Skákáriđ 2007 gert upp

Héđinn

Skákáriđ 2007 var bara ágćtis skákár.  Ađ nokkru leyti skákár Héđins Steingrímssonar sem kom sá og sigrađi og varđ okkar fyrsti „innfćddi" stórmeistari í um 10 ár.  Góđur árangur náđist á EM landsliđa ţar sem íslenska landsliđiđ náđi sínum besta árangri í býsna langan tíma.  Nokkuđ var um alţjóđlegt skákmótahald hérlendis.  Kaupţing gerđi býsna merkilegan samning viđ Hjörvar Stein Grétarsson og Taflfélagiđ Helli sem er ćtlađ ađ efla og styrkja ţennan efnilegasta skákmann landsins.  Salaskóli varđ heimsmeistari barnaskólasveita.   Salaskolalidid01

Nokkrir áfangar komu í hús.  Héđinn Steingrímsson tók ţrjá áfanga í jafn mörgum mótum og var ţar međ stórmeistari.  Jón Viktor Gunnarsson náđi sínum fyrsta stórmeistaraáfanga á Reykjavík International, sem var jafnframt minningarmót um Ţráin Guđmundsson sem lést á árinu. Dagur Arngrímsson tók tvo áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli og er nú kominn međ áfanganna sem hann ţarf en vantar bara stigin til ađ verđa tilnefndur.   Ingvar Ţór Jóhannesson, náđi áfanga á Kaupţingsmóti Hellis og TR, og Davíđ Kjartansson tók áfanga í Ungverjalandi.  

Hannes HlífarHellismenn urđu Íslandsmeistarar skákfélaga eftir baráttu viđ TV.   Ađeins ein skák tapađist hjá Helli af 64.   

Hannes Hlífar varđ Íslandsmeistari eins og venjulega ţótt ţađ hafi veriđ tćpara nú en oft áđur.  Athygli vakti ađ Íslandsmeistarinn tapađi tveimur skákum sem er býsna sjaldgćft.  Guđlaug Ţorsteinsdóttir varđ Íslandsmeistari kvenna eftir harđa baráttu viđ Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur.  Lenka Ptácníková varđ Norđurlandameistari í skák í annađ sinn.Guđlaug

Skákpólítíkin var róleg og friđir ríkir í skáklandinu Íslandi.   Annađ en í Rei-kjavík sem á ađ verđa skákhöfuđborg heimsins og viđ bíđum spenntir eftir nćsta leik í ţví tafli.  

Eins og venjulega hefur ritstjóri valiđ hina og ţessa viđburđi ársins og eru ţeir í léttum dúr

Óvćntasta frétt ársins

SnorriSigur ofurbloggarans og skákţjálfarans Snorra G. Bergssonar, sem m.a. hefur komiđ ađ ţjálfun Hjörvars, á Hannesi Hlífari Stefánssyni á Íslandsmótinu í skák komst m.a. á útsíđur Moggans.   Snorri virđist hafa tak á Íslandsmeistaranum ţví hann lagđi hann einnig ađ velli í einvígi á Íslandsmótinu í atskák.   Ţar var einnig óvćnt frétt ţví brćđurnir Bragi og Björn Ţorfinnssynir eiga ađ mćtast í úrslitum.  Nú er reyndar komiđ áriđ 2008 og ekkert bólar á einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á árinu 2007.  

Skák ársins 

Áđurnefndur sigur Snorra á Hannesi í mjög vel tefldri skák.  Frćgasta skák ársins er án efa ţó sigur Hildar Berglindar á forsćtisráđherranum og ummćli hennar eftir skákina eru fleyg.  „Hann féll í gildruna mína"!

Deila ársins

Áriđ 2006 var deilt um notkun á bandstriki.  Nú var deilt um ţađ hvort mćtti kalla Íslandsmeistara Hellis, Íslandsmeistara Hellis.   Einnig var deilt um hvort ţađ ćtti ađ vera tengill á Skákhorniđ af Skák.is.  Formađur TV deildi svo viđ nokkra „ađkeypta" félagsmenn sem hćttu í félaginu eftir ţađ var ákveđiđ ađ taka ekki ţátt í Íslandsmóti skákfélaga.  Sú ákvörđun var svo reyndar síđar tekinn til baka.  

Klúđur ársins

Sú ákvörđun stjórnar SÍ ađ hafa ekki tengil af Skák.is á Skákhorniđ.

Liđ ársins:
 

Liđiđ ađ fagna góđum sigriŢrjú liđ stóđu sig áberandi vel á árinu.  Góđur árangur Íslands á EM sem var betri en björtustu menn spáđu fyrir.  Meira ađ segja Torfi Stefánsson, sagđi árangurinn hafa veriđ framar sínum vonum á Skákhorninu. 

Árangur Hellis á Íslandsmótinu skákfélaga en sveitin fékk 47 vinninga af 56 mögulegum og ađeins ein skák tapađist.  Enginn úr Helli var samt í EM-liđinu en eitt áttu liđin sameiginlegt.  Treysti lesendum til ađ finna út úr ţví.Wink   Svo varđ sveit Salaskóli heimsmeistari barnaskólasveita og Valsmenn urđu Íslandsmeistarar í fótbolta viđ mikinn fögnuđ formanna TR og Hellis!Valur

Félagaskipti ársins

Nokkuđ var um djúsí félagaskipti á árinu.   Jóhann Hjartarson gekk í Helli úr SA, Hannes Hlífar úr ÍslandsmeisturunumHelli í TR, Héđinn úr TR í Fjölni og Henrik úr TV í Hauka.   Síđan gekk Lárus Knútsson ađ venju í nýtt félag á árinu, ađ ţessu sinni í Hauka. 

Efnilegasti skákmađur ársins

Hjörvar Steinn Grétarsson.  Enginn spurning.  Gott skákár ţótt ekki hafi gengiđ vel á HM ungmenna.  

Skákkona ársins

HallgerđurSkákkonur ársins eru tvćr.  Lenka Ptácníková sem varđ Norđurlandameistari í skák í annađ sinn og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir sem er á mikilli siglingu og var mjög nćrri ţví ađ verđa Íslandsmeistari kvenna.  

Skákmađur ársins

Björn Ţorfinnsson stóđ sig frábćrlega á síđari hluta ársins, komst í úrslit Íslandsmótsins í atskák, vann Skákţing Hafnarfjarđar ásamt Henriki, skákmeistari Hellis, og vann Haustmót TR međ fáheyrđum yfirburđum.  Enginn skákmađur, hvorki Björn né annar, kemur ţó međ tćrnar sem Héđinn er međ hćlana.  Frábćr frammistađa á EM og ţrír stórmeistaraáfangar á ţremur mótum í röđ, er einstakt afrek og Héđinn klykkti svo út međ góđum sigri á Friđriksmóti Landsbankans.  

Viđburđur ársins

Fjögur alţjóđleg mót var haldin á árinu.  Kaupţingsmót Hellis og TR, Reykjavík International,KaupţingFiskmarkađsmót Hellis og Bođsmót TR.   Allt skemmtileg mót og vonandi halda félögin áfram á ţeirri braut ađ halda alţjóđleg mót.  Viđburđur ársins ađ mati ritstjóra er hins vegar sú ákvörđun Kaupţings ađ verđa styrktarađili Hjörvars Steins.  Frábćrt framtak.  

Taflfélag ársins

Hellir.........auđvitađ.  Félagiđ stóđ  fyrir tveimur alţjóđlegum mótum og vann Íslandsmeistaratitilinn og svo Íslandsmót unglingasveita međ fáheyrđum yfirburđum (35 v. af 36 mögulegum). 

Íslandsmeistarar HellisFélagsmálamađur ársins

Öflugt starf var unniđ í mörgum félögum í fyrra.   Björn Ţorfinnsson var nafnbótina hjá mér ađ ţessu sinni en hann var ađalsprautan í ţremur alţjóđlegum skákmótum sem fram fóru áriđ 2007.

Skáksíđa ársins

Bćđi TR og SA settu upp nýjar og flottar heimasíđur.   Heimsíđa Fiskmarkađsmóts Hellis var nýstárleg og höfđu skákáhugamenn gaman ađ ţví ađ fá ferskar fréttir af skákstađ.  Skák.is hagar sér eins og versta mella og flutti sig enn um set og er ný vistuđ á Bloggsvćđi mbl.is.   Skákhorniđ var öflugt og er valin skáksíđa ársins ađallega ţó fyrir ţađ ađ vera í „felum".

Endurkoma ársins 

Hrafn Loftsson kom aftur eftir langt hlé og varđ skákmeistari TR!  Friđrik Ólafsson átti einnigHrafn Loftsson skákmeistari TRskemmtilega endurkomu á alţjóđlegu móti í Arnhem í Hollandi. 

Stafsetningarvilla ársins

Ritstjórinn var sem fyrr iđinn viđ stafsetningarvillur eins og fyrri daginn.   Villa ársins hlýtur ađ vera Húns-ćđi í stađinn fyrir hús-nćđi en ţá fór Húnninn (Björn Ţorfinnsson) mikinn á Skákţingi Hafnarfjarđar.

Bakari ársins:

Björn og vöfflurnarÁđurnefndur Björn Ţorfinnsson fyrir vöfflubakstur á Fiskmarkađsmótinu!

Ummćli ársins:

Karl Gauti formađur TV í Eyjafréttum ţegar nokkrir félagsmenn höfđu hćtt í félaginu:  "Enginn upplausn ţótt ađ nokkrir karlar fari í fýlu." 

Hvatningarverđlaun ársins

Helgi Ólafsson fćr hvatningarverđlaun ársins fyrir eftirfarandi texta í Morgunblađinu 23. júní 2007:

Ţó helmingur keppenda sé af erlendu bergi brotinn, ţar af tveir frá landi faróanna, ţurfti Björn ekki ađ leita langt yfir skammt, ţví sumir keppendur eru starfsmenn KB banka, ţ.ám. ţeir sem reka nú lestina eftir fyrstu tvćr umferđirnar. Miđađ viđ taflmennskuna ćttu ţeir ađ snúa sér alfariđ ađ bankastörfum. Mikiđ kostnađarađhald er greinilega haft ađ leiđarljósi viđ framkvćmd ţessa móts.

TheDonMafía ársins

Ţarf ađ spyrja? 

 

Ađ lokum

Lćt ţetta duga ađ sinni en vil ítreka ađ sjálfsögđu er ţetta fyrst og fremst til gamans gert og enginn má taka of alvarlega enda skrifađ í sjálfhverfum stíl og međ fjölda stafsetningarvilla.  Snorra G. Bergssyni ţakka ég yfirlesturinn og nokkrar mjög góđar ábendingar og eru allar villurnar á hans ábyrgđ.   Wink

Hafi ég gleymt einhverju(m) voni ég ađ menn fyrirgefi mér!

Gunnar Björnsson 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

en húnsćđiđ byrjađi eiginlega í tasiilaq. björn var sigurvegari á greenland open. og grćnland er í ameríku ţannig ađ ţetta var ekki svo lítiđ. enda var drengurinn on the run eftir ţađ.

henrik var krýndur "hafnarfjarđarmeistari kátu biskupanna" á gamlársdag. fullt hús í 10 manna móti.

af hverjur er lagerman ekkert ţarna? gat hann ekkert á árinu? kannski ekki... varđ reyndar annar á grćnlandi og hrannar jóns ţriđji, sem er aldeilis ekki slćmt.

svo áttu sjálfur heiđur skilinn fyrir störf í ţágu skáklistarinnar. ćttir ađ fá fálkaorđuna. stóđst ţig líka vel viđ borđiđ. skákborđiđ yfirleitt og barborđiđ ţarna í fertugs, sýndist mér á myndum.

gleđilegt ár.

arnar valgeirsson, 1.1.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Tapskák ársins var ţegar ţegar, chess4cubalibre tapađi fyrir Vandradi (Gunna Björns) í síđustu umf. á Ísl. mótinu í netskák.  Virkilega fúlt ađ tapa síđustu (alvöru)skák ársins.

Svo finnst mér ađ arnar (valgeirsson) hefđi átt ađ fá nafnbótina skákmógúll ársins.  Arnar hefur unniđ alveg ótrúlega óeigingjarnt starf fyrir skákdeild Vinjar á árinu.  Skák er nefnilega góđ endurhćfing. 

Gunnar Freyr Rúnarsson, 1.1.2008 kl. 23:33

3 Smámynd: Skák.is

Rétt nafni. Auđvitađ hefđi ég átt ađ nefna nafn Arnars sem hefur stađiđ sína vakt međ miklum sóma.   

Úr ţví er bćtt hér međ:

Skákmógull ársins

Arnar Valgeirsson sem hefur óţreytandi viđ bođa fagnađarerindi hvort sem er á Grćnlandi, Vin eđa Litli Hrauni.    

Skák.is, 2.1.2008 kl. 00:52

4 Smámynd: Snorri Bergz

Ég ber enga ábyrgđ á villunum. Ţeim fćkkađi reyndar, en nýjar komu í stađinn viđ endurritun ţessa pistils.

En síđan segir í viđbótarritun ritstjórans:

"

Stafsetningarvilla ársins

Ritstjórinn var sem fyrr iđinn viđ stafsetningarvillur eins og fyrri daginn.  "


Legg til ađ ţessi setning verđi valin málfrćđivilla ársins 2008!

Snorri Bergz, 2.1.2008 kl. 08:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband