Íslandsmót skákfélaga - TR spáđ sigri á 111 afmćli

Ţađ er órjúfanlegur hluti í ađdraganda  hvers Íslandsmóts skákfélaga ađ ritstjóri gefi út sína hefđbundnu spá.  Hvet menn til ađ taka spánni međ hćfilegum fyrirvara, enda ekki byggđ á geimvísindum og fyrst og fremst sett fram til gamans.  

Ţegar spáđ í spilin fyrir Íslandsmót skákfélaga veltir mađur fyrir sér um hvađa kreppu er veriđ ađ tala um á Íslandi.  Keppnin verđur sífellt sterkari á hverju og nú stefnir jafnvel í sterkasta Íslandsmót skákfélaga frá upphafi.

TR-ingar virđast ćtla ađ koma sterkir inn.  Í félagiđ gengu 12 erlendir skákmenn í ađdraganda keppninnar og ţađ engin smá nöfn.  Ţađ er stađfest ađ Karpov verđur á landinu 6.-10. október en hverjir ađrir koma er ekki ljóst.  Önnur félög halda einnig fast ađ sér ađ spilunum og ţađ hreinlega er ekki ljóst hverjir munu mćta.  Ritstjóri hefur aldrei veriđ í jafnmiklu myrkri fyrir spá keppninnar og nú.  En ţetta er einmitt ţađ sem gerir Íslandsmót skákfélaga jafn skemmtilegt og raun ber.  Mér sjálfum finnst alltaf jafngaman ađ setjast niđur og tefla og hafa ekki hugmynd um hverjum ég mćti fyrr en umferđin hefst!

Menn virđast almennt spá ađ fjögur liđ verđi í toppbaráttunni nú.  Ţađ eru Íslandsmeistarar, Bolvíkinga, sem náđu frábćrum árangri á EM taflfélaga, Eyjamenn, sem vilja sjálfsagt fjölga tegundum góđmálma í sínu verđlaunasafni, TR-ingar og Hellismenn.  Mín tilfinning er sú ađ ţrjú fyrstnefndu félögin munu öll stilla upp fjórum erlendum meisturum.  Ađ ţeim hafa TR-ingar óneitanlega sterkustu einstaklingana en á félagaskrá ţeirra eru meistarar eins og Judit Polgar, Kamsky, Gashimov, Sutovsky ásamt Karpov. Ekkert félag hefur auk ţessi fleiri innlenda stórmeistara í sínum röđum en TR, ţrátt fyrir ađ ţeir séu ekki ţeir virkustu.  Í ljósu ofangreindu tel ég Taflfélag Reykjavíkur líklegasta til sigurs í ár.

Eyjamenn fá sterkustu dagskránna í fyrri hlutanum og mćta öllum toppliđunum.  Engar ađrar toppviđureignir fara fram.  Líklegt er ţví ađ Eyjamenn verđi ekki ofar en í 3. eđa 4. sćti eftir fyrri hlutann en gćtu spćnt inn vinningum í ţeim síđari.  Bolvíkingar eru eina félagiđ sem hafa b-liđ í 1. deild.  Áhugamenn um b-sveitir munu án efa fylgjast grannt međ ţví hvort b-sveitin verđi jafn sterk í fyrstu umferđ ţegar hún mćtir a-sveitinni og í öđrum umferđum fyrri hlutans.

Ef viđ berum saman Bolvíkinga og Eyjamenn og gefum okkur ađ erlendu fulltrúarnir verđi áţekkir ađ styrkleika er ljóst ađ Bolvíkingar eru sennilega heldur sterkari á neđri borđunum.  Eyjamenn hafa ţó óneitanlega styrkt sig međ ţví ađ fá Henrik í sínar rađir.  Ţessi sveitir geta líka báđar unniđ titilinn og sagan er óneitanlega međ Vestfirđingum í ţví sambandi.  Ég spái Bolvíkingum öđru sćti og Eyjamönnum ţví ţriđja.

Hellismönnum, sem munu ekki stilla upp fjórum erlendum meisturum spái ég fjórđa sćti.  B-sveit Bolungarvíkur er einnig afar öflug og međ henni mun tefla sennilega rúmur helmingur EM-sveitar félagsins, sem náđi 14. sćti á EM taflfélaga.  B-sveitin verđur aldrei í botnbaráttu og spái ég ţeim fimmta sćti.

Ég spái ađ botnbaráttan verđi á milli ţriggja liđa.  Akureyringa, Fjölnismanna og Máta.  Ég veit ekki hversu sterkar ţessar sveitir en mér segir svo hugur ađ erlendir skákmenn muni koma viđ sögu í öllum ţessum sveitum einnig.  Satt best ađ segja sýnist mér ađ erlendir skákmenn verđi í öllum sveitum nema sennilega b-sveit Bolvíkinga.  Ég ćtla ađ spá ađ Akureyringar haldi sér áfram í deild ţeirra bestu en Fjölnismenn og Mátar falli.

Rétt er ađ ítreka ađ ég set alla fyrirvara um ţessa spá enda hef ég hef afar takmarkađar upplýsingar um styrkleika sveitanna.

Spá ritstjóra:

  • 1.      TR
  • 2.      TB
  • 3.      TV
  • 4.      Hellir
  • 5.      TB-b
  • 6.      SA
  • 7.      Fjölnir
  • 8.      Mátar

2. deild

Ţađ er létt ađ spá í spilin varđandi efstu sćtin í 2. deild.  Ţau verđa vćntanlega Víkingaklúbbins-Ţróttar og Gođans. 

Í ljósi styrkingar á a-sveit TR er ljóst ađ b-sveitin hefur styrkst verulega.  Mér finnst líklegast ađ hún taki bronsiđ.  Ţarna gćti b-sveit Hellis einnig komiđ sterk inn sem og Haukar og KR-ingar sem féllu úr fyrstu deild.  Önnur deildin virđist vera óhemjusterk í ár.  

Vandi er um fallbaráttuna ađ spá og er allt eins hćgt ađ spá fyrir um útgjöld Ríkissjóđs vegna SpKef.  Ég reyni samt og spái Akurnesingum og Reyknesingum falli.  Rifja upp enn og aftur, ađ gefnu tilefni, ađ hér er ekki um ađ rćđa geimvísindarannsókn!

Spá ritstjóra

  • 1.      Víkingaklúbburinn-Ţróttur
  • 2.      Gođinn
  • 3.      TR-b
  • 4.      Haukar
  • 5.      Hellir-b
  • 6.      KR
  • 7.      SR
  • 8.      TA

3. deild

16 liđ taka ţátt í 3. deild.  Eins og venjulega er erfitt ađ spá í spilin og ćtlar ritstjóri ađ láta duga ađ spá fyrir um áttu efstu sćtin.  Í fljótu bragđi telur mađur TG, TV-b og SFÍ líklegasta til sigurs.  Selfyssingar geta einnig veriđ öflugir sem og c-sveit Bolvíkinga og hinir brosmildu Vinverjar. 

Spá ritstjóra um efstu sćtin

  • 1.      TG
  • 2.      TV-b
  • 3.      SFÍ
  • 4.      TB-c
  • 5.      Selfoss
  • 6.      Vin
  • 7.      SA-b
  • 8.      KR-b

4. deild

Ţegar ţetta er ritađ eru 24 sveitir skráđar til leiks í fjórđu deild sem er svipađ og síđustu ár.  Tvö félög taka ţátt í fyrsta skipti, Taflfélag Mosfellsbćjar og Bridsfjelagiđ. 

Ţarna gćtu Bridsfjelagiđ, Austfirđingar b-sveitir Fjölnis, Máta, Gođans og SFÍ blandađ sér í toppbaráttuna.  Ég tel samt sem áđur c-sveit TR-inga líklegast til sigurs, sem féllu óvćnt úr 3. deild í fyrra.

Spá ritstjóra

  • 1.      TR-c
  • 2.      Fjölnir-b
  • 3.      Gođinn-b
  • 4.      Mátar-b
  • 5.      SFÍ-b
  • 6.      Bridfjelagiđ
  • 7.      SSA

Ađ lokum

Ađ sjálfsögđu vil ég setja viđ ţetta hefđbundin fyrirvara.  Og ítreka enn ađ ţessi spá er fyrst og fremst sett fra, til gamans og enginn á ađ taka hana of alvarlega né ađ fara í fýlu út af henni!

Gleđilega hátíđ!

Gunnar Björnsson

Undirritađur mun tefla međ b-sveit Hellis um helgina.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

Ég tel Víkingaklúbbinn B ótrúlega líklegan í fjórđu deildinni. ţar er megniđ af genginu sem kom liđinu í 2. deildina. Spái ţeim - engin geimvísindi samt júnó!- upp. Viđ vorum no 10 í fyrra og hinir brosmildu Vinverjar stefna ćvinlega ađ ţví ađ vera ađeins betri en síđast! En gaman ađ ţessu og ţú átt eftir ađ fá glósur í allan vetur..

arnar valgeirsson, 6.10.2011 kl. 18:06

2 identicon

Árviss spá forsetans er orđin ómissandi ţáttur í íslensku skáklífi, rétt eins og áramótaskaupiđ í lífi íslensku ţjóđarinnar. Hafi Gunnar bestu ţakkir fyrir.

Jón Ţorvaldsson (IP-tala skráđ) 6.10.2011 kl. 18:47

3 Smámynd: Gunnar Björnsson

Rétt Arnar. Ađ sjálfsögđu verđur b-sveit Víkingaklúbbsins í toppbaráttunni. Fór einhvern veginn framhjá nálarauga ritstjórans.

Gunnar Björnsson, 6.10.2011 kl. 19:29

4 identicon

Ţađ er gaman ađ sjá ađ Akranesi er spáđ falli úr 2 deild - er ţetta ekki í 3 sinn sem ritstjóri spáir Akranesi falli , 3 tímabil í röđ og hefur haft rangt fyrir sér hingađ til ! .

Valgarđ (IP-tala skráđ) 7.10.2011 kl. 17:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband