23.7.2007 | 20:20
Furðulegur málflutningur Sýnarmanna
Rétt áðan var ég að horfa á minn gamla bekkjarfélaga úr Hlíðaskóla, Pétur Pétursson, og Hilmar Björnsson útskýra hækkun á enska boltanum í Íslandi í dag í kvöld. Þeim virtist ekki finnast það mikið tiltökumál að verðskráin sé hækkuð um 70% á mig og fleiri áskrifendur sem höfðu enska boltann.
Einnig var það furðulegur málflutningur að áskriftin hafi í undantekningartilfellum lækkað því það er einfaldlega kolrangt því þegar verðskráin gefur minna viðbótarverð en það sem enski boltinn kostaði á Skjásport er farið fram á bindingu í 12 mánuði á bolta sem fram fer í 10 mánuði, sem meikar auðvitað ekki sens!
Til viðbótar tók 365 sig til nýlega og felldi niður einhliða afslátt á Sýn hjá þeim sem höfðu OG1. Þar er hækkunin svipuð eða um 70%. Sjálfsagt vegna þess að Síminn er ekki lengur í samkeppni.
Sú fullyrðing Péturs að verðskráin væri einföld var skemmtileg en flóknari verðskrá hefur ég sjaldan augum séð. Það er t.d. nokkuð merkilegt að ódýrara er að taka 10 staka mánuði á enska boltanum, sem fer jú aðeins fram í 10 mánuði, heldur en að vera með enska í M12! Munar þar rúmum 6.000 kr. á ári!
Þetta sýnir okkur hversu vont það er þegar einokun er til staðar og hversu nauðsynleg samkeppni er.
Meginflokkur: Enski boltinn | Aukaflokkur: Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þér þetta viðal var Pr-viðtal. Tekið af þekktum Pr manni við annan Pr-mann. Ég vona að flestir hafa séð í gegnum þetta. Notuðu rangan samanburð, fóru frjálslega með forsendur og svo framvegins.
Ingi Björn Sigurðsson, 23.7.2007 kl. 20:36
Já slepptu t.d. að nefna það að í millitíðinni hefur virðisaukaskattur verið lækkaður úr 24 í 14% þannig að með réttu er hækkunin um 80%.
Gunnar Björnsson, 23.7.2007 kl. 20:41
Já því miður fór það eins og mig grunaði, Sýn yfirbauð á alltof háu verði og nú á að ná öllu strax til baka á okurverðskrá, ég borgaði sanngjarnt verð að mér fannst 2500 kall á ma´nuði í fyrra hjá Skjásport fyrir frábæra dagskrá og umfjöllun, m.a. á laugardögum þar sem maður gat flakkað á milli 5 leikja sem var nýmæli hér. Þessi Pétur sem kom frá Tali eða Vodafone minnir mig var með blað í hendinni en rausaði þvílíkt bull að það var óskiljanlegt fyrir meðal manninn, ýmist viðurkenndi hann 67% hækkun eða talaði um lækkun og svo var þetta allt í einu orðin 8% hækkun, þetta eru slæm tíðindi fyrir aðdáendur enska boltans, ætli sé ekki betra að fjárfesta í diski ??
Skarfurinn, 23.7.2007 kl. 20:43
heyr heyr. hef ekki séð viðtalið en það segir sig sjálft að ef það kostar 9000 kall ef maður bindur sig ekki í 12 mánuði er ekki bara ég, heldur fullt af fólki bara hætt við. skjársport stóð sig bara glimrandi, með fullt af leikjum og maður gat alltaf kíkt á eitthvað ef maður missti af - og fór ekki á hausinn. veit þegar um nokkra sem eru ekki tilbúnir að borga sjö þúsund kall i tólf mánuði fyrir boltann. það er einfaldlega allt of mikið, ekki spurning.
en annars misstir þú af góðu móti i dag, aldeilis glimrandi og allir í fíling. en það kemur víst mót eftir þetta, nokkuð ljóst... og takk fyrir alla aðstoð.
arnar valgeirsson, 23.7.2007 kl. 21:34
Ég sagði upp stöð 2 og Sýn vegna okurstarfsemi 365 miðla og er staðráðinn í að fá mér disk og kaupa í gegnum sky , læt ekki 365 taka mig í rassgatið oftar
Lárus Ingibergsson (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.