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir vill fá glötuðu sauðina heim!

Geir HaardeÞessi niðurstaða virðist staðfesta að einhverju leyti það að meðbyr sé með Framsóknarflokknum þrátt fyrir að könnun gærdagsins hafi örugglega ofmetið fylgið umtalsvert.  Ummæli Geirsí þættinum í gær, þar sem hann hvatti sína menn til að kjósa Sjálfstæðisflokksins, í stað þess að velja flokk til að starfa með Sjálfstæðisflokknum, er mótleikur við útspili Valgerðar og félaga um að Framsóknarflokkurinn færi ekki í ríkisstjórn með lítið fylgi en sagan segir að ýmsir Sjálfstæðismenn hafi kosið að styðja Framsóknarflokkinn fyrir fjórum árum síðan til að bjarga Framsókn frá afhroði.  Það verður fróðlegt að vita hvort ákall Geirs dugi en hann vill greinilega fá allt sitt fylgi í hús (Valhöll) Sjálfstæðisflokksins en ekki í fjárhús Framsóknar!
 
Annars er fylgi Sjálfstæðisflokksins slakt samkvæmt þessari könnun og er farinn að nálgast kjörfylgið 2003 sem var það þriðja lélegasta í sögunni og þekkt er að Sjálfstæðismenn fá alltaf minna úr kössunum en könnunum.  Framsóknarflokkurinn gæti fengið sitt lélegasta fylgi í sögunni en lægsta fylgi flokksins var árið 1919 þegar flokkurinn fékk 13,3% en þá var flokkurinn rétt að slíta barnsskónum.  Næst lélegasta útkoman var 1956 (15,6%) sem er ekki marktækt fylgi því þá starfaði "hræðslubandalag" Framsóknar og Alþýðuflokksins.  Flokkurinn fékk 16,9% fylgi árið 1978 sem er í raun það slakasta.  
 
Sókn Samfylkingar er staðfest þrátt fyrir minna fylgi en í könnun Stöðvar 2 og VG virðist vera að rétta úr kútnum.   

Morgundagurinn gæti verið spennandi.  Þá koma víst 3 kannanir, frá Blaðinu (þar sem mitt svar er með!), Fréttablaðinu og Capasent. Við bíðum spennt en spáin mín stendur ennþá óbreytt:
  • B 12% - 8 þingmenn
  • D 36% - 23 þingmenn
  • F   6% - 4 þingmenn
  • I    3% - 0 þingmenn
  • S 29% - 19 þingmenn
  • V 14% - 9 þingmenn

mbl.is Samfylking og VG bæta við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsakennd Framsókn - fylgi Samfylkingar nálægt kjörfylgi

Jón SigurðssonLíklegt verður að segja að fylgi Framsóknar hafi verið ofmælt í könnunum Capasents þótt ég haldi reyndar að flokkurinn sé á uppleið.  Formaður Framsóknar stóð sig sennilega verst allra í formannafundi Stöðvar 2.  Hálf farsakennt að hlusta á hann eða kannski frekar frasakennt Wink

Fyrst um góðan þátt Stöðvar 2: 

Geir og Ingibjörg stóðu sig bæði afskaplega vel og ótrúlegt hvað Ingibjörg hefur unnið á í kosningabaráttunni og geislaði af sjálfsöryggi.  Geir traustur að vanda.  Steingrímur hreint ótrúlega mælskur en virkaði nokkuð pirraður og þá sérstaklega við Egil Helgason sem hann virðist eiga eitthvað sökótt við.   Guðjón Arnar var góður og einkar athyglisvert að hann nefndi ekki innflutningsmál á nafn þegar hann var spurður um þrjú atriði sem hann myndi fyrst framkvæma kæmist hann í ríkisstjórn.  Hvað segja Jón og Magnús Þór?  Ómar var með frekar einhæfan málflutning.

  • Sigurvegarar kvöldsins: Geir, Ingibjörg og Stöð 2!
  • Tapari kvöldsins: Jón

Svo um skoðanakönnunina

Skoðanakönnunin hlýtur að gleða bæði Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk.  Fall VG heldur áfram og er nú flokkurinn nú aðeins hálfdrættingur Samfylkingar.  Framsóknamenn þurfa svo sannarlega að hafa áhyggjur og flest sem bendir til þess að einhver skekkja sé í könnunum Capacent í dag.  

Fyrri spá stendur óbreytt. 

Spá:

  • B 12% - 8 þingmenn
  • D 36% - 23 þingmenn
  • F   6% - 4 þingmenn
  • I    3% - 0 þingmenn
  • S 29% - 19 þingmenn
  • V 14% - 9 þingmenn

mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband