Íslandsmót skákfélaga - spáđ í spilin fyrir mót

Ţađ er skammt stórra högga á milli í íslensku skáklífi.   Eftir besta árangur Ólympíuliđsins í langt árabil er nú í gangi sterkasta Haustmót TR jafnvel frá upphafi.   Og nú um helgina hefst Íslandsmót skákfélaga.   Félögin halda spilunum ţétt upp ađ sér en nokkuđ ljóst mćtti ţó vera ađ baráttan verđur á milli landsbyggđarfélaganna, Bolvíkinga og Eyjamanna.

Eyjamenn eru ekki í neinum feluleik og á heimasíđu ţeirra má finna upplýsingar um hverjir tefla fyrir ţeirra hönd í fyrri hlutanum.  Má ţar nefna Hammer og Gurevich og sjálfsagt munu Eyjamenn stilla upp fjórum erlendum skákmönnum. 

Bolvíkingar hafa lítiđ sýnt af sínum spilum en hafa auđvitađ óhemjumannskap af íslenskum skákmönnum og ţví er ólíklegt ađ ţeir kalli til fjóra erlenda skákmenn enda vćri ţá lítill tilgangur í ţví ađ safna flestum sterkustu íslensku skákmönnunum í eitt félag, ţví vart er tilgangurinn ađ nota ţá í 2. deild.

Miđađ viđ ofangreindur forsendur gef ég mér ađ Eyjamenn verđi sterkari á efri borđunum en Bolvíkingar á ţeim neđri.    Félögin mćtast í lokaumferđinni og ţá gćtu úrslitin ráđist.   Ég ćtla ađ titilinn fari ađ ţessu sinni Eyjamanna.   Líkurnar eru samt sem áđur ađeins 51-49 ađ mati undirritađs sem spáir mjög spennandi keppni í ár.

Ég ćtla ađ spá Hellismönnum bronsinu.   Hellir líđur fyrir Ólympíuskákmótiđ en 7 af 12 fulltrúum ţar komu úr félaginu og ljóst ađ skammur tími á milli ţessara móta veldur Helli töluverđum búsifjum.      

TR-ingum spái ég fjórđa sćti á afmćlisárinu.   TR-ingar mćttu vćngbrotnir til til leiks í vor en komu samt sem áđur skemmtilega á óvart er ţeir náđu ţriđja sćtinu, eitthvađ sem fáir áttu von á fyrir seinni hlutann. 

Ég ćtla ađ spá ţví ađ Haukar og Akureyringar falli.   Í sćtunum ţar á milli verđi KR og Fjölnir.   Ég hef reyndar takmarkađar uppstillingar um liđsuppstillingar ţessara liđa og hversu mörgum útlendingum ţau stilla upp en einhverju verđur mađur ađ spá.

Spá ritstjóra:

  • 1. TV
  • 2. TB
  • 3. Hellir
  • 4. TR
  • 5. Fjölnir
  • 6. KR
  • 7. SA
  • 8. Haukar

2. deild

Fjögur b-liđ eru í 2. deild.   Styrkleiki ţeirra liđa fer ţví ađ miklu leyti eftir hversu vel ţeim gengur ađ manna a-liđin.  Ég ćtla spá ţví ađ Bolvíkingar komi hér sterkir inn og Víkarar hafi sigur.   Verra er ađ giska hverja fylgja ţeim upp en ég ćtla ađ giska á Máta en hingađ til hef ég reynst býsna sannspár um framgang Mátana og hafa ţeir veriđ ákaflega sáttir viđ mínar spár hingađ til.   B-sveitir Hellis og TR geta einnig veriđ til alls líklegar en ţađ rćđst ađ mönnum a-liđanna.   Svo eru Reyknesingar til alls líklegir.   Ég ćtla ađ spá ţví ađ b-sveit Hauka falli en félagiđ hefur orđiđ fyrir miklum búsifjum og ćtla ađ spá ţví ađ dvöl Selfyssinga, sem fóru mjög óvćnt upp í fyrra verđi stutt í 2. deild.

Spá ritstjóra:

  • 1. TB-b
  • 2. Mátar
  • 3. Hellir-b
  • 4. TR-b
  • 5. SR
  • 6. TA
  • 7. Haukar-b
  • 8. Selfoss

3. deild

Hér er nánast ómögulegt ađ spá í spilin.   Deildin hefur breyst og eru nú 16 liđ í deildin og tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad/svissneska kerfinu.   Auk ţess gilda MP-stig framvegis í 3. og 4. deild sem getur breytt ýmsu.

C-sveitir Bolvíkinga og Hellis gćtu veriđ sterkar.   Ţađ er ţó háđ óvissu um mönnum a- og b-liđa.   Akureyringar gćtu einnig veriđ til líklegar en litlu munađi ađ sveitin fćri upp í fyrra.   Víkingarnar sem komu upp eru einnig mjög sterkir, sem og b-sveitir Eyjamanna og KR-inga.  Gođinn er ţađ liđ sem styrkt hefur sig mest á milli ára og er orđiđ lítiđ sem Ţingeyinga í a-liđinu, eitthvađ sem könnumst vel viđ úr öđrum landsbyggđarfélögum sem hafa veriđ ađ styrkja sig síđustu ár.   Svo má einnig nefna fyrrum Íslandsmeistara Taflfélags Garđabćjar sem hljóta ađ stefna ađ ţví ađ koma sér aftur upp í 2.deild.

Ég ćtla ađ spá Víkingum og Gođverjum tveimur efstu sćtunum í 3. deild.   Ég ćtla mér líka ađ láta mér duga ađ spá fyrir efstu sćtin í 3. deild ţar sem ég hef ekki nćgjanlega ţekkingu á liđunum í ţriđju deild til ađ spá fyrir međ einhverju viti (svo má deila um vitiđ í spánum í 1. og 2. deild).

Spá ritstjóra um átta efstu sćtin:

  • 1. Víkingaklúbburinn
  • 2. Gođinn
  • 3. TG
  • 4. SA-b
  • 5. TB-c
  • 6. Hellir-c
  • 7. TV-b
  • 8. KR-b

Hellir-d, Haukar-c, SA-c, SR-b gćtu veriđ líklegust til ađ falla međ öllum fyrirvörum.

4. deild

Ţrátt fyrir ađ fjölgađ hafi í 3. deild upp í 16 liđ eru engu ađ síđur 26 liđ skráđ til leiks í fjórđu deild en voru 32 í fyrra.   Miđađ viđ ţetta er sveitum enn ađ fjölgađ.   Nýjar sveitir eru ađ taka ţátt fyrsta skipti og má ţar nefna Ćsi (eldri borgarar), Kórdrengina, sem ég kann engin deili á, og Skákfélag Íslands undir forystu Kristjáns Arnar.

Sjálfsagt eiga einhverjar sveitir eftir ađ detta ţarna út en e.t.v. ađrar eftir ađ koma í stađinn.   B-sveit Gođans gćti veriđ sterk, sem og Ćsir einnig Austfirđingar, b-sveit Fjölnis, b-sveit  Víkinga og svo Skákfélagiđ hans Kristjáns.

Ég ćtla ađ spá Skákfélagi Íslands sigri en allt annađ er í ţoku og spáin hér ađ neđan ađ mestu leyti til málamynda.

4. deild (spá um efstu sćti):

  • 1. SFÍ
  • 2. Víkingar-b
  • 3. Gođinn-b
  • 4. Austurland
  • 5. Fjölnir-b

Ađ lokum

Ađ sjálfsögđu vil ég setja viđ ţetta hefđbundin fyrirvara.   Ţessi spá er ađeins sett inn til gamans og bakviđ hana eru engin geimvísindi.   Ég hef lítiđ veriđ heima síđustu daga og hef ţví minni upplýsingar um liđin en oft áđur auk ţess sem forráđamenn félaganna halda spilunum býsna ţétt ađ sér.

Enn stefnir í metţátttöku svo keppnin blómstrar ţví sem aldrei fyrr.

Undirritađur er liđsmađur í b-sveit Hellis og ritstjóri Skák.is.

Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband