Færsluflokkur: Enski boltinn
8.4.2008 | 23:03
Arsene Whiner?
Alltaf þarf þessi frábæri þjálfari að setja sjálfan sig niður með eintómu væli. Wenger - taktu ósigrum með karlmennsku!
Wenger: Allar stórar ákvarðanir dómaranna voru gegn okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.4.2008 | 22:22
Wenger eða Whiner?
Eftir hvern einasta leik kvartar Wenger yfir einhverju og yfirleitt eru dómarnir á móti honum. Ég held að allir sem sáu leikinn í sjónvarpi í dag eru sammála að það meint brot á Fabregas var ekki víti.
Væri ekki rétt að hann óskaði þess fyrir frönsku mannanafnanefndinni að fá að breyta nafninu sínum í Whiner?
Wenger: Þetta er ekki búið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.7.2007 | 14:29
Enn PR-skandall hjá 365
Verðið hjá Skjásport eftir lækkun skatts var 2.341 kr. Nú kostar sama áskrift 4.390 kr. hjá Sýn2 svo hækkunin er faktíst 88%. Mér og örugglega flestum sem viljum fá enska boltann beint er slétt sama hvort einhver samantektarþáttur birtist fyrr en ella og um það hvort einhverjir æfingarleikir séu sýndir á sumri. Vil svo benda á góð greinarskrif um þessi mál á spjallþræði Liverpool-aðdáenda.
Ég er hugsi yfir framkomu 365 í málinu. Að vanir PR-menn eins og Pétur skuli fara í þann pakka að fara beinlínis með rangt mál og að Steingrímur Sævarr, sem ég hef ávallt borið mikla virðingu fyrir, skuli láta draga sig í þennan drullupoll að gerast málpípa 365 í þessu máli. Af hverju voru t.d. tveir aðilar frá 365 í þættinum í stað þess að fá einhvern utan úr bæ til að ræða við Pétur eða Hilmar?
Nýlega var mjög misheppnað PR-mál hjá 365 þegar þeir reyndu að freista þess að halda Agli Helga hjá sér og koma í veg fyrir að hann færi til RÚV sem gekk svo langt að Ari forstjóri nefndi laun hans í bloggi út í bæ.
Ég hefði haldið að hvergi ættu að vera til fleiri vanir PR-menn en hjá stóru fjölmiðlafyrirtæki til að falla í slíkar gryfjur?
Eða hvað? Þegar stór er spurt............
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2007 | 20:20
Furðulegur málflutningur Sýnarmanna
Rétt áðan var ég að horfa á minn gamla bekkjarfélaga úr Hlíðaskóla, Pétur Pétursson, og Hilmar Björnsson útskýra hækkun á enska boltanum í Íslandi í dag í kvöld. Þeim virtist ekki finnast það mikið tiltökumál að verðskráin sé hækkuð um 70% á mig og fleiri áskrifendur sem höfðu enska boltann.
Einnig var það furðulegur málflutningur að áskriftin hafi í undantekningartilfellum lækkað því það er einfaldlega kolrangt því þegar verðskráin gefur minna viðbótarverð en það sem enski boltinn kostaði á Skjásport er farið fram á bindingu í 12 mánuði á bolta sem fram fer í 10 mánuði, sem meikar auðvitað ekki sens!
Til viðbótar tók 365 sig til nýlega og felldi niður einhliða afslátt á Sýn hjá þeim sem höfðu OG1. Þar er hækkunin svipuð eða um 70%. Sjálfsagt vegna þess að Síminn er ekki lengur í samkeppni.
Sú fullyrðing Péturs að verðskráin væri einföld var skemmtileg en flóknari verðskrá hefur ég sjaldan augum séð. Það er t.d. nokkuð merkilegt að ódýrara er að taka 10 staka mánuði á enska boltanum, sem fer jú aðeins fram í 10 mánuði, heldur en að vera með enska í M12! Munar þar rúmum 6.000 kr. á ári!
Þetta sýnir okkur hversu vont það er þegar einokun er til staðar og hversu nauðsynleg samkeppni er.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.6.2007 | 23:06
Hvað, er Eggert alls staðar?
Eggert reyndi að fá Djibril Cissé til West Ham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 15:07
Auðveldur sigur Púlara á Chelsea
Það var gaman að sjá mína menn í Liverpool vinna auðveldan sigur á Chelsea í dag. Úrslitin voru 2-0 og Liverpool var miklu nær því að bæta við marki en Brúarmenn að minnka muninn. Gaman var að sjá "patzerena" Aurelio og Pennant en báðir áttu þeir prýðisleik. Sérstakt knús fær Garregher, sem tók Drogba gjörsamlega í nös.
Fyrir utan mörkin tvö er tvö atriði sérstaklega minnisstæð, þ.e. ótrúlegt markskot Riise sem lenti í slánni og hefði mjög líklega orðið mark ársins hefði boltinn legið inni. Reyndar átti að dæmi víti á Chelsea í kjölfar skotsins þegar brotið var á Crouch. Svo var aukaspyrna Drogba þegar hann klobbaði Ballack alveg ógeðslega fyndin!
Nú er bara vona að Arsenal vinni ManU á morgun. Verði það raunin er hugsanlegt að Liverpool geti barist við ManU um titilinn!
Liverpool lagði Chelsea 2:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |