Ţriggja turna tal - Huginn í forystu

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram um helgina í Rimaskóla. Fyrir helgina spáđi ritstjóri ađ tveir turnar (Huginn og TR) myndu berjast um dolluna. Niđurstađan er hins vegar ađ ţeir séu ţrír - ţ.e. Taflfélag Vestmannaeyja er ađeins einum vinningi á eftir Hugin sem er efst. B-, C- og D-sveitir TR eru í forystu í 2.-4. deild.

Fyrsta deild

Stađa Hugins er óneitanlega best í 1, deildinni ţví sveitin er í forystu og á auk ţess eftir heldur slakari andstćđinga en keppninautarnir.  Ţađ er athyglisvert ađ öll félögin unnu hvort annađ í kross. Liđin hafa ţví öll jafn mörg stig en innbyrđisúrslit gćtu ráđiđ úrslitum ef ađeins tvö liđ verđa efst og jöfn.

Stađan:

Rk.

Spá

Team

TB1

TB2

1

1-2

Skákfélagđ Huginn a-sveit

28,5

8

2

1-2

Taflfélag Reykjavíkur

28

8

3

3

Taflfélag Vestmannaeyja

27,5

8

4

6

Skákdeild Fjölnis

23

6

5

4

Taflfélag Bolungarvíkur

21,5

6

6

8

Skákfélagiđ Huginn b-sveit

18

5

7

7

Skákfélag Akureyrar

18

4

8

5

Víkingaklúbburinn

12,5

2

9

9

Skákfélag Reykjanesbćjar

12

1

10

10

Skákfélag Íslands

11

2


Ritstjóri taldi ađ TR myndi verđa í forystu  eftir fyrri hlutann í ljósi ţess ađ félagiđ fengi heldur lakari andstćđinga. Ritstjóri  hélt reyndar ađ TR yrđi stigahćrri en Huginn, sem reyndist ekki rétt. Ég stóđ ég í ţeirri trú ađ ţeir myndu tefla fram öđrum sterkum úkraínskum stórmeistara ásamt Oleksienko í stađ Danans Jakob Vang Glud sem náđi sér ekki á strik.

Fjölnismenn áttu gott mót sem og Akureyringar. Titilvörn Víkingaklúbbsins byrjađi ekki vel en ţeir fá léttara prógramm í síđari hlutanum og ćttu ţví ađ geta fjarlćgst fallbaráttuna.  

Akureyringar stóđu sig best stigalega séđ í fyrri hlutanum og hćkka samtals um 65 skákstig.  Jón Kristinn fór ţar langfremstur í flokki međ 68 stig og hćkkar mest allra einstaklinga í efstu deild.

Huginn-b kemur nćstur međ 32 skákstig í plús og Eyjamenn ţriđju međ 28 stig. Önnur liđ sem hćkka samtals á stigum eru Huginn-a (14) og SR (4).  Liđin sem lćkka eru:  TR(-3), Fjölnir (-5), TB (-13), Víkingaklúbburinn (-36) og SFÍ (-53).

Henrik Danielsen og Sigurbjörn Björnsson (TV), Jón Viktor Gunnarsson (TR) og Dagur Ragnarsson (Fjölnir) fengu 4˝ vinning af 5 mögulegum.

Ivan Cheparinov (Huginn) stóđ sig best stigalega međ árangur upp á 2741 skákstig. Nćstir voru Henrik , Jóhann Hjartarson (TB), Nils Grandelius (TV) og Hannes Hlífar Stefánsson (TR). Sjá nánar á Chess-Results.

Fyrirkomulagiđ

Umrćđur um fyrirkomulag hefur fariđ hátt á Facebook-hópi íslenskra skákmanna  sem tekiđ hefur viđ hlutverki Skákhornsins.

Bent hefur veriđ á mikill munur hafi veriđ á b-sveit Hugins á milli umferđa. Sérstaklega í fyrstu umferđ ţar sem bćđi a- og b-sveitir Hugins voru mun lakari en í hinum umferđunum fjórum.  Mikill styrkleikamunur á milli umferđa á Íslandsmóti skákfélaga er ekki einskorđađur viđ Huginssveitirnar. Til dćmis var mikill munur á styrkeika Bolvíkinga á milli umferđa.

Lenka kom međ góđa lausn á ţessu en hún er sú ađ a- og b-liđ mćtist í annarri umferđ á föstudagskvöldinu en ekki á fimmtudagskvöldinu ţegar engar ađrar deildir eru í gangi.

Umrćđa hefur einnig veriđ um fyrirkomulag mótsins. Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson komu fyrstir fram međ hugmynd um ađ breyta efstu deild í úrvalsdeild ţar sem sex liđ tefldu tvöfalda umferđ  og b-liđ fengju ţar ekki keppnisrétt. Margir hafa tekiđ undir hugmyndir okkar sterkstu skákmanna. Ţá yrđu tefldar 10 umferđir í stađ níu nú. Áfangamöguleikar aukast - bćđi vegna fjölda umferđa og ekki síst vegna ţess ađ liđin í sex liđa deildinni verđa sterkari.

Til ađ koma á móts viđ b-liđ mćtti veita Íslandsmeistaratitil b-liđa fyrir ţađ b-liđ sem stendur sig best.

Kostnađur myndi reyndar aukast vegna ţess ađ vćntanlega yrđi ţá teflt í efstu deild í ţremur hlutum. Kostnađur myndi ţó ekki aukast verulega ţví ferđakostnađur er ekki stćrsti kostnađurinn viđ komu erlendra stórmeistara.

Gera má ráđ fyrir ađ fyrirkomulagiđ verđi rćtt í ţaula í nefnd um Íslandsmót skákfélaga sem skipuđ er níu manns frá jafnmörgum félögum, undir forystu Halldórs Grétars Einarssonar en nefndinni er ćtlađ ađ koma fram međ tillögu(r) fyrir nćsta ađalfund SÍ.

2. deild

Rk.

Spá

Team

TB1

TB2

1

1

Taflfélag Reykjavíkur b-sveit

16,5

7

2

5

Skákdeild KR

16

5

3

4

Taflfélag Garđabćjar

14,5

6

4

6

Skákfélag Akureyrar b-sveit

14,5

6

5

3

Vinaskákfélagiđ

13,5

4

6

2

Skákdeild Hauka

11,5

3

7

N/A

Skákfélagiđ Huginn c-sveit

8

1

8

7

Víkingaklúbburinn b-sveit

1,5

0

 

Í 2. deild urđu ţćr breytingar skömmu fyrir mót ađ b-sveit Bolvíkinga dró sig úr keppni. Viđ sćti ţeirra tók c-sveit Hugins.  Flest bendir til ţess ađ b-sveit TR fari upp í fyrstu deild en sveitin hefur fengiđ flestar sterkustu sveitirnar. Hver fylgir ţeim upp er hins vegar óljósara en KR-ingar virđast líklegastir.

Ekkert virđist geta komiđ í veg fyrir ađ b-sveit Víkingaklúbbsins falli niđur og stađa c-sveitar Hugins er erfiđ en ţó ekki vonlaus enda er hún búin ađ tefla viđ flestar sterkustu sveitirnar.

3. deild

Rk.

Spá

Team

TB1

TB2

1

2

Taflfélag Reykjavíkur c-sveit

8

18,5

2

5

Skákfélag Selfoss og nágrennis

7

14

3

 

Skákdeild Fjölnis b-sveit

6

16

4

 

Ungmennasamband Borgarfjarđar

4

14

5

 

Skákfélag Íslands b-sveit

4

14

6

 

Skákfélagiđ Huginn d-sveit

4

13,5

7

 

Skákfélag Reykjanesbćjar b-sveit

4

13

8

 

Skákdeild KR b-sveit

4

13

9

 

Skákfélagiđ Huginn e-sveit

4

12,5

10

 

Skákfélag Akureyrar c-sveit

4

11,5

11

 

Skáksamband Austurlands

3

12

12

 

Skákfélag Akureyrar d-sveit

2

8

13

 

Taflfélag Reykjavíkur ung-a

2

6,5

14

 

Skákfélagiđ Huginn f-sveit

2

5,5

 

Ritstjóri spáđi fyrir mót ađ Huginn-c yrđi í efsta sćti en sveitin fluttist sjálfkrafa upp í 1. deild viđ forföll. Ritstjóri spáđi Briddsfjelaginu og b-sveit Eyjamanna 3. og 4 sćti en báđar sveitirnar drógu sig úr keppni. Briddsfjelagiđ sameinađist Vinaskákfélaginu sama dag og Íslandsmótiđ hófst. Fjölnir-b sem tók sćti í ţriđju deild viđ ţessi forföll er í ţriđja sćti.

Spennandi barátta framundan en ţađ kćmi ekki ritstjóra óvart ef ţessar ţrjár sveitir myndu rađa sér í efstu sćtin ađ móti loknu. TR-c er líklega á leiđinni upp um deild.

4. deild

Rk.

Spá

Team

TB1

TB2

TB3

1

1

Taflfélag Reykjavíkur d-sveit

8

20,5

0

2

3

Skákfélag Sauđárkróks

6

17

0

3

   

Taflfélag Garđabćjar b-sveit

6

15

0

4

   

Skákfélag Siglufjarđar

6

13,5

0

5

   

Skákfélagiđ Huginn ung-a

5

13

0

6

   

Skákgengiđ

4

15

0

7

   

Taflfélag Reykjavíkur e-sveit

4

12

0

8

   

Skákdeild Fjölnis c-sveit

4

12

0

9

   

Vinaskákfélagiđ b-sveit

4

12

0

10

   

UMSB b-sveit

4

11,5

0

11

   

Skákdeild Hauka b-sveit

4

11

0

12

   

Skákfélag Íslands c-sveit

4

10

0

13

   

Víkingaklúbburinn d-sveit

3

11

0

14

   

Skákfélagiđ Huginn ung-b

2

7

0

15

   

Taflfélag Reykjavíkur ung-b

2

6,5

0

16

   

Taflfélag Reykjavíkur ung-c

0

6,5

0

 

Ţađ er sama međ spá ritstjóra hér og í 3. deild. Ţrjú af ţeim liđum sem ritstjóri spáđi á topp 5 fóru upp í 3. deild viđ forföll en ţađ voru b-sveitir Fjölnis, KR og Skáksambands Austurlands.

D-sveit TR er áberandi besta sveitin en hvađa sveitir fylgja ţeim er óljósara. Liđin í 2.-4. sćti eru öll líkleg og einnig Skákgengiđ. Skákgengiđ ţarf hins vegar ađ gerast ađili ađ SÍ vilji ţađ flytjast upp um deild.

Brottfall

Töluvert brottfall varđ á lokametrum mótsins. Ţađ vakti töluverđa athygli ţegar b-sveitir sterkra sveita eins og TV og TB drógu sig út úr mótinu. Ég sannarlega vona ađ ţessi ţróun gangi til baka. Jafnmargar sveitir tóku hins vegar ţátt nú og í fyrra.

Fjórmenningarnir

Gamla fjórmenningarklíkan, Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson og Jón L. Árnason, sem skipa munu b-sveit Íslands á EM landsliđa ađ ári, stóđu sig vel á mótinu. Fjórmenningarnir fengu 9˝ af 12 mögulegum og hćkka allir á stigum sem lofar óneitanlega góđu fyrir EM!

Mótshaldiđ

Mótshaldiđ tókst afar vel um helgina. Ţađ er ekki síst vegna góđs starfsfólk. Helgi og hans fólk í Rimaskóla hélt óađfinnanlega utan um allt í húsinu.

Sú breyting ađ halda 4. deildina í öđru rými gekk einnig vel og skapađi aukiđ rými.

Omar Salama og Steinţór Baldursson stjórnuđu hlutunum eins og herforingjar í stóra salnum og Ólafur S. Ásgrímsson og Bragi Kristjánsson í ţeim minni. Innsláttur úrslita var í höndum Steinţórs og nánast villulaus. Ţađ fer ekki framhjá manni ađ skákmenn eru afar ţakklátir fyrir ţessa góđu ţjónustu.

Ţeim félögum sem lánuđu SÍ töfl og klukkur fá  einnig sérstakar ţakkir. Ţar er Huginn fremstur í flokki en félagiđ lánađi t.d. öll settin í 1. deild. 

Höfuđmeiđsl - ţó ekki alvarleg

Skákmenn eru mistapsárir eins og gengur. Einn keppandi tók tapi heldur illa og setti skorblađiđ saman í vöndul og grýtti honum. Skipti ţar engum togum ađ skorblađiđ lenti á hausnum á Vigfúsi Ó. Vigfússyni, varaformanni Hugins, sem slasađist ađ sögn kunnugra ţó ekki alvarlega.

Skemmtilegt (ćttar)mót

Stemningin á Íslandsmóti skákfélaga er einstök. Oft hefur veriđ talađ um keppnina sem ćttarmót/árshátíđ. Skipta ţar úrslitin e.t.v. ekki öllu máli - heldur félagsskapurinn og stemningin!

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram 19.-21. mars 2015. Vćntanlega einnig í Rimaskóla.

Gens Una Sumus - Viđ erum öll af sama sauđahúsi.

Gunnar Björnsson,
liđsmađur í b-sveit Hugins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband