Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.5.2007 | 13:13
Örvæntingarútspil Framsóknar að skila sér

![]() |
Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 14:03
Samfylking nálgast kjörfylgið
- B 12% (13%) - 8 þingmenn
- D 36% (37%) - 23 þingmenn
- F 6% (6%) - 4 þingmenn
- I 3% (3%) - 0 þingmenn
- S 29% (27%) - 19 þingmenn
- V 14% (14%) - 9 þingmenn
![]() |
Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2007 | 07:25
Hvar er Árni Johnsen?
Á baksíðu Blaðsins er auglýsing frá Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þar sem tilkynnt er að höfuðáhersla sé lögð á ljúka tvöflöldun Suðurlandsvegar austur fyrir Selfoss á næsta kjörtímabili. Engan Árna Johnsen er að finna á myndinni og reyndar hefur ákafklega lítið borið á Árna í kosningabaráttunni og skilst mér á heimamanni að hann sé oft og iðulega ekki á fundum með flokknum.
Er Sjálfstæðismenn að afneita eigin manni? Fékk maðurinn jú ekki afgerandi stuðning í annað sæti og litlu mætti muna að hann felldi fjármálaráðherrann? Formaðurinn nánast svo afneitaði Árna í Kastljósiþætti nýlega.
Hvar er Árni Johnsen? Ætlar sigurvegari prófkjörsins að sætta sig við að láta algjörlega ýta sér til hliðar?
7.5.2007 | 21:48
Örvæntingafull tilraun til að fá atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum
Ákveðinn örvænting hefur gripið Framsóknarmenn enda fylgið hörmulegt. Ekki einu sinni sundkunnátta formannsins eða tannlæknatrikk Sivjar virðist ætla að duga til að draga fylgi að flokknum sem fær sennilega sína verstu útkomu í 90 ára sögu flokksins.
Og nú á að freista þess að fá fylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Freista þess að þeir sem vilja ríkisstjórnina áfram snúi sér til Framsóknar til að halda stjórninni á floti.
En er tími Framsóknar ekki bara liðinn?
![]() |
Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2007 | 10:07
Stóru flokkarnir í sókn - VG lækkar enn
Nýjast skoðanakönnun Fréttablaðsins staðfestir að enn virðast stóru flokkarnir, sem byrja á "S" vera í sókn og VG er enn á niðurleið. Kvennafylgið virðist vera að skila sér aftur til Samfylkingar sem nú hefur 8% forskot á VG. Framsókn Framsóknar hefur stöðvuð og Frjálslyndir hanga rétt fyrir ofan 5% mörkin. Íslandshreyfingin nær sér sem fyrr ekki á strik og ljóst að alveg eins er hægt að skila auðu eins og að kjósa hreyfinguna.
Ríkisstjórnin heldur vell samkvæmt þessu en óljóst er hvort styrkur Framsóknar verði nægjanlegur til að þess að áhugi verði áfram fyrir samstarfi.
Það var athyglisverð nálgun hjá Fréttablaðinu að birta einnig stöðuna viku fyrir kosningar fyrir fjórum árum. Þar kom fram að sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir fengu meira fylgi í könnuninni en kosningunum en Samfylking og Framsókn minna en VG á pari.
Skoðum tölurnar:
Könnun FB (breyting frá síðustu könnun í sviga):
- B: 9,5% (-0,6%)
- D: 42,5% (+1,9%)
- F: 5,4% (0%)
- I: 2,1% (-0,5%)
- S: 24% (+1,5%)
- V: 16% (-2,0%)
Skoðun næst úrslitin 2003 og niðurstöðu FB (og hækkun frá vikugamalli könnun) fyrir kosningar:
- B: 17,7% (+2,1%)
- D: 33,7% (-1,0%)
- F: 7,4 (-3,2%)
- S: 30,9% (+2,0%)
- V: 8,8% (+0,1%)
Má gera ráð fyrir svipaðri sveiflu nú eins og þá má gera ráð fyrir að Framsókn fái sína slökustu útkomu í sögunni. Sjálfstæðisflokkurinn væri í sögulegu hámarki. Frjálslyndir gætu einnig fallið af þingi en sjálfsagt munu þeir hanga inni.
Sjálfur hef ég trú á því að Samfylkingin muni bæta stöðu sína sem og Framsókn. Fylgi Sjálfstæðisflokks og VG minnki. Sjálfur spáði ég VG 15% fylgi þegar fylgið var 28% og héldu þá ýmsir að ég væri eitthvað skrýtinn.
Mín spá er sem hér segir:
- B: 13%
- D: 37%
- F: 6%
- I: 3%
- S: 27%
- V: 14%
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eykst samkvæmt könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2007 | 12:08
Tilviljun?
Viku fyrir kosningar eftir mikla kosningaherferð Samfylkingar um ókeypis tannlækningar fyrir börn. Tja............Framsókn hefur jú aðeins haft Heilbrigðisráðuneytið síðustu 11 ár og 51 viku þannig að það er ekki furða að þeir hafi ekki komið þessu í framkvæmd.
Ég segi bara eins tannlæknirinn í Litlu Hryllingsbúðinni: "Segðu aaaaaa og svo spíta"
![]() |
Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2007 | 18:54
Viljum við geðvonda menn í stjórnarráðið?

![]() |
Flestir vilja Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samkvæmt frétt Vísis birtist ný könnun í Mannlíf á morgun. Samkvæmt henni er ríkisstjórnin fallinn, hefur 31 þingmann. Samfylkingin hefur 23,4% og VG 17,8% og hafa heldur misst dampinn. Frjálslyndir rétt hanga inni, með 5,8% og Framsóknarmenn hafa 10,7%. Einnig kom ný könnun í Reykjavík norður þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins 4% forskot á Samfylkinguna sem virðist vera í stórsókn. Athyglisvert er hversu slakt fylgi flokkurinn virðist hafa í Reykjavíkurkjördæmunum miðað við sterka stöðu flokksins á landsvísu.
Jón Sigurðsson er fallinn af þingi og virðist hafa töluvert minna fylgi en Björn Ingi Hrafnsson hafði í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Niðurstaðan:
Mannlífskönnunin (landið allt):
B: 10,2% (7)
D: 36,0% (24)
F: 5,8% (4)
Í: Ekki gefið upp (0)
S: 23,4% (16)
V: 17,9% (12)
Stöð 2 (Reykjavík norður):
B: 4,5 (0)
D: 34,5% (4)
F: 6,1% (0)
Í: 2,8% (0)
S: 29,8% (3)
V: 22,3 (2)
30.4.2007 | 22:41
Húrra fyrir Kastljósi!
Kastljós hefur legið undir ámæli Framsóknarbloggara síðustu daga og verið sakað um óeðlilega umfjöllun um veitingu á ríkisborgararétti til verðandi tengdadóttur hennar. Nú hefur komið í ljós að heldur voru ástæður fyrir veitingunni klénar í samanburði við ýmsa þá sem hafa fengið neitun.
Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Bjarna Benediktssyni, og talið hann einn albesta þingmann Sjálfstæðisflokksins, hann var t.d. sá þingmaður Flokksins, sem best hélt í haus í fjölmiðlafrumvarpshasarnum hér um árið á meðan ýmsir aðrir flokksbræður hans misstu sig algjörlega. Einhvern veginn grunar manni að hann hafi ekki alveg komið hreint fram í þessu máli. Í besta falli kynnti hann sér ekki málið vel.
Mér fannst Össur ganga of langt í fréttatíma í gær þegar hann sakaði Bjarna og Guðjón Ólaf að hafa eitthvað að fela en eftir uppljóstrun kvöldsins á "upphlaup" Össurar mun meiri rétt á sér. Kannski vissi Össur meira en hann gaf þá upp?
Í Kastljósþættinum fræga þegar Helgi og Jónína rifust eins og hundur og köttur dró Jónína upp skjal sem átti að sýna mannréttindarbrot í Guatmala og ýjaði þar með að því, þótt hún segði það aldrei berum orðum, að það væru ástæðurnar fyrir veitingunni. Come on!
Þórhallur, Helgi, Sigmar og aðrir Kastljósmenn eiga heiður skilið fyrir góða umfjöllun um málið. Meira svona Kastljósfólk!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2007 | 10:35
Samfylkingin stærri en VG
Ég held að mesta ánægjuefni þessara kannanar séu að fylgi Samfylkingar sé hærra en VG sem þýðir að áhrif VG yrðu minna en illa ef vinstri stjórn yrði niðurstaðan. Sjálfstæðisflokkurinn getur vel við unað en fylgið á væntanlega eftir að lækka og sama á væntanlega eftir að gerast hjá VG. Þessi könnun er einnig óvenju marktæk enda úrtakið 3.600 manns.
Frjálslyndir eru á mörkum þess að hanga inni og Íslandshreyfingin er úr leik og ljóst að það er allt eins hægt að skila auðu og kjósa Ómar og félaga. Erfitt er að átta sig hvað Jónínu-málið þýði fyrir Framsóknarmenn en ég allt eins von á því að þeir munu fá samúðaratkvæði út á málið og jafnvel hagnast á því.
Um 40% eru óákveðnir en líklegast er að meira fari til miðjuflokkana Framsóknar og Samfylkingar í stað jaðarflokkana.
Spá:
B: 13%
D: 36%
F: 6%
Í: 2%
S: 27%
V: 16%
Og hvaða stjórn þýðir þetta? Erfitt er að átta sig á því. Væntanlega héldi ríkisstjórnin velli en er líklegt að Framsókn fari í fjórða sinn í röð í stjórn með íhaldinu með aðeins 8 þingmenn og svo nauman meirihluta?
Hugsanlega gæti niðurstaðan orðið vinstri stjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar undir forystu Samfylkingar sem mun skárri niðurstaða en Kaffibandalagið enda Frjálslyndir ótækir í stjórn að mínu mati sökum innflytjendastefnu sinnar og áhrif VG yrði minni í slíkri stjórn. Ef það yrði raunin yrði það aðeins í annað sinni í sögu landsins að meirihlutastjórn á Íslandi yrði undir annarri forystu en Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokks en Stefán Jóhann Stefánsson var forsætisráðherra Alþýðuflokksins fyrir um 60 árum síðan.
Líklegast þykir mér þó að niðurstaðan verði stjórn Sjálfstæðisflokksins með annaðhvort Samfylkinginu eða VG.
Spennandi dagar framundan.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með 40% fylgi samkvæmt könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)