Bolvíkingar höfðu sigur á spennandi Íslandsmóti skákfélaga

DPP 0012Taflfélag Bolungarvíkur varði titil sinn á Íslandsmóti skákfélaga í fjörugri og skemmtilegri keppni sem fram fór í Rimaskóla um helgina.   Keppnin nú minnti á gamla daga þar sem margir erlendir meistarar og kærumál settu svip á keppnina.   Taflfélag Reykjavíkur lét fjarveru margra sinna sterkustu manna hafa lítil áhrif á sig og tók bronsið.    Akureyringar sigruðu í 2. deild, Mátar í þeirri þriðju og Víkingaklúbburinn í þeirri fjórðu.  Jæja, þá er komið að enn einni yfirferðinni um Íslandsmót skákfélaga.
  

Það fór ekki framhjá þeim sem eru í framvarðasveit íslensks skáklífs að spennan lá í loftinu í aðdraganda keppninnar og á mótsdegi lá það fyrir að Bolvíkingar myndu ekki láta það ótalið ef Dreev myndi tefla  með Eyjamönnum.  Dreev var ekki skráður í TV í félagaskrá sem lögð var fram í upphafi keppninnar, heldur í Fjölni, en Eyjamenn veifuðu þess í stað pappír þar sem fram kom staðfesting Fjölnis á félagaskiptum Dreev.  Það IMG 4781breytti þó ekki því mati bæði mótsstjórnar og síðar Dómtóls SÍ að þar sem hann væri ekki skráður á félagaskrá TV í upphafi móts þá væri hann ólöglegur. Í skáklögum SÍ segir að segir að aðeins þeir sem séu á félagaskrá við upphaf móts teljist löglegir með viðkomandi félagi í Íslandsmótinu og því var dæmt tap á Eyjamenn í öllum tefldum skákum Dreev.    

Skáksambandið hefur verið gagnrýnt í málinu en því hefur ósjaldan verið haldið fram síðustu mánuði að hjá SÍ skorti fagmennsku!    Stjórn SÍ skipar reyndar mótsstjórn en að öðru leyti átti SÍ engu aðkomu að þessu né öðrum kærumálum.  Aðalfundur SÍ skipar dómstólinn.   Í þessum báðum nefndum eru miklir afbragðsmenn, reyndir lögmenn og skákdómarar og þrautreyndir félagsmálamenn og í báðum tilfellum var niðurstaðan samþykkt samhljóða og mér finnst það til fyrirmyndar bæði hjá mótsstjórn og dómstólnum hversu fljótt úrskurðir féllu enda mikilvægt að niðurstaða lægi fyrir sem fyrst.  

Stjórn SÍ ákvað síðasta haust að hefja vinnu til að búa til félagagagnagrunn þar sem meðlimir í íslenskum taflfélögum verða skráðir í.  Félagagrunnurinn verður væntanlega birtur í sumar og þar geta menn aðeins verið skráðir í eitt félag.  Aðeins þeir sem eru í þeim grunni geta teflt með viðkomandi félagi á Íslandsmóti skákfélaga og er það einlæg von mín að slíkt muni koma í veg fyrir að óljóst sé í hvaða félagi menn eru en slíkur vafi hefur verið allt algengur og t.d. kom fram í frumvinnu að Stuart Conquest væri skráður í fjögur taflfélög.   Einnig eru nöfn á félagaskrám félaganna sem ég dreg í efa að eitthvað sé á bak við og t.d. eru Kasparov og Carlsen á félagaskrá íslensks taflfélags sem og Wang-arnir frá Kína.  

En nóg um kærumálum.   Snúum okkur að sjálfu aðalatriðinu, baráttunni á sjálfu skákborðinu!  

IMG 4754Ritstjóri spáði Bolvíkingum sigri bæði fyrir fyrri og síðari hluta og reyndist þar sannspár.   Bolvíkingar fengu 39½ vinning, þremur meira en Eyjamenn og þótt töp hefðu ekki verið dæmd á Dreev hefðu Bolar engu að síður sigrað, þá reyndar með einum vinningi.   Ótrúleg úrslit gegn Helli 7½-½ reyndust Bolvíkingum drjúg en samtals fengu Bolar 15½ vinning í 16 skákum gegn Hellissveitum.  

Eyjamenn lentu í öðru sæti.    Sveitin náði nokkrum frábærum úrslitum og má þar nefna sigur gegn Helli og sigur gegn Bolum 4½-3½ sem reyndar var skráð 4-4 eftir kærumál.    Sú viðureign var afar spennandi og það var óvenjulegt að sjá reynda stórmeistara gera þar mikil mistök.  Jóhann Hjartarson lék illa af sér jafntefli í tap gegn Maze og Helgi Ólafsson samdi jafntefli með unna stöðu gegn Miezis.  Miezis benti Helga á það eftir skákina og skömmu síðar mátti sjá Helga mjög einbeittan við laust borð ekki kátan með þá uppgötvun að Lettinn hafi haft rétt fyrir sér.IMG 4750

Einhvern veginn ætlar það að verða lögmál Eyjamanna að lenda í öðru sæti en ef ég þekki þá rétt, hafa þeir ekki sagt sitt síðasta orð.

Taflfélag Reykjavíkur var sú sveit sem kom mest á óvart.  Í síðari hlutann vantaði sterka menn eins og Ivanov, Arnar og Sigurð Daða en jálkarnir sem þess í stað voru inná stóðu sig afbragðsvel og þar spilaði inn í góð úrslit gegn Helli 4-4.    Ég sagði fyrir seinni hlutann að TR-ingar gætu náð verðlaunasæti á góðum degi en góðu dagarnir í síðari hlutanum reyndust reyndar tveir!

IMG 0531Sveit Hauka og Hellis komu hnífjafnar í mark í 4.-5. sæti.  Jafnmargir vinningar, jafnmörg stig og jafntefli í innbyrðis viðureign.  Haukar unnu Bolvíkinga 5½-2½ en Hellismenn töpuðu ½-7½.     Báðar sveitirnar misstu lykilmenn sveitanna, Henrik og Hannes, á EM einstaklinga í Króatíu, og Hellismenn aðeins með 2ja daga fyrirvara.  Það breytir þó ekki þó þeirri staðreynd að Hellismenn hefðu átt að gera miklu betur og munu án efa ekki sætta sig við að verða áhorfendur að toppbaráttunni að ári.

Fjölnismenn urðu sjöttu en það var nokkuð fyrirséð fyrir síðari hlutann.   B-sveitir Hellis og Hauka féllu með miklum myndarbragð, þó reyndar hefði munað miklu á þeim innbyrðis.

Skemmtileg barátta í fyrstu deildinni, dramatík, kærur,  læti og snjóboltakast en einhverjir prakkarar grýttu tvívegis inn snjóbolta í skáksalinn.  Í fyrra tilfellinu lenti hann á borði Baklan og Braga Halldórssyni og þeyttust mennirnir út um allt.   Í seinna tilfellinu lenti snjóboltinn víst á Helga Ólafssyni.

Ritstjóri var nokkuð sannspár að því undanskyldu að TR-ingar komu verulega á óvart.   

Lokastaðan:

Nr.

Spá (fh)

Spá (sh)

Lið

Vinn.

1

1

1

Bolungarvík

39½

2

2

2

TV

36½

3

5

5

TR

32½

4-5

6

3

Haukar

31½ (8 stig)

4-5

3

4

Hellir-a

31½ (8 stig)

6

6

6

Fjölnir

27

7

7

7

Hellir-b

19

8

8

8

Haukar-b

 

2. deild

Skákfélag Akureyrar vann mjög öruggan sigur í 2. deild, en sveitin fékk 7½ vinningi meira en næsta sveit, KR-ingar.   Áskell Örn og Gylfi Þórhallsson tefldu nú í fyrsta skipti í 2. deild en það stóð ekki lengi!  KR-ingar hömpuðu öðru sætinu og sveitin teflir því í fyrsta skipti í 1. deild í haust.  Í fyrsta skipti í mjög langan tíma verða átta félög í fyrstu deild að ári og ef einhvern tímann er gott tækifæri til að breyta reglum með b-lið í 1. deild er það núna.  DPP 0007

B-sveit Bolvíkinga gekk illa í fyrri hlutanum og góður endasprettur dugði skammt þótt bronsið næðist.   Ritstjóri hefur heyrt að fyrsta borðs maður, b-sveitar Bolvíkinga, Stefán Kristjánsson, hafi sett sér það markmið að komast í a-liðið á næsta keppnistímabili.    Guðmundur Gíslason lenti í því að vekjaraklukka í GSM-síma hans fór í gang í miðri skák gegn Hallgerði Helgu í c-sveit Hellis og var honum því dæmt tap.

Reyknesingar og b-sveit TR komu í næstu sætum en síðarnefnda sveitin leið fyrir veikingu a-liðsins.    Akurnesingar unnu fallbaráttuna og Taflfélag Garðabæjar og c-sveit Hellis fara niður í 3. deild.   Þetta er væntanlega í fyrsta skipti í sögunni að TG á hvorki  sveit í 1. né 2. deild.  

Það er reyndar merkilegt að í 2. deild verða lið frá átta félögum rétt eins og þeirri efstu. 

Ritstjóri var þokkalega sannspár fyrir síðari hlutann.  Ég reyndar spáði TR-b þriðja sæti og auk þess hélt að TG myndi halda sæti sínu í 2. deild.  

Lokastaðan:

Nr.

Spá (fh)

Spá (sh)

Lið

Vinn.

1

2

1

SA

33

2

4

2

KR

25½

3

1

4

Bolungarvík-b

23½

4

5

5

SR

22½

5

3

3

TR-b

22

6

7

7

TA

15½

7

6

6

TG

13½

8

8

8

Hellir-c

12½

 

3. deild


Brottfluttu Akureyringarnir í Taflfélaginu Mátum unnu öruggan sigur í 3. deild og verður það að DPP 0011teljast gráglettni örlaganna að sveit Máta verði eini fulltrúi Garðabæjar í efstu tveimur deildunum að ári en félagið heldur reglulegar æfingar í bæjarfélaginu. 

Selfyssingar urðu í 2. sæti og kom það öllum á óvart ekki síst þeim sjálfum.   Í síðustu umferð gerðist það að Haukar-c mættu aðeins með 2 skákmenn gegn Selfyssingum en slíkt á auðvitað ekki að gerast nema í undantekningartilfellum að stillt sé upp auðum borðum.   Haukum til afsökunar þá veit ég að þeir gerðu sitt allra besta til að manna sveitir en margir Haukamenn áttu ekki heimangengt í ár.  

Selfyssingar voru aðeins í sjötta sæti fyrir seinni hlutann og Gunnar Finnlaugsson hafði átt það að orði við mig að þeir stefndu að því að bjarga sér frá falli.   En epískur endasprettureins og segir á heimasíðu SSON tryggði þeim sæti í 2. deild eftir aðeins eins árs fjarveru .    Það voru stoltir Selfyssingar stoltur Selfyssingur sem tóku tók við silfrinu í mótslok eins og sjá má í mynd!  B-sveitDPP 0004 Akureyringa varð í þriðja sætinu og hreppti bronsið.

D-sveit Hellis sigraði í fallbaráttunni og því verður það hlutskipti b-sveitar TG og c-sveitar Hauka að falla niður í 4. deild.

Það er því fyrst í 3. deild að sama félagið á tvær sveitir en Hellismenn hafa þar bæði c- og d-sveit. 

Ritstjóri var nokkuð sannspár fyrir síðari hlutann um 3. deild ef við undanskiljum Selfyssinga sem eins og áður sagði komu öllum á óvart og sjálfum sér mest.   

Lokastaðan:

Nr.

Spá (fh)

Spá (sh)

Lið

Vinn.

1

2

1

Mátar

31

2

4

5

Selfoss

25

3

3

3

SA-b

24½

4

5

2

TR-c

23

5

1

4

Bolungarvík-c

20

6

8

7

Hellir-d

18½

7

6

6

TG-b

15

8

7

8

Haukar-c

11

 

4. deild

 

DPP 0002Spennan í fjórðu deild var einnig mögnuð.  Þar hafði Víkingaklúbburinn sigur en efstu sveitirnar voru í miklum hnapp.  B-sveit TV varð í öðru sæti og b-sveit KR í því þriðja.  Góð frammistaða c-sveitar TV vekur óneitanlega athygli og undirstrikar hversu gott skákstarf er unnið í Eyjum. 

Ef það verður niðurstaðan að fjölgað verði upp í 16 lið í 3. deild munu auk ofangreindra liða Goðverjar, Vinverjar, b-sveit SR og c-sveit SA fá sæti í fjölmennri 3. deild.  

Mér skilst að nokkuð hafi verið um auð borð í fjórðu deild og gerir Hermann formaður Goðans það að umtalsefni í pistli sínum á heimasíðu Goðans.    Margir liðsstjórar hafa teygt sig langt til að hafa mörg lið og á bakvið það liggur góð hugsun ein, það er að gefa sem flestum tækifæri á að tefla.  E.t.v. gæti það verið skynsamlegra fyrir liðsstjóra að teygja sig minna í þá átt þótt mér þætti það sorglegt ef sveitum fækki.

Ritstjóri var óvenjusannspár fyrir síðari hlutann en iðulega hefur spá ritstjóra verið útí Tóta munk í fjórðu deild.  

Lokastaða efstu sveita:

Nr.

Spá (fh)

Spá (sh)

Lið

Vinn.

1

2

1

Víkingaklúbburinn

29½

2

1

3

TV-b

28½

3

3

2

KR-b

28

4

 

 

TV-c

27½

5

6

4

Goðinn

26

6

 

 

Vin

25

7

 

 

SR-b

24½ (10 st)

8

5

 

SA-c

24½ (9 st)

 

Að lokum

Skemmtilegt lokahóf var haldið í húsnæði SÍ og Billiardbarnum í Faxafeninu um kvöldið.  Að þessu sinni var engin 2007-stíll á hófinu enda ljóst að SÍ þarf að halda betur um budduna nú en áður.   Og eins og stefnt var að voru öll dýrin í skóginum vinir!DPP 0017

Eitt afar fyndið atvik átti sér stað á barnum.  Sigurður Páll Steindórsson telur sig vera að spjalla við Mikhail Ivanov og spjölluðu þeir lengi saman á ensku.  Siggi Palli spyr um Íslandsmót skákfélaga og verður þar nokkuð undrandi þegar viðmælandi hans segist hafa teflt allar skákirnar en Ivanov tefldi ekkert.   Kemur þar í ljós að „Ivanov" var í þessu tilfelli enginn annar en Guðmundur Halldórsson.  Sjálfsagt hefði verið betra fyrir þá félagana á spjalla saman á íslensku!

Mikilli skáktörn er lokið og það var nokkuð þreyttur forseti  en sæll með dagsverkin sem vaknaði á sunnudeginum og var dreginn í heimilisstörfin enda styttist í fermingu örverpisins.  

Og þá fer maður að spekúlera.  Almennt erMafían? ég ekki hrifinn af því að breyta miklu á Íslandsmóti skákfélaga því af hverju á að laga eitthvað sem gengur svona vel en samt er maður uppfullur að hugmyndum hvernig megi gera góða keppni jafnvel enn betri.  

Oft hefur verið í umræðunni að b-sveitir í efstu deild séu hvimleiðar.   Ég sjálfur hef verið frekar andsnúinn því en ef einhvern tímann er rétti tíminn fyrir slíkar breytingar er hann núna því engin b-sveit á lið í efstu deild í haust.   Til að búa til spennumóment fyrir b-liðin mætti e.t.v. búa til „Íslandsmót" b-liða og veita efsta b-liðinu jafnvel bikar.  Í 2. deild verða nú 4 b-lið (Hellir, Haukar, Bolar og TR) og yrði þessi leið að veruleika gæti það gerst að lið í 5. og 6. sæti kæmust í fyrstu deild að ári!

Það hefur verið umræða um að gera þurfi eitthvað varðandi fjórðu deildina.  Hún sé farin að virka sem flöskuháls og þar séu allt af margar sveitir og erfitt sé fyrir sveitir að komast upp.  Til umræðu hefur verið sú hugmynd að fjölga liðum í 16 í 3. deild.  Ég hef líka heyrt efasemdarraddir um það og þau rök að það sé verið án „dángreida" þriðju deildina með því að hafa ekki allir við alla.   Að mínu mati er nauðsynlegt að tillaga komi fram á aðalfundi og málin séu þar rædd, hvort sem að niðurstaðan verði óbreytt ástand, 16 liða 3. deild, fimmta deild eða eitthvað allt annað.  

Hugsanlega gætu verið aðrir möguleikar.   Það gæti verið leið að  fjölga einfaldlega í sveitum í neðri deildum upp í átta.   Það myndi sjálfkrafa þýða færri sveitir þar sem sveitum frá fjölmennari taflfélögum myndu fækka.  Gallinn er bersýnilega sá að þetta myndi mögulega verið erfiðleikum háð fyrir minni félög að stilla upp átta manna sveitum og það má ekki verða niðurstaðan að minni félög hætti að senda sveitir.   Lausnin gæti verið að byrja á því að fjölga upp í átta í 2. deild og sjá hvernig það reynist áður (og ef!) fjölgað verði í sveitum í neðri deildum.  

En þetta eru bara spekúlasjónir.   Kannski er bara best að hafa allt eins og það er núna!  Væ fix itt iff itt eint bróken.  

Skák- og skákáhugamönnum um allt land þakka ég fyrir skemmtilega helgi og er þegar farinn að hlakka til haustsins.

Gunnar Björnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Já, þetta geturðu! :) Góð grein.

Snorri Bergz, 9.3.2010 kl. 10:15

2 identicon

Ekki hafði mér dottið í hug að hafa 8 manna sveitir í annari deild , en það gæti verið viturlegt að mínu mati . Gætu þá ekki verið 8 manna sveitir í þriðju deild líka ? . Annars fín grein hjá þér .

Valgarð Ingibergsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband