Færsluflokkur: Íþróttir

Að loknu N1-móti

 

Liðið

Þá er loks komið að lokauppgjöri N1-mótsins en ég var eitthvað lengi að komu þessu frá mér.   Liði stráksins gekk vel.  Slysalegt tap reyndar gegn Stjörnunni en síðan góðir sigrar gegn FH og ÍBV og fimmta sætið raunin.   Liðið fékk aðeins fjögur mörk á sig og aðeins 1 lið af 144 fékk á sig færri mörk!  Frábær árangur hjá strákunum og með smáheppni hefði verðlaunasæti geta náðst.

 

Sama lið hefur svo verið að brillera og er efst á Íslandsmótinu í sínum flokki og þar hefur GVG staðið vel síðustu leiki, reyndar eins og allt liðið, og raðað inn mörkum, 3 gegn ÍR í gær og 2 gegn KR í dag. 

Nokkrar myndir eru komnar til viðbótar.  Má þar finna mynd af koddaslag, Stefáni Már gítarleikara og nokkrar góðar myndir af liðinu!

Myndasafnið má nálgast efst til vinstri  

Lifi Þróttur! 

 

 


Okrað á boltaþyrstum

Ég hef verið áskrifandi á Sýn um nokkurn tíma.  Ég færði símann yfir til Vogafone og gekk í OG1 eingöngu vegna þess að þar boðið upp á Sýn á 2.000 kr.  og var auk þess með enska boltann.  Nú fékk ég kurtleislegt bréf frá Vodafone og mér tjáð að þessi díll væri ekki lengur í boði og framvegis þyrfti ég að borga fullt gjald fyrir Sýn.  Ég hringdi niður í þjónustumiðstöð 365 enda hvergi hægt að finna verðið á vefnum og var þar sagt að fullt verð væru á milli 4000 og 5000 kr.  

Fái maður sér Sýn2 kostar pakkinn rúmar 7.000 kr. og þá aðeins svo "ódýrt" að maður gangi í M12.  Semsagt nærri 90.000 á ári!

Ég hef fengið nóg og sagði upp Sýn.  Þetta verð er ekki boðlegt.   Sennilega er eina vitið að fá sér SKY-lykil.  


 

 

 


Gaman á N1-móti

nullÞað er búið að vera gaman hjá okkur Þrótturunum á N1-mótinu.  Liðinu hans Gunnars Vals hefur gengið vel og hefur unnið 5 leiki og þar af frækinn sigur á FH-ingum, sem höfðu unnið alla sína leik.  Það voru loks Völsungar sem náðu sigra og fór þar mikinn markvörður þeirra.  Í gær fór svo rigna en í dag er þetta fína veður.   Í gær fór svo liðið í bíó og þar vantaði ekki "Hrútalyktina".  Illa sveitt bíó! 

Í gær var einnig var í sund og þar upplifði ég sundverði svo voru gjörsamlega að fara yfirum af öllum brjálæðingunum og hundskömmuðu strákana (væri gaman að sjá Jón Viktor taka svona syrpuSmile)!  Loka þurfti rennibrautinni tvisvar og að lokum þurfti að reka liðið upp úr þar sem hreinsikerfið hafði ekki undan!

Jæja, mínir menn komnir í átta liða úrslit þar sem þeir mæta Stjörnunni líkast til um 17:30. Verður erfiður leikur.  Næ sennilega ekki að blogga meira fyrr en sunnudag þar sem bókasafnið á Akureyri er ekki opið um helgar og netkaffið á mótsstað fullt af krökkum í tölvuleikjum! 

Minni á myndaalbúm sem finna má efst til vinstri. 

Heimasíða mótsins er:  http://www.ka-sport.is/n1motid/

Lifi Þróttur!

 


Fjör á N1-móti á Akureyri

Hansi og Gunnar ValurÍ gær valdið til Akureyrar á N1-mót fyrir fimmta flokk.  Guttinn minn, hann Gunnar Valur, spilar þar með Þrótti.  Hans liði hefur aldeilis byrjað vel en í gær vannst 5-0 sigur á Val og í dag vannst 5-1 á ÍA.  Gunnar Valur hefur sett tvö í báðum völlum.

Þetta flotta veður er komið á Akureyri og hér væsir ekki um menn. Tveir leikir framundan í dag og bíóferð á milli!

Læt þetta duga í bili en minni á myndir af leiknum gegn Skagamönnum má finna á undir myndaalbúm.  Ég reyndi svo að uppfæra öðru hverju og birta fleiri myndir. 

Lifi Þróttur!

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband