Gaman á N1-móti

nullÞað er búið að vera gaman hjá okkur Þrótturunum á N1-mótinu.  Liðinu hans Gunnars Vals hefur gengið vel og hefur unnið 5 leiki og þar af frækinn sigur á FH-ingum, sem höfðu unnið alla sína leik.  Það voru loks Völsungar sem náðu sigra og fór þar mikinn markvörður þeirra.  Í gær fór svo rigna en í dag er þetta fína veður.   Í gær fór svo liðið í bíó og þar vantaði ekki "Hrútalyktina".  Illa sveitt bíó! 

Í gær var einnig var í sund og þar upplifði ég sundverði svo voru gjörsamlega að fara yfirum af öllum brjálæðingunum og hundskömmuðu strákana (væri gaman að sjá Jón Viktor taka svona syrpuSmile)!  Loka þurfti rennibrautinni tvisvar og að lokum þurfti að reka liðið upp úr þar sem hreinsikerfið hafði ekki undan!

Jæja, mínir menn komnir í átta liða úrslit þar sem þeir mæta Stjörnunni líkast til um 17:30. Verður erfiður leikur.  Næ sennilega ekki að blogga meira fyrr en sunnudag þar sem bókasafnið á Akureyri er ekki opið um helgar og netkaffið á mótsstað fullt af krökkum í tölvuleikjum! 

Minni á myndaalbúm sem finna má efst til vinstri. 

Heimasíða mótsins er:  http://www.ka-sport.is/n1motid/

Lifi Þróttur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband