Færsluflokkur: Bloggar

Rólegheit, veikindi og rok!

Í dag var alltaf planið að gera lítið.  Við Björn fórum hinn daglega göngutúr í morgun og keyptum brauð o.þ.h. í Consum, sem er stórmarkaður hér í grenndinni, mjög skemmtilegur með t.d. flottu kjötborði.  Á móti henni er svo Lidl, sem gengur undir nafninu Lido.   Ekki jafn skemmtileg verslun en er ódýrari.  Svona nokkurs konar Bónus á meðan Consum er einhvers konar Hagkaup.  Ekkert kjötborð er í Lido.  

Í dag ákvæðum við að fara í minigolf.  Björn var eitthvað hálfslappur en vildi endilega fara.  Þegar við komum á vettvang gaf hins vegar maginn sinn og brunað aftur heim og upp í rúm með veikan strákinn!  Lán í óláni að þetta skyldi ekki gerast á verri tíma t.d. í einhverjum skemmtigarðinum hérna.  Hann er allur að braggast, virðist hafa verið smá magaóruleiki en best að maður sleppi því að fara of ítarlega í veikindalýsingar.  Aðrir eru betri í því en ég!

Það var því ljóst að ekki yrði borðað út í kvöld.  Ég dreif mig þá í Consum til að versla meira enda átti það ekkert mál að vera, auglýst skýrum stöfum að opið sé alla daga frá 9-21:30 en...............þá var lokað.  Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að það er ekki opið nema til 14:30 á sunnudögum!  Spánverjarnir sko með smáa letrið sko.  Annars er nokkuð spaugilegt að reyna að spyrja Spánverjana af einhverjum.  Alltaf er manni með svarað með spænsku en eina setningin sem ég kann í því tungumáli er: "uno cerveza grande"!

Ég hafði fyrr keypt nokkra hamborgara sem ég skellti á grillið en fjölskyldan uppgötvaði að spænskir hamborgarar eru ekki jafngóðir og þeir íslenskir.  Minntu frekar á kjötbollur í hamborgarabrauði!  Þetta er eitthvað sem við ætlum ekki að endurtaka.

Í dag lá maður því að mestu í sólinni en maður hljóp inn öðru hverju til að horfa á enska boltann.  Hér er Sky-afruglari og fylgir því sérstök vellíðan að horfa á enska boltann án þess að  365 hagnist á því!  Ætli Pétur Pétursson og Ari Edwald viti af þessu?  Ætli þeir geti kannski bannað Íslendingum að horfa á enska boltann í útlöndum?   Kannski þeir séu núna uppteknir að læra markaðsfræði og hvernig eigi ekki að koma fram við viðskiptavini sína. 

Seinni partinn skall svo á hávaðarok, með smá skúrum en þó er vel hlýtt.   Smá skruggur í kaupbæti.   Þegar þetta er ritað (um 21:00 á spænskum tíma) ætlum við strákarnir að rétt að skreppa í laugina.  

Á morgun er planið að fara á ströndina í Torreveja. 

Biðjum að heilsa heim!

Athugasemd: Skrifað í gærkveldi en netið virkaði þá ekki sem skyldi.  


Enn af Spáni


Í gær hélt fjölskyldan áfram að hafa það gott.  Farið var á ítalskan veitingastað og hlustað á hina heimsfrægu Patti Ross sem söng lifandi músík á meðan borðað var. 

Í dag var haldið áfram að lifa hinu ljúffenga lífi.  Legið við laugina, Uno spilað, lesið og blak spilað í lauginni.  Að þessu sinni var borðað heima.  Ída grillaði ljúffengt nautakjöt og Björn bauð upp á frábæran eftirrétt!

Við strákarnir horfum svo á fótbolta ekki og skemmdi það fyrir að sjá Steven Gerrard skora eitt af mörkum tímabilsins!

Planið á morgun er að gera lítið.  Spila í mesta lagi mini-golf en á mánudag á að kíkja á ströndina eða jafnvel djúsí vatnsrennibrautir.

Minnum svo á að myndir frá ferðinni má finna undir "myndaalbúm" ofarlega til vinstri. Þar má t.d. sjá myndir af "heilsu"eftirréttnum sem Björn bauð upp á!

Biðjum að heilsa heim!


Á Spáni er hægt að djamma og djúsa!

 

 

Í gær kom fjölskyldan til Alicante.  Smá seinkun var á flugi og í fyrsta skipti á ævinni lenti ég því að vera síðasti farþeginn til að innskrá okkur þrátt fyrir að við mættum um 1,5 tíma fyrir flug!  Í gær gerðum við lítið annað en að koma okkur fyrir, enda mætt inn í þessa fínu íbúð eftir miðnætti, en í dag fórum við smábíltúr hér um nágrennið og svo lágum við laugina og spiluðum sérstaka útgáfu af sundlaugarblaki!

Nokkrar myndir má finna frá ferðinni undir "myndaalbúm".    Við reynum að setja inn smá ferðasögu og myndir reglulega!

Djöfull er þetta þægilegt!  Biðjum að heilsa heim í rigninguna!


Enn PR-skandall hjá 365

Ég ef verið hugsi eftir Ísland í dag í gær þegar Pétur og Hilmar voru að verja verðskrá Sýnar 2 og því minna sem ég hugsa málið því minna botna ég í málflutningi þeirra.  Pétur, sem ég þekki af góðu af fornu fari, fór ansi frjálslega með sannleikann þegar hann sagði hækkunina hjá stórum hluta áskrifenda „aðeins“ vera 68% og virðist þá sleppa því reikna með lækkun vasks og bæta við seðilgjaldi, á greiðsluseðil Skjássports, sem verður hvorutveggja að teljast vafasamt.  Kannski að þeir 365-menn lýti svo á að vasklækkunin eigi að renna til þeirra því ef ég man rétt hækkaði áskriftin á sjónvarpsmiðlum 365 um jafnvirði skattalækkuninnar, sem var ætlað að renna í vasa almennings af stjórnmálamönnunum.  

 

Verðið hjá Skjásport eftir lækkun skatts var 2.341 kr.  Nú kostar sama áskrift 4.390 kr. hjá Sýn2 svo hækkunin er faktíst 88%.   Mér og örugglega flestum sem viljum fá enska boltann beint er slétt sama hvort einhver samantektarþáttur birtist fyrr en ella og um það hvort einhverjir æfingarleikir séu sýndir á sumri.   Vil svo benda á  góð greinarskrif um þessi mál á spjallþræði Liverpool-aðdáenda.

Ég er hugsi yfir framkomu 365 í málinu.  Að vanir PR-menn eins og Pétur skuli fara í þann pakka að fara beinlínis með rangt mál og að Steingrímur Sævarr, sem ég hef ávallt borið mikla virðingu fyrir, skuli láta draga sig í þennan drullupoll að gerast málpípa 365 í þessu máli.   Af hverju voru t.d. tveir aðilar frá 365 í þættinum í stað þess að fá einhvern utan  úr bæ til að ræða við  Pétur eða Hilmar?

Nýlega var mjög misheppnað PR-mál hjá 365 þegar þeir reyndu að freista þess að halda Agli Helga hjá sér og koma í veg fyrir að hann færi til RÚV sem gekk svo langt að Ari forstjóri nefndi laun hans í bloggi út í bæ.  

Ég hefði haldið að hvergi ættu að vera til fleiri vanir PR-menn en hjá stóru fjölmiðlafyrirtæki til að falla í slíkar gryfjur?

Eða hvað?  Þegar stór er spurt............


Þegar ég lenti á Litla Hrauni

Fangelsid_Litla-HraunÍ dag fór á Litla Hraun ásamt Birni Þorfinnssyni, Arnari Valgeirssyni, Emblu Sól, matarstjóra Grænlandsmótsins, Guðfríði Lilju, Hrafni Jökuls og sjálfum viðskiptaráðherranum Björgvin G. Sigurðarsyni og tók þar þátt í skákmóti.   Hrókurinn hefur unnið geysigott starf á Hrauninu og hefur mætt þar annan hvern föstudag frá árinu 2004 og slegið upp skákmóti.  Skákfélagið á Hrauninu heitir því skemmtilega nafni, Frelsinginn.

Smá beygur var í manni þegar maður gekk inn um hliðið en það var ekki lengi því vel lá á keppendum sem skemmtu sér hið besta og léttur og skemmtilegur andi sveif þarna yfir.  Til að koma í veg fyrir að gestirnir hefðum áhrif á úrslitin gilti sú regla að við gestirnir töpuðum alltaf fyrir heimamönnum, burtséð frá úrslitum skákanna.  Ég fékk því 2 vinninga í 5 skákum ásamt Birni Þorfinnssyni og Arnari Valgeirssyni hinum Vinalega!  Mér tókst að vinna ráðherrann og svo sjálfan Hróksforsetann.   

Ljóst er að Hrókurinn hefur gert þarna góða hluti og að skákin er orðinn mikið áhugamál sumra vistmanna.   Eðli málsins má ekki geta sigurvegara mótsins og sá sem sigraði tók það sérstaklega fram að það mætti alls ekki fréttast að hann hafi unnið!  "Ég vil alls ekki að menn telji mig skáknörd!"

 


Borgarfjarðarblogg!

 


Eftir N1-mótið hélt fjölskyldan á ættaróðalið Sólheimatungu í Borgarfirði.   Þar áttum við frábæra viku.  Um helgina var fullt hús af gestum.  Mamma kom, Stebbi bróðir og fjölskylda kom og var reyndar bara yfir einn dag.   Gunna, vinkona Ídu, og fjölskylda hennar kom og var í 2 nætur sem og Helga vinkona hennar var einnig þarna.

 

Andrés, vinur Gunnars Vals, var þarna með okkur allan dag og skemmtu þeir svo konunglega.  Voru heilmikið í Norðuránni og skemmtu sér konunglega í eyri þarna sem er yfirleitt í kafi en var nú upp úr ánni enda óvenju lítið vatn í henni.

Í myndasafninu má finna skemmtilegar myndir frá ferðinni.  Þarna má sjá myndir af strákunum í ánni, Bósunum báðum og meira!

 

 


Að loknu N1-móti

 

Liðið

Þá er loks komið að lokauppgjöri N1-mótsins en ég var eitthvað lengi að komu þessu frá mér.   Liði stráksins gekk vel.  Slysalegt tap reyndar gegn Stjörnunni en síðan góðir sigrar gegn FH og ÍBV og fimmta sætið raunin.   Liðið fékk aðeins fjögur mörk á sig og aðeins 1 lið af 144 fékk á sig færri mörk!  Frábær árangur hjá strákunum og með smáheppni hefði verðlaunasæti geta náðst.

 

Sama lið hefur svo verið að brillera og er efst á Íslandsmótinu í sínum flokki og þar hefur GVG staðið vel síðustu leiki, reyndar eins og allt liðið, og raðað inn mörkum, 3 gegn ÍR í gær og 2 gegn KR í dag. 

Nokkrar myndir eru komnar til viðbótar.  Má þar finna mynd af koddaslag, Stefáni Már gítarleikara og nokkrar góðar myndir af liðinu!

Myndasafnið má nálgast efst til vinstri  

Lifi Þróttur! 

 

 


Hefur 365 sama PR-ráðgjafa og Kristinn Björnsson?

Er von að maður spyrji?  Margir muna eftir furðulegu viðtali Kristins í Kastljósi sem gerði honum mun verra en ef hann hefði kosið að sitja heim.  Nú hefur Ari Edwald og 365 kosið að hefja stríð gegn Agli sem öllum nema þeim er ljóst að þeir geta ekki unnið og ímynd þeirra mun skaðast og hefur þegar skaðast umtalsvert.   

Eftir fjölmiðlamálið hafa margir haft vissa samúð með 365 en furðuleg framkoma þeirra gegn Agli hefur að miklu leyti eytt þeirri innistöðu.  Fyrst er því haldið fram að samningur hafi komist á, svipaður hinum fyrri, og þegar Egill segir hinum meinta samningi upp, í samræmi við ákvæði í eldri samningi, þá gildir ekki uppsagnarákvæðið því samningurinn er tímabundinn!  Vá!

Svo er það skelfilega vanhugsað hjá Ara að virða ekki launaleynd gagnvart "fyrrverandi" starfsmanni sínum.  Mun nú vera gefið upp hvað Logi hefur í laun?  Svanhildur?  Denni?  Fleiri milljónatugasamningar?

Er ekki enginn góður almennatengill á 365 sem getur stöðvað  þessi gönuhlaup þeirra sem þar stjórna?

 


mbl.is Ari Edwald svarar Agli Helgasyni í bloggheimum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að gefnu tilefni: Ég er ekki að hætta að blogga

Vegna fjöld fyrispurna, er rétt að það komi fram að ég er ekki með bloggleiða, og ég er ekki að fara að skrifa á nýja DV-vefinnn, ég hef ekki verið kærður fyrir skrif mín og er því ekki að hætta vegna þess.  Reyndar finnst mér bara ágætt að blogga og satt best að segja er ég ekkert á leiðinni að hætta.

Mér finnst bara rétt að koma þessu á framfæri við aðdáendur mína.

Virðingarfyllst,
Gunnar Björnsson


"Viðhaldið varð ekkert hissa þegar konan kom inn með gervi......" sagði vinur minn hálfhlessa

Nei, ég held að þetta sé ekki minn stíll.  Ellý er betri í þessu en ég!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband